Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 62

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 62
Sigrún B. Jakobsdóttir Vertu kon vertu ia stolt af Þetta er slagorð Félags Femínista ó Akureyri og VERA hitti þessar einstöku og bjartsýnu stelpur sem standa að félaginu yfir kaffibolla á Kaffi Karólínu á dögunum. Stelpurnar heita Vilborg Ólafsdóttir, Guðrún Asta Þrastardóttir, Sunna Elín Valgerðardóttir og Margrét Kristín Helgadóttir. Hvernig byrjaði þessi félagsskapur? Við vorum hver í sínu horni búnar að hugsa lengi að okkur langaði til að gera eitthvað sérstakt í þessum anda. En í raun er upphafið heimsókn stelpnanna úr Bríet á kvennafrídaginn 24. októbersl. Þá héldu þær kynningar í MA og VMA sem voru mjög vel sóttar og við fjórar ákváðum að hittast og ræða málin. Við hittumst einu sinni í viku - á þriðjudagskvöldum hér á Kaffi Karólínu. Félagsskapurinn hefur ekki enn fengið nafn, en það kemur með tím- anum.. Hvað ætlið þið að gera næst? Við ætlum að gefa út lítinn bækling með fjórum greinum, eina eftir hverja okkar. Planið er að dreifa honum bæði í VMA og MA. Við eigum von á styrk frá Jafnréttis- nefnd Akureyrarbæjar til að kosta útgáf- una og þar er mikill áhugi á okkar starfi. Þemað er „Elskaðu sjálfa þig", og tilgang- urinn er að vekja framhaldsskólanema til umhugsunar um stöðu sína í samfélaginu. Markmið okkar er að minnka fordóma gegn femínisma. Ungt fólk veit ekki hvað femínismi er en gengur samt að því vísu að femínismi sé eitthvað slæmt. Þegar fólk heyrir minnst á femínista þá dettur því samstundis í hug gribba með hár á löppunum sem hatar karlmenn. Hvernig voru móttökurnar í skólanum á ykkur sem yfirlýstum femínistum? Það er helst aö ef þetta umræðuefni berst í tal, sem gerist oft yfir glasi á skemmti- stöðum bæjarins, að fólk fer að fussa og sveia yfir þessari tímaeyðslu hjá okkur þegar við gætum verið að finna okkur gott mannsefni. Það eru þessir fordómar sem við erum að reyna að eyða og við skrifuöum grein sem er birt á Briet.is um akkúrat þetta. Hún segir rosalega mikið um það sem við erum að hugsa. En það undarlega við þetta er að við höfum fund- ið meira fyrir fordómum frá stelpum held- ur en strákum. Stelpurnar viröast halda að strákarnir vilji þær ekki ef þær eru femínistar. Þaö sem virðist skipta mestu ijnáli hjá ungum stelpum i dag er að ná sér í strák. Þær eru óöruggari og hræddari við þetta en strákarnir, sem virðast vera til- búnari að slá þessu upp í grín. Hvað með fjölgun í félaginu? Þurfið þið ekki að fjölga félögum ? Við viljum hafa það svona fámennt til aö byrja með. Við viljum búa til góðan grunn áður en við förum að færa út kvíarnar, styrkja hver aðra og móta stefnuna. Við getum eiginlega ekki farið að bjóða fólki að vera með okkur því þetta er allt í mót- un ennþá. En ef fólk hefur brennandi áhuga að vera með þá útilokum viö ekki neinn. Við erum alltaf opnar fyrir nýjum hliðum málsins, sama hvort þær komi frá konum eða körlum. Þetta á ekki að vera pólitískt félag, það á að vera opið öllum óháð stjórnmálaskoðunum. Hver er stefna ykkar ? Punktur númer eitt er að reyna aö minnka fordóma gagnvart femínisma. Við viljum ná til ungu stelpnanna í grunnskólunum og reyna að höfða til þeirra sem við get- um haft áhrif á. Eruð þið í samvinnu viö Bríet? í rauninni ekki, ekki formlega séð. Þær birtu greinina okkar og eru búnar að bjóða okkur á málþing en þetta er ekki útibú frá þeim. Vilborg, GuSrún Ásta, Sunna Elín og Margrét Kristín, ungir femínistar á Akureyri. „Stelpurnar virðast halda að strákarnir vilji þær ekki ef þær eru femínistar. Það sem virðist skipta mestu máli hjá ungum stelpum í dag er að ná sér í strák."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.