Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 33

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 33
Myndir: Þórdís Karlar fá aö meðaltali 16% hærri heildarlaun en konur ef tekið er tillit til fólks í fullu starfi í sambærilegri starfsstétt, meö samsvarandi vinnutíma, starfsaldur og aldur. Þetta kom fram í launakönnun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fýrir árið 2001 en ef ekki er tekið tillit til ofangreindra þátta er launamunur kynjanna 24,5% og vegur þar þyngst að karlar vinna mun meiri yfirvinnu en konur. Á síöustu fimm árum hefur munurinn á heildarlaunum karla og kvenna minnkað um tæp 5%. Með sjálfstraustið að vopni rætt við Öldu Sigurðardóttur fræðslustjóra VR í könnuninni kom fram aö væntingar karla til dagvinnulauna eru aö jafnaði 15% hærri en væntingar kvenna. Alda Sigurðardóttir fræðslustjóri VR telur þessa niðurstöðu mjög athyglisverða, ekki sist þar sem sami munur er á raunverulegum launum kynjanna. „Við- horfið til launanna er ólíkt og ef maður setur sig í spor atvinnurek- andans, þá er hann kannski tilbúinn til að borga konum hærri laun en er ekki að bæta miklu við þá upphæð sem starfsmaðurinn er sáttur við. Niðurstöðurnar staðfesta og gefa skýr skilaboð um að við konur þurfum að endurskoða okkar viðhorf og skoða það hvers- vegna væntingar kvenna til launa eru minni en karla." Margt sem skýrir launamun Þegar leitað er skýringa koma til margir þættir og nefnir Alda m.a. sögulega þáttinn. „Á sjöunda áratugnum var tvenns konar taxti í kjarasamningum, taxti fyrir karlmenn og svo 30% lægri taxti fyrir konur og unglinga. Síðar var því breytt en þarna skapaðist ákveðin hefð hjá fyrirtækjum og atvinnurekendum." Konur komu seinna út á vinnumarkaðinn en karlar og sumir segja að þær hafi þurft sinn tíma til að sanna sig sem vinnuafl, sem eru ekki sterk rök. Þá hætta konur frekar störfum vegna barneigna og hafa styttri starfsaldur og getur það valdið því að þær hafa færri tækifæri til að komast í stjórnunarstöður og vinna að sínum starfs- frama. Konur velja sér frekar hlutastörf en karlar, en þau störf eru hlutfallslega verr borguð en 100% störf. Konur hafa minni mennt- un en karlar á öllum menntastigum þegar litið er á heildina, en menntastigið er reyndar nokkuð jafnt innan VR. Karlar vinna mun meiri yfirvinnu en konur og hafa þar af leiðandi hærri heildarlaun. „Hér á landi er hefð fyrir mikilli yfirvinnu. Það þarf að vinna gegn því og auka frekar framleiðni i dagvinnu þannig að fólk þurfi ekki að vinna yfirvinnu. Þannig verða vinnustaðir fjölskylduvænni auk þess sem launamun- ur minnkar ef vinnutimi verður jafnari," segir Alda. „Það er líka staðreynd að konur hafa frekar sveigjan- legan vinnutima en karlar og að frekar er tekið tillit til þarfa kvenna varðandi umönnun barna. Karlar eiga því erfiðara með að axla fjölskylduábyrgð og það skerðir jafnrétti þeirra, en ekki síst barnanna." Alda bendir á að starfsfólk virðist ekki nógu vel upplýst um jafnréttisstefnu fyrirtækja. „Öll fyrirtæki sem hafa fleiri en 25 starfsmenn eru skyldug að hafa jafnréttisstefnu eða innleiða slík ákvæði í starfs- mannastefnu sina. Ég er viss um að það mun hafa sín áhrif þvi þetta skapar umræðu. Mörg fyrirtæki hafa fengið starfsmenn til að móta stefnuna sem síðan hefur verið send til samþykktar til stjórnenda fyrir- tækisins. Það hefur reynst mjög vel. í fyrirtækja- könnun VR frá því í fyrra kom fram að stjórnendur töldu frekar en almennir starfsmenn að jafnréttis- stefna væri til staðar. Þetta þýðir að það er ekki nóg að hafa jafnréttisstefnu heldur verður hún að vera sýnileg öllum starfsmönnum." Það er athyglisvert að í sömu könnun kom fram að bæði kynin telja karla eiga meiri möguleika á starfsframa en konur. Yngsti aldurshópurinn, 18 til 25 ára, telur það þó síst vera og vekur það vonir um að einhver breyting sé þegar að eiga sér stað. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.