Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 21
Við settumst inn á kaffihús til að spjalla og ræðurn fyrst
hvað þeim finnist um þær umræður um kynhegðun unglinga
sem átt hafa sér staö að undanförnu. Þau segja að þar hafi
fullorðnir mest verið að tala um unglinga en ekki við þá.
Helst sé rætt við þau um kynsjúkdóma og getnaðarvarnir,
hvað geti gerst ef þau noti þær ekki, einnig um ungar mæð-
ur sem verða óléttar mjög ungar. Það sé sem sagt mest nei-
kvæð umræða. Þau hafa að sjálfsögðu heyrt rætt um hve
slæmt kynlif unglinga sé og í þeim efnum finnst þeim að
bara sé rætt um hópkynlíf og aðra neikvæða hluti.
Hvaðan haldið þið að unglingar fái upplýsingar um kynlíf?
Pési: Frá öðrum unglingum. Ekki frá foreldrum, það er alveg
pottþétt. En það væri lang best ef þau fengju upplýsingarn-
ar þaðan því þá gætu unglingar treyst foreldrum sínum og
þeim upplýsingum sem þau fá.
Nadía: Ég held að unglingar fari líka inn á vefsíður, t.d.
femin.is, einkamál.is og Doktor Love. Það er auðvitað miklu
betra að spyrja einhvern sem er reyndur heldur en t.d. að
spyrja vinkonu sína sem er ekkert reyndari í kynlífi en þú
sjálf.
Dagný: Ég held að flestir sem ég þekki séu ekki að spyrja um
kynlíf yfirleitt. Það er ekki mikið talað um það, þau bara
prófa sig áfram. Siðan er sagt eftir á að þau hefðu viljað vera
frædd aðeins meira.
Hvernig finnst ykkur viðhorf fullorðinna vera á kynlífi
unglinga?
Hvaða fræðslu mynduð þið helst vilja fá?
Dagný: Bara opnari umræða yfir höfuð, þetta ætti ekki að
vera svona mikið tabú dæmi. Að krökkum þætti bara alveg
sjálfsagt að spyrja foreldra sína. Ég tala mikið við eldri syst-
ur mína, en hún er líka bara tuttugu og sex ára.
Pési: Mamma mín er dálítið á móti þessu en pabbi minn skil-
ur mig.
Nadía: Það ætti að vera meiri fræðsla um það hvernig fólk
á að prófa sig áfram í kynlífi í stað þess að tala bara um kyn-
sjúkdóma.
Krissi: Eina skiptið sem einhverjir fullorðnir hafa talað við
mig um þetta var þegar ég fór út að borða með pabba og
mömmu. Þá spurði pabbi hvort ég væri byrjaður á þessu og
ég sagði já. Þá kom einhver ræða um að ég þurfi að passa
mig og allt þetta sama, sko. Það er eiginlega það eina sem
maður fær að heyra aftur og aftur.
Pési: Það er búið að stimpla kynsjúkdóma inn í hausinn á
manni síðan maður var krakki. Alltaf það sama aftur og aft-
ur, maður veit þetta.
Nadía: Kynfræðslan í níunda bekk er mjög lítil og mjög
tæknileg.
Pési: Þaö ætti að kenna Tantra i skólunum (ha ha ha). Kenna
okkur það góða við kynlíf.
Hvað teljið þið vera gott við kynlíf?
Nadía: Ég held að fólk, sérstaklega unglingar, einblíni alltof
mikið á að fá fullnægingu út úr kynlífi. Fólk gerir sér alltof
miklar vonir um það þegar það byrjar að stunda kynlíf. Samt
vita lang flestir að fyrsta skiptið er ekki þannig. Svo heldur
það að eftir kannski þrjú skipti eigi allir að fá fullnægingu.
Svo fær það kannski ekki fullnægingu og heldur þá að þaö
sé eitthvað skrýtið, að það sé eitthvað að þeim. Mér finnst
það oft vera þannig.
Finnst ykkur kynhegðun stelpna og stráka vera ólík?
Nadía: Já.
Pési: Kynlíf stelpna og stráka er allt öðruvísi. Það er miklu
mikilvægara fyrir stráka að missa sveindóminn en fyrir
21