Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 34

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 34
Ein af skýringunum sem komiö hafa fram er að konur séu í ákveðnum vítahring. Þær bera sig frekar saman við aðrar konur og sætta sig þar af leiðandi við lægri laun en karlar. Undirbúningur skiptir máli Alda telur að verkalýðshreyfingin geti haft heilmikil áhrif til að minnka launamun kynjanna. Undirbúningur fyrir launa- viðtalið skipti miklu máli en VR býður m.a. upp á námskeið sem nefnist Að semja um launin. Þar er fólki kennt að meta markaðsvirði sitt á vinnumarkaðnum, hvernig hægt er að bæta eigin frammistöðu auk þess sem kennd er samninga- tækni og fleiri atriði sem nýtast í atvinnuviðtalinu. Á heima- síðu VR má nálgast netnámskeið um starfsmannaviötalið. Þá er mikilvægt að fylgjast vel með og bendir Alda á árlega launakönnun VR í febrúar sem öflugt tæki til að meta mark- aðsvirði sitt. „Ein af skýringunum sem komið hafa fram er að konur séu í ákveðnum vítahring. Þær bera sig frekar saman við aðrar konur og sætta sig þar af leiðandi við lægri laun en karlar. Launakönnunin er eitt af þeim tækjum sem hjálpa fólki við að skoða hvað aðrir eru með í laun. Auðvitað borga atvinnurekendur einstaklingum misjafnlega vel eftir frammistöðu og sjálf er ég á móti jafnlaunastefnu sem ég tel að virki letjandi." Sjálfstraust mikilvægt „Sérfræðingar segja að konur hafi meiri tilhneigingu en karlar til að draga úr hæfileikum sínum og verkum og þetta er hluti af því sem þarf að breyta. Það sem skiptir máli er að við viljum að konur meti sig raunsætt, en hvorki ofmeti eða vanmeti sig. Þegar harðnar í ári á vinnumarkaðnum þarf auðvitað aö taka tillit til aðstæðna og erfiðara getur verið að biðja um miklar launahækkanir, en þú átt samt sem áður að meta þig rétt hverju sinni. Fólk getur í flestum tilfellum fengið aðstoð við að meta launin. Við metum aldrei launin fyrir okkar félagsmenn, en hjálpum þeim að meta sig sjálf. Einnig er gott að skoða hvaða þættir skipta mestu máli í starfinu. Launin skipta alla máli en hægt er að semja um fleiri atriði, til dæmis bílastyrk, styrk fyrir GSM, aukið orlof og fleira. Þetta þarf að skoða út frá hverjum og einum. Gott er aö leita ráða, til dæmis hjá stéttarfélögum, en það getur verið varhugavert að fara eftir sögusögnum um laun vinnu- félaga. Elægt er að styðjast við launakannanir, t.d. frá kjara- rannsóknanefnd. Og svo verður fólk að hafa trú á sjálfu sér. Sjálfstraust er mikilvægt. Ef þú hefur ekki trú á sjálfri þér hvernig eiga þá aðrir að hafa það? Þau sem hafa gott sjálfs- traust þekkja kosti sína og galla og eiga auðveldar með að meta sig raunsætt." Abyrgðin líka hjá atvinnurekendum Alda segir að ábyrgð atvinnurekenda sé mikil. „Á mörgum stöðum er verið að brjóta lög. Það er til dæmis lögbrot ef at- vinnurekandi greiðir jafnhæfum einstaklingum mishá laun eftir kyni, fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Það er erfitt að eiga við þetta, m.a. vegna launaleyndar í fyrirtækj- um. Ef upp kemur grunur um mismunun er erfitt að sanna það. Það sem við getum gert er að vekja konur til umhugs- unar um stöðu sína og launin þannig að þær taki af skarið og biðji um þau laun sem þær eru sáttar við. í síöustu kjara- samningum var stigið stórt skref en þá var samið um það að einu sinni á ári eigi starfsmaður rétt á launaviðtali. Margir höfðu aldrei tækifæri til að hitta yfirmann sinn til að ræða kaup og kjör og þetta er miklu stærra skref en fólk gerir sér grein fyrir. Þarna er komið tækifæri fyrir konur til að koma sínum óskum á framfæri.” Hæg þróun? 5% minnkun á launamun á fimm árum. Er það nóg? „Ungar konur vilja sjá hraðari þróun. En ef litið er á þetta í víðara samhengi og lengra aftur í tímann þá finnst miðaldra konum þetta stórkostlegur munur á svo skömmum tíma. Innan VR er virkur starfshópur sem vinnur að jafnréttisáætl- un og aðgerðaáætlun. Við gerum okkar besta til að hafa áhrif á einstaklingana og erum mjög hrifin af mælanlegum árangri af starfi okkar. Nú hefur náðst 5% árangur á síðustu 5 árum og þá er auðvitað stefnan að ná að minnsta kosti því sama á næstu 5 árum. Jafnréttisstofa reiknaði út að þaö tæki 114 ár að jafna launamun kynjanna, miðað við þá þró- un sem hefur verið hingað til. Við viljum sjá þetta gerast miklu hraðar. Það er svo margt sem hefur óbein áhrif á launamun, eins og t.d. nýju fæðingarorlofslögin. Þau eiga eftir að hafa mikil áhrif því feður axla nú meiri ábyrgð á heimilinu en áður. Ég held að þessi viðhorfsbreyting sem hefur orðið á skömm- um tíma eigi eftir að I síðustu kjarasamningum skiia miklu." var stigið stórt skref en þá Alda telur það var samjö um þaö gö ejnu vænlegast til arangurs . að haida umræðunni smm a ari eigi starfsmaður lifandi og fjalla áfram *"étt á launaviðtali. um jafnréttismál frá mörgum sjónarhornum. „Það sem gerir jafnréttismálin flók- in en jafnframt skemmtileg eru hinir mörgu áhrifaþættir. Sjálfstraust og menntun tryggja ekki endilega að konur nái sínu fram. Þaö þarf líka að breyta viðhorfi atvinnurekenda og ein af sögulegu skýringunum er að konur koma seinna inn á vinnumarkaðinn en karlar og þær hafa þurft sinn tíma til að sanna sig. í dag eru til heilmargar fyrirmyndir, konur sem eru öflugir stjórnendur, eins og til dæmis Rannveig Rist í ÍSAL. Þarna eru konur búnar að brjóta ísinn og sanna að þær eru jafnhæfar og karlmenn í áhrifamiklum stöðum og það hefur áhrif á viðhorf atvinnurekenda." Alda telur að konur megi gæta sín á að vera ekki of svartsýnar i þessum efnum, enda skiptir viðhorfið og trúin á eigin getu miklu máli. „Það er alveg klárt mál að það mun taka styttri tíma en 114 ár að eyða launamuninum," segir hún glaðbeitt að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.