Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 44
Missy Elliott
Miss E ...So Addictive
Þetta er þriðji diskur þessarar frábæru
söngkonu sem er frá Portsman í Virgin-
íu, í suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún
hóf feril sinn með hljómsveitinni Sista
árið 1991, en sú hljómsveit náði aldrei
að gefa út plötu. Hins vegar hélt Missy
áfram að gera tónlist og var uppgötvuð
fyrir hæfileika sína til að semja góð lög.
Hún hefur samið fyrir fullt af stjörnum,
t.d. Aaliyah, Christina Aguilera, Whit-
ney Houston og Destiny's Child svo
eitthvað sé nefnt. Hennar fyrsta plata
kom hins vegar út 1997 og fékk nafnið
Supa Dupa Fly. Síðan kom Da Real
World 1999 og nýjasta afurðin, So Add-
ictive, kom út 2001.
Hún bæði syngur og rappar á þess-
um diski, og er í raun óvenjulega fjöl-
hæf. Hlustandinn fær til að byrja með á
tilfinninguna að hér séu margar söng-
konur/rappkonur á ferö, en hún er ein í
öllu, en fær náttúrulega til sín fullt af
góðu fólki í heimsókn. Þar er um að
ræða stjörnur eins og Jay Z, Eve, Met-
hodman, Redman, Ludacris, Ginuwine
og Busta Rhymes, en hún sjálf er þó
alltaf í aðalhlutverki. Timbaland er
upptökustjórinn hennar og hefur verið
á öllum þremur plötunum. Þetta er
greinilega kona með bein i nefinu, því
hún stofnaði sitt eigið plötuútgáfufyr-
irtæki, The Gold Mind, sem gefur út
plöturnar í samvinnu við Electra. Það
má segja að tónlistin á þessari þriðju
plötu Missy sé tviskipt, annars vegar
mjög sexí soulskotna r og b ballöðu-
tónlist, með fallegum röddunum, og
textum sem fjalla um hvað hún sé nú
44
góð og frábær, og besta kona í heimi
og hvað allir ættu í raun að vera skotn-
ir í henni, og svona „þú ert fallegur ég
ætla að reyna við þig" -texta, og hins
vegar harðari hipphopp-tónlist þar sem
hún er að fjalla um djamm og partý og
líka um að hún sé best í bransanum.
Síðan eru tvö leynilög og þar er lof-
gjörð til Jesúm yrkiefnið. Þetta er því
ekki mjög heilsteypt plata, tónlega séð,
en sama stemningin og sama sándið á
öllum lögum virkar sem lím, og því
rennur platan vel í gegn, sérstaklega
eftir nokkrar hlustanir.
Ýmis skemmtileg hljóð og hljóð-
brellur er að finna, og sumt sem kemur
á óvart, eins og stopp á óvæntum stöð-
um, og óvenjulegar breytingar á lögum
upp úr þurru. Missy Elliott er náttúru-
lega frábær söngkona, og framúrskar-
andi lagahöfundur líka, og það er fyrst
og fremst því að þakka að þessi diskur
er eins góður og hann er. En það er líka
einhver barnsleg gleði sem fær að
fljóta með, fólkið fær að leika sér, það
er ekki verið að pressa á þá sem koma
fram á disknum að taka hlutina of al-
varlega, þótt allir séu fagmenn fram í
fingurgóma. í sumum laganna finnst
manni eins og maður sé á leiðinni á
djammið með Missy Elliott og hún sé
að segja manni kjaftasögur um fólkið
og staðina sem hún þekkir, og hvaö
hafi gerst þar síðustu helgi.
A-Camp
A-Camp
Þetta er fyrsta sólóplata söngkonunnar
hugljúfu Ninu Persson, sem er þekktust
fyrir að syngja í sænsku ofurpopp-
hljómsveitinni The Cardigans. Nina og
vinur hennar Niclas Frisk voru að bera
saman plötusöfnin sín á barnum eitt
kvöld árið 1997 og komust að því að
þau áttu heilmargt sameiginlegt i þeim
geiranum. Hljómsveitin var eiginlega
stofnuð út frá þessum samræðum, og
fljótlega fóru lögin að veröa til. Þau
tóku helling upp árið 1998, en ekkert
varð úr plötuútgáfu þá. Svo var það
árið 2000 að Nina hafði loksins tíma til
að kíkja betur á útgáfumál A-Camp og
fékk til liðs við sig upptökustjórann
Mark Linkous, og A-Camp fóru til
Bandaríkjanna til að laga gömlu upp-
tökurnar, og bæta nýju við og gera allt
tilbúið til útgáfu.
Útkoman er blanda af sætum og
grípandi popplögum og þjóðlagakán-
tríi, allt undir smá Bítlaáhrifum. Hljóm-
urinn er djúpur og stundum angurvær,
og greinilega mikið búiö að vinna með
útsetningarnar á lögununi. Nina er
höfundur flestra textanna á plötunni,
en er skrifuð fyrir einu laganna líka.
Hér eru á ferðinni persónulegir og
skemmtilegir textar, ekki of mikið verið
að velta sér upp úr þungum málefnum,
heldur meira líðan líðandi stundar.
Nina er ágætis textahöfundur en ekki
siðri lagahöfundur þvi lagið sem hún á
er að mínu mati langbesta lag disksins,
og ég vona að á næstu plötu hennar
verði eingöngu um hennar lög að ræða.
Það er líka merkilegt að þau þrjú lög
sem hún samdi ekki textana við á þess-
um diski eru líklega minnst sannfær-
andi lögin. Það er eins og hún hafi ekki
sama sannfæringarkraftinn og sömu
stemninguna í röddinni ef hún er að
syngja eitthvað sem hún sjálf átti eng-
an þátt í að semja.
Hljóðfæraleikur er mjög góður á
plötunni allri, og mikið um stálgítara,
slædgítara, kjöltugítara, munnhörpur,
lifandi strengi og allt mögulegt annað
sem gerir stemninguna dálítið þjóð-
lagalega og lifandi. Það er samt óum-
flýjanlegt að sykurhúðuð rödd Ninu býr
til galdurinn, og fyrir vikiö verður þetta
allt dálítið poppað. Það virðist vera
eitthvað gegnumgandandi við hljóm-
sveitir sem eiga ættir sínar að rekja til
Svíþjóöar, að það er afskaplega stutt í
þessar sætu, góðu grípandi poppmeló-
díur. Hér er því um að ræða svona „feel
good" plötu sem grípur mann strax, en
ekki er víst að hún endist von úr viti.