Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 26

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 26
Hver ber ábyrgðina? Ragnhildur Helgadóttir, jafnréttisráðgjafi ÍTR Framleiðendur kvikmynda, höfundar tónlistartexta, útgefendur ýmissa tískutímarita og fleiri gera markvisst út á kynlíf. Skilaboðin eru oft þess eðlis að allt sé leyfi- legt í kynferðismálum. Allt er sýnt og ekkert er heilagt og sjaldnast er áhersla lögð á eðlilegan aðdraganda ástarsambands þar sem ást og traust skipta mestu. Kynlífið er hlutgert og tilfinningunum ýtt til hliðar. Þessi skilaboð fjölmiðlanna hafa óneitanleg áhrif á sjálfsmynd unglinga, t.d. í þá átt aö hlutgera stúlkur sem kynverur í auknum mæli. Við sem vinnum með ungu fólki finnum fyrir breytingum á kynhegðun unglinga og viðhorfum þeirra til kynlífs. Þau byrja fyrr að stunda kynlíf og láta auðveldlega undan þrýstingi um að vera þátttakendur í áhættusamri kynhegðun. Ef stór hluti kynfræðslu fer í gegnum fjölmiðla má ætla að unglingar séu lítið meðvitaðir um þær hliðar kynlífsins sem minnst sölugildi hefur. Gagnkvæm virðing, getnaðarvarnir og kynsjúkdómar eru til dæmis ekki uppeldisþættir sem sjónvarpið tekur aö sér að sinna. En hver ber ábyrgðina á kynfræöslunni? Er það skólinn, foreldrar eða samfélagið í heild sinni? Tæknileg áhersla í kynfræðslu skólanna Án fræðslu er ekki hægt að taka upplýstar ákvarðanir um eigið kynlíf og ungt fólk á rétt á kynfræðslu. Skólinn gegnir þar miklu hlutverki og í námskrá grunnskólanna frá 1999 má finna smá kafla í nátt- úrufræðihlutanum um kynfræðslu. Þar er stefnan sett á að fræða nemendur um starfsemi kynfæra, mikilvægi getnaðarvarna og þekkingu á helstu kynsjúkdómum. Áherslan virðist því vera fremur á tæknilegu hliðina en þá tilfinningalegu og siöfræðilegu. Skipulögð fræðsla sem byggist á siðferðisgildum eins og jafnrétti og heiðarleika þarf að verða meiri. Unglingar þurfa að fá tækifæri til að ræða og fræðast um þá þætti kynlífs sem snerta þau helst og fá svör við spurningum sínum. Hver hjálpar þeim að greina muninn á áhættusömu kynlífi og heilbrigðu kynlífi sem einkennist af virðingu og nánum persónutengslum? Ábyrgö foreldra Sérfræðingar hafa bent á að unglingar sem eiga traust og einlæg samskipti við foreldra sína eru eldri þegar þau hefja kynmök og jafnframt ábyrgari með getn- aðarvarnir. Ást og umhyggja í uppeldi styrkir sjálfsviröingu þeirra og þau láta síður undan félagslegum þrýstingi. Gagnýnin umræða á heimilinu um kynlíf er mikilvæg. Ef foreldrar ræða ekki skoðanir sínar við börnin sín er hætt við því að þau byggi eigin skoðanir á því sem þau heyra í sjónvarpi, fjölmiðlum eða hjá félögum sínum. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að þegar foreldrar ræða við börnin sín um kynferðismál, setja þeim reglur og útskýra ástæður sínar fyrir þeim eru börnin líklegri til að fresta kynreynslu en þau börn sem ekkert er rætt við um kynferðismál heima. Mörgum foreldrum gæti reynst erfitt að ræða um kyn- ferðismál við börnin sín og ekki er eingöngu hægt að gera skóla og foreldra ábyrga fyrir þessum málaflokki. Gagnrýnin umræða um þau einhæfu skilaboð fjölmiðlanna er mikilvæg þannig að unglingar geti greint á milli gerviheims fjölmiðla og kvikmynda og raunverulegs lífs. Fræðsla og forvarnir í kynferðismálum Rétt eins og við tölum um forvarnir í fíkniefnamálum þá er aö sama skapi mikilvægt að hefja forvarnavinnu í kynlífsmálum. Mikilvægt er að allir sem vinna með ungu fólki leggi sitt af mörkum í þeirri forvarnavinnu. Nokkrar stofnanir Reykjavíkurborgar sem sinna ungu fólki og félagasamtök hafa myndað hóp í því skyni að efla jákvæðan lífsstíl ungs fólks og hefur sérstök áhersla verið lögð á heilbrigt kynlíf. Áhersla hefur verið lögð á að opna umræðuna um þessi mál og gera starfs- fólk hæfara til að ræða um kynlíf við ungt fólk. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.