Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 14

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 14
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Enginn heilalaus tilli Grein Halldórs K. Lárussonar sem birtist í Morgunblaðinu í desember vakti nokkra athygli þeirra sem láta sigjafnrétt- ismál einhverju varða. Greinin bar yfirskriftina Er í lagi að nauðga? og í henni greindi Halldór frá viðhorfum sínum sem ungs karlmanns til umræðna um nauðganir í samfé- lagi okkar og viðraði skoðanir sínar á því hvernig þeir glæpir eru meðhöndlaðir í réttarkerfinu. Halldór velti því einnig upp hversu niðurlægjandi það er fyrir karla þegar látið er í það skína að konur „geti sjálfum sér um kennt" ef þær eru klæddar á kynæsandi hátt og þeim er nauðgað, enda ekki nema von að karlarnir missi stjórn á sér. „Eru karlmenn heilalausir „tillar" sem ráfa stjórnlausir um göt- urnar í leit að næsta skrokk til að djöflast á?" segir Hall- dór m.a. í grein sinni. „Þannig vil ég ekki að sé litið á mig og efast um að nokkur karlmaður óski þess." „Ég hélt aö Mogginn ætlaöi aldrei aö fást til þess aö birta greinina, hún hafði legið svo lengi hjá þeim," segir Hail- dór þegar hann sest niður meö kaffibollann á fundi okk- ar í Breiðholtinu. „Þeir birtu hana ekki fyrr en ég hafði sent þeim hálfgert hótunarbréf með tölvupósti," bætir hann við og hlær. Við hugsum sjálfsagt bæöi um fleiri hótunarbréf send með tölvupósti, í krafti meira valds en Halldór hefur yfir að ráða. Halldór er yfirleitt heima á morgnana og nýtur þá fé- lagsskapar þriggja ára sonar sins, Rafaels. Hann og móðir drengsins deila forræðinu og að sögn Halldórs kom aldrei annað til greina þegar þau slitu samvistir fyrir nokkru. „Ég er í óskastöðu," segir Halldór. „Ég hef nægan tíma til þess að sinna syni mínum vegna þess að ég bý á sama stað og ég vinn á." Greinin í Mogganum er bersýnilega skrifuð af mikilli þörf. Hvað var það sem kveikti hana? „Ég hef séð með eigin augum hvaða áhrif það hefur á konu að verða fyrir kynferðislegri misnotkun og ég veit að fórnarlambið er ekki það eina sem líður fyrir þann glæp," segir Halldór alvarlegur. „Ég hef kynnst því að glæpurinn fylgir fórnarlambinu og sýkir út frá sér í sam- búð eða hjónabandi þess síðar á lífsleiðinni. Afleiðingar glæpsins koma líka fram í öllum samskiptum þess við fólk í nánasta umhverfi. Mér hreinlega ofbauð að fylgjast með öllum sýknudómunum í þessum málum. Ég var líka orð- inn svo þreyttur á þessu viöhorfi að konur ættu að passa sig að vera ekki of léttklæddar úti við, vera ekki of drukknar eða of mikið málaðar, því að þá gætu þær átt það á hættu að vera nauðgaö. Mér þótti það mikil niður- læging fyrir mig ef kona mætti mér niður í bæ og hún væri í pilsi, þá ætti hún að vera hrædd við að ég nauðg- aði henni! Já, þú veltir því upp í greininni hvers vegna það sé þá svona lítið um nauöganir í sundlaugunum... „Já ég hef leikið mér að því að spyrja slíkra spurninga innan um aðra karlmenn og þeir fara flestir í vörn vegna þess að þeir eru ekki vanir að velta þessu fyrir sér. Sums staðar hefur þó mætt mér þetta ömurlega viðhorf: „Mað- ur hittir rosalega sexí kvenmann og hún er blindfull með tútturnar uppúr...., ég meina hvað á maður að gera??? Þær geta sjálfum sér um kennt að æsa mann svona upp!" En þetta er sjaldgæft viðhorf, flestir átta sig á því að nauðgun er ofbeldisglæpur og sterku viðbrögðin fær maöur ef maður spyr: „Hvað myndirðu gera ef dóttur þinni yrði nauðgað?" Karlar virðast eiga auðvelt með að setja sér þann viðbjóð fyrir sjónir." Halldór segir að sér finnist kominn tími til að karlar taki skýrari afstöðu i þessum málum og hann er sann- færður um að það þurfi að gera skurk í því að fólk hugsi um nauðgun sem glæp, undantekningalaust. Hvernig konur séu klæddar eða hvað þær séu að gera þegar sá glæpur er framinn er aukaatriði. „Ég hef líka reynt aö hjálpa körlum að lifa sig inn í það hlutskipti kvenna að karlar hafi líkamlega yfirburði. Ég nota stundum ýkt dæmi og spyr: „Hvað ef þú værir í partýi með tveimur 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.