Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 54

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 54
RYK Díana Rós Rivera, Inam Rakel Yasin, Anna Rúna Kristinsdóttir Ég verð fyrst til þegar keyrt verður niður laugaveginn þegar hægt verður að brjóta smáralindina saman stinga henni í vasann þegar strætó verður stundvís þegar konur verða karlar þegar ástin veitir bara gleði geimsteinaregns" og Ijóðið endar á upphrópun: „AFSPRENGT VERÐ Á ÖLL- UM/FLÍKUM VEGNA REGNS!" Líkt og í Ijóði Díönu birtist neyslusamfélagiö hér sem hluti af sjálfsmynd skáld- kvennanna, Laugavegurinn og Smára- lind eru myndbirtingar ákveðinnar ofgnóttar sem á sér svo samsvörun í hinni mótsagnakenndu og erfiðu sjálfsverund sem stúlkurnar leita að en slík sjálfsmyndarleit hefur reyndar verið áberandi minni í Ijóðum bæði yngri og eldri skáldkvenna. Síðasti og stysti hluti bókarinnar inniheldur Ijóð Önnu Rúnu Kristins- dóttur. Eins og í Ijóðum Díönu og Inam er líkamsmyndmál áberandi, tengt kynlífi og ást: „Skrýtið,/ég hugsa um þig/og hjartað slær örar/dreg upp mynd í höfðinu/líkaminn svarar". Líkt og Ijóð Inam eru Ijóð Önnu öllu agað- ari en Ijóð Díönu, en þar er ekki að finna þá tilhneiginu til súrrealisma og absúrdisma sem einkennir mörg Ijóða Inam. Eitt Ijóðanna dregur saman ýmis þemu bókarinnar en það hljóðar svo: Ég hlýt aðeins að vona að stúlkunar þrjár taki sér þetta til fyrirmyndar, og haldi áfram að skrifa, þó ekki væri nema af því þær hafa ekki kjark til að hætta. segir í Ijóðinu „Fæðing mín" eftir Díönu Rós Riveru. Díana gaf í fyrra út Ijóðabókina RYK í félagi við Inam Rakel Yasin og Önnu Rúnu Kristins- dóttur og auk þeirra þriggja á Guð- mundur Jóhannesson eitt Ijóð í bók- inni. Ljóð Díönu lýsir skemmtilega því landamæraástandi sem einkennir mörg Ijóðanna, en andrúmsloft bókar- innar markast mjög af togstreitu, inn- byrgðu óþoli og á stundum upplausn og sundrungu. Þetta birtist einna sterkast í líkamsmyndmálinu, sem sveiflast á milli ógeðs gagnvart líkam- anum og gleði í honum, sérstaklega þá tengda kynlífi og kynlífsupplifunum. Þetta eru stef sem birtast aftur og aft- ur hjá skáldkonunum þremur og tengjast Ijóslega mótun sjálfsmyndar, leit að sjálfsverund og jafnframt óróa- kenndri tilfinningu fyrir ómöguleika einfaldrar eöa aðgengilegrar slíkrar sjálfsveru. Þrátt fyrir að konur hafi á undan- förnum árum náð að verða áberandi í landslagi íslenskrar skáldsögu hafa þær ekki orðið eins áberandi í Ijóða- gerð síðustu ára. I nýlegu safnriti, Ljóð ungra skálda 2001, voru þær ekki nema fjórar af fimmtán, og þegar lit- ið er yfir þau nöfn sem náð hafa at- hygli undanfarið eru fáar konur þar á meðal. Það er þvi virkilega mikill feng- ur að fá í einni bók þrjár ungar raddir skáldkvenna, sem allar hafa sitt fram að færa, en þrátt fyrir aö svipuð stef birtist í Ijóðunum er eftirtektarvert að sjá að allar eiga þær sína eigin ólíka rödd. Meginhluti Ijóðanna er eftir Díönu Rós. Ljóð hennar eru óhamin og myndmálið sterkt og áherslan á lík- amann mikil. Snerting, kynlíf og ást eru viðfangsefni fyrstu Ijóðanna: „Mig langar að vera snert að innan", því „Þegar ég er snert að innan/kviknar bál" segir í Ijóðinu „Snerting", svo tek- ur sársaukinn við og „þráin dettur í götuna" eins og segir í Ijóðinu „Skiln- ingsleysi". Aö lokum kemur „Upprisa" og „Fæðing mín" og síðustu tvö Ijóð- anna eru skrifuð til vinkonu, sem „kyssir á meiddið": „Þú Ijáir mér vængi". Með þessari smart vísun í Ijóð Fluldu tengir þessi unga skáldkona sig inn í hefð skáldkvenna. Næsti og næststærsti hlutinn er eftir Inam Rakel og hún byrjar sinn hluta þar sem Díana endaði, á Ijóöi „Til vinkonu", sem hún hlúir að: Þú tindrar í myrkrinu eins og veikur kertalogi. Á hverjum degi flöktirðu og í hvert skipti óttast ég um líf þitt, reyni að hlúa að þér svo þú slokknir ekki alveg Og stundum þegar ég á eldspýtur kveiki ég á þér... Myndmál Inam er agaðara og hljóð- látara, þó vissulega brjótist óþolið fram á stundum, eins og í Ijóðinu „Verðsprengja", en þar hleypur Ijóð- mælandi „niður laugaveginn/með eld- ingu í/rassinum" og dansar „regndans fyrir/utan Spútnik/sem springur/vegna Óraunveruleiki Eirðarleysi Hrærigrautur Fætur mínir eins og franskbrauð fáránleiki lífs míns blasir við hjarta mitt slær einungis vegna þess að þaö hefur ekki kjark í sér til að hætta 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.