Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 59
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8.
mars sl. birtist grein í Morgunblaðinu
sem bar yfirskriftina „Konur eiga að
mega vera fallegar." Þar gagnrýndu
aðstandendur Ungfrú ísland.is keppn-
innar unga femínista fyrir það að „vera
á móti því að konur líti vel út" og
benda réttilega á að fegurð og kven-
frelsi geti farið saman. í samfélagi nú-
tímans, þar sem ímyndaiðnaðurinn er
allsráðandi, hefur krafa frelsissinna um
„að konur
megi vera fal-
legar" hins-
vegar snúist
upp í kvöð.
Krafa nútim-
ans á ungar
stúlkur er sú
að þær „verði"
að vera fal-
legar til þess
að teljast
gjaldgengar í
samfélaginu.
Fegurðin er
h i n s v e g a r
skilgreind i
eintölu og til
þess aö öðlast
rétta „lookið"
er þess krafist
að konur (og i
auknum mæli karlar líka) eyði sí-aukn-
um tíma og peningum I að móta lík-
amann í það form sem við viljum sýna
umheiminum og umheimurinn krefst.
Fegurðariðnaðurinn gefur skít í marg-
breytileikann og leitast við að móta
alla í sama mótið. i stað þess að fagna
því að mannfólkið er af öllum stærðum
og gerðum, og fegurðin hefur ótal
andlit, sitjum við uppi með þröngt skil-
greinda staðalmynd af fegurð þar sem
viðmiðin eru „fótósjoppuð" súpermód-
el og poppstjörnur sem birtast á skján-
um og prýða forsíður glanstimarita.
Venjulegar konur geta ekki annað en
fölnað í samanburðinum og sjálfs-
traust sem byggir fyrst og fremst á út-
litinu getur ekki risið hátt.
Aö hafa kynferðislegt vald
Takmarkalaust frelsi kvenna yfir líkama
sínum hrekkur skammt ef frelsinu fylg-
Kynferöislegt vald þýðir að konur taka
aðeins þátt í þeim kynlífsathöfnum sem
veita þeim sjálfum unað og sælu. Valdið
gefur þeim jafnframt styrk til þess að
neita að taka þátt í kynlífsathöfnum sem
veita þeim litla sem enga kynnautn, en
klámiðnaðurinn hefur hafið til skýjanna.
ir ekki vald, fullt vald
kvenna yfir kynferði sínu
og líkömum. Kynferðislegt
vald þýðir að konur taka
aðeins þátt í þeim kynlífs-
athöfnum sem veita þeim
sjálfum unað og sælu.
Valdið gefur þeim jafn-
framt styrk til þess að
neita að taka þátt í kyn-
lífsathöfnum sem veita þeim litla sem
enga kynnautn, en kiámiðnaðurinn
hefur hafið til skýjanna. Valdinu fylgir
síðan ábyrgð. Ábyrgð sem krefst þess
að konur hugsi vel um þennan eina lik-
ama sem þeim er gefinn og hlúi að
honum. Konur verða að bera þá virð-
ingu fyrir eigin líkama að þær leggi
hann ekki í hættu til að uppfylla
óraunhæfar útlits- og tískukröfur sem
bæði skemma og særa.
Er sílikon að verða norm?
Fegurðariðnaðurinn nærist á þvi aö ala
á óánægju okkar með það sem náttúr-
an gaf og fá okkur til að fjárfersta i
„breyttum og bættum líkama." Konur
þurfa að losa sig við óæskileg likams-
hár, berjast við aukakíló og halda
kroppnum í formi, en sú barátta getur
snúist upp í sjúklegt ástand og leitt til
dauða. Þá er milljónum eytt I ýmiskon-
ar undrakrem og mistraustar aðferðir
til að viðhalda æskuþokka og ómót-
stæðilegri fegurð. Því virðast þannig
engin takmörk sett hversu lengi er
hægt að blóðmjólka hinn kvenlega lík-
ama og nú síðast hefur peningamask-
ína fegurðariðnaðarins sagt marg-
breytileika brjósta stríð á hendur. Heil-
brigðar og velskapaðar ungar stúlkur
flykkjast nú að skurðarborðum þar sem
þær leggjast undir „líknandi" hníf lýta-
lækna til þess að láta sílikonfylla brjóst
sín. Engar tölur liggja fyrir um fjölda
slíkra aðgerða. Lýtalæknir sem ung
blaðakona Veru heimsótti fyrir rúmu
ári sagðist gera slíkar aðgerðir á færi-
bandi og hann hafði framkvæmt sex
sílikonaðgerðir vikuna á undan. Flann
hvatti Verustúlkuna eindregið til að
láta bæta 260-280 grömmum í hvort
brjóst, og sagði „Því fyrr því betra."
(Vera 1/2001) Þá hefég haft spurnir af
vinahópum þar sem sílikonfyllt brjóst
eru nánast orðin norm. Tvítug stúlka úr
Kópavogi sagði þannig frá því að sjö
vinkonur hennar væru búnar að fá sér
sílikonfyllingar.
Skaðleg áhrif á heilsufar
Þessi „sílikonsprengja" er ótrúleg í Ijósi
þeirrar staðreyndar að aðgerðin er
kostnaðarsöm, sársaukafull og getur
valdið varanlegu heilsutjóni. Fyrir
rúmu ári kostaði slík aðgerð 170.000
krónur, en hægt var að setja hana á
raðgreiðslur. Ung stúlka sem gekkst
undir sílikonaðgerð lýsti því að sárs-
aukinn fyrst á eftir hafi verið nánast
óbærilegur og að hún hafi ekki getað
staðiö í fæturna í um það bil viku eftir
aðgerðina. Þá hafa rannsóknir sýnt að
sílikon getur haft skaðleg áhrif á
heilsufar viðkomandi bæði til lengri og
skemmri tíma. í einhverjum tilfellum
þarf að fjarlægja púðana strax vegna
sýkinga. Meðal þekktra langtímaáhrifa
eru sjálfsofnæmi og einkenni sem líkj-
ast síþreytu sem stafa af því að púð-
arnir leka og sílikonið seitlar út í lík-
amann og hefur lamandi áhrif á
ónæmiskerfið. Þá benda nýlegar rann-
sóknir til þess að sílikonpúðar endist
mun skemur en haldið hefur verið
fram, og hugsanlega þurfi að skipta
um á 5 - 10 ára fresti. Loks má nefna
að í um 10% tilfella missa konur alla
tilfinningu I geirvörtum, eða næmni
þeirra dofnar verulega. Með því að fara
í sílikonaðgerð setja stúlkur því hið út-
litslega í öndvegi. Það að gleðja augu
þeirra sem á brjóstin glápa er tekið
fram yfir eigin kynnautn og þá sælu
sem örvun geirvörtunnar getur fylgt.
Út frá því sjónarhorni má segja að
hlutgerving kvenna nái hámarki sínu í
sílikonfylltum brjóstum. Það að vera
„áhorfanleg" verður markmið í sjálfu
sér.
Ekta brjóst meriklegri en
„óekta"?
Viðbrögð femínista við sílikonaðgerð-
um hafa einkennst af harðri og þarfri
samfélagsgagnrýni á þröngt skilgreind
fegurðarviðmið, þar sem aðeins ein