Vera


Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 36

Vera - 01.04.2002, Blaðsíða 36
Vissir þú... að þegar kona er búin að tilkynna yfirmanni sínum að hún sé þunguð á að framkvæma áhættumat á vinnustaðnum til að ganga úr skugga um að vinnan sé í lagi fyrir konuna. Ef hún reynist ekki í lagi á annað hvort að hagræða í starfinu eða fá konunni önnur verkefni. „Þetta er ekki gert því það er ekki til neinn formlegur farvegur fyrir þetta áhættumat. Þetta ákvæði er í fæð- ingarorlofslögunum og ekki hefur verið skilgreint hvaða aðilar séu til þess færir að framkvæma þetta áhættu- mat. Framkvæmdina vantar því alveg," segir Valgerður. „Blákaldur veruleikinn er sá aö ef konur geta ekki verið í starfinu sínu, eða það er álitamál, þá sjúkraskrifa lækn- ar þær. Þá fá þær sjúkradagpeninga sem eru lægri en laun. Þar af leiðandi verður fæðingarorlofiö þeirra líka lægra því það reiknast af launum síðustu sex mánaða fyrir fæðingarorlof. Auk þess eru þær að ganga á sjúkradagpeningarétt sinn í stað þess aö vera í hag- ræddri vinnu. Hins vegar þekkja konurnar sjálfar ekki þennan rétt nógu vel enda er hann tiltölulega nýtil- kominn. Mæðraverndin þekkir þetta ekki heldur nógu vel, né heldur læknar. En ég tel fulla ástæðu til þess að vekja athygli kvenna á þessum réttindum." stytta vinnuviku, lengja fæðingarorlof í áföngum, útrýma biðlistum leikskóla, stuðla að því að grunnskóli og vinnu- markaður starfi í takt, skilgreina mörk og heimastað uppeld- isábyrgðar betur og breyta viðhorfi til fjölskyldulifs þannig að það verði sjálfsagt forgangsmál. En eru þetta raunhæf markmið? „Ég tel að þau ættu að vera það en þau hafa ekki verið sett fram sem slík, þetta er eitthvað sem kemur upp í um- ræðunni endrum og sinnum. Mér finnst það mjög merkilegt að það skuli ekki vera talað um þetta vegna þess að við vinnum miklu lengri vinnuviku en aðrir og erum með hæstu fæðingar- tíðni hjá konum í ESB og EFTA lönd- unum. Ég myndi vilja fá fram um- ræðu um þessa möguleika því ég held að það séu svo mörg rök fyrir því til dæmis að stytta vinnuvikuna. Bæði fjölskyldurök og líka efnahagsrök því fólk fer að vinna verr þegar vinnutíminn er orðinn of langur. Ég tek það þó fram að samtökin Barnaheill hafa styttri vinnudag foreldra á stefnuskrá sinni. Stjórnmálamenn taka ekki róttæka afstöðu í þessum málum. Þeir tala um fjölskylduna á tyllidögum og sýna aldrei neikvæða afstööu en þegar kemur að aðgerðum eru þær afar litlar. í íslensku samfélagi er fjölskyldan talin Mér finnst þaö mjög merkilegt aö þaö skuli ekki vera talaö um þetta vegna þess aö viö vinn- um miklu lerrgri vinnuviku en aðrir og erum meö hæstu fæö- ingartíðni hjá konum í ESB og EFTA löndunum. Ég myndi vilja fá fram umræðu um þessa möguleika því ég held aö þaö séu svo mörg rök fyrir því til dæmis aö stytta vinnuvikuna. vera sjálfgefin stærð og rikjandi viðhorf að fjölskyldan sé ei- líf sem stofnun og spjari sig sjálf. Það er auðvitað verið að pota áfram einu og einu máli og ýmsu hefur miðað ágæt- lega áfram en ég myndi vilja sjá miklu meira gerast. Til dæmis vitum við alltof lítið um innviði fjölskyldunnar, okk- ur vantar fjármagn til að gera grundvallarrannsóknir, safna gögnutn og gera góða úttekt á ytra umhverfi fjölskyldna í efnahagslegu tilliti og hvað þjónustu varðar. Þá vantar okk- ur upplýsingar um hvernig fólk ver tíma sínum, hvað það er í klemmu með o.s.frv. Slíkar upplýsingar eigum viö síðast í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði árið 1988 og skilaði dágóöum upplýsingum, en síðan eru nærri 15 ár." Valgerður segir einnig mikilvægt að lögum sé framfylgt. „Nú kreppir að á vinnumarkaði og það heyrist í vaxandi mæli af því að brotið sé á réttindum kvenna. Til dæmis réttinum til þess að tillit sé tekiö í starfi til þungunar, en í staðinn sé reynt að ýta þeim burtu af vinnustöðum. Þetta er veruleg afturför og þarna erum við komin að þeirri fjölskylduábyrgð sem er og verður alfarið kvenna, að ganga með börnin." Sveitarfélögin fara af staö Fjölskylduráð er fimm manna nefnd sem skipuð var 1998 og starfar á vegum félagsmálaráðuneytisins á grundvelli þings- ályktunar frá 1997 um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til aö styrkja stöðu fjölskyldunnar. Þessi þings- ályktun er afurð af Ári fjölskyldunnar árið 1994 en þá var unnin stefnumarkandi fjölskylduvinna. Ráðið starfaði innan félagsmálaráðuneytisins þar til síðastliðið haust að Valgerð- ur var ráðin í hálft starf. Garðabær var fyrsta sveitarfélagið til að móta fjölskyldustefnu og Akureyrarbær hefur bæst í hópinn. „Hlutverk fjölskylduráðs er að hvetja til mótunar slíkrar stefnu sem víðast, þannig að sjónarhornið sé á fjölskylduna. í haust var ég að vinna stuðningsplögg handa sveitarfélög- um til að auðvelda þeim þessa vinnu, svara ýmsum spurn- ingum sem koma upp þegar fólk er að leggja af staö og eins að draga saman hvernig gott vinnulag gæti verið. Ég styðst þá við reynslu Garöabæjar og Akureyrarbæjar svo að braut- ryðjendavinnan skili sér áfram. Sveitarfélögin eru að fara af stað, hægum og rólegum skrefum, hvert á fætur öðru. Sveit- arfélög veita fjölskyldum mikla og margvíslega þjónustu og það er mjög eðlilegt að þau geri þetta til að skerpa á þjón- ustu sinni. Lagt er upp úr því að fjölskyldustefna sé mótuð á forsendum hvers sveitarfélags og það sama gildir um aðra aðila, til dæmis fyrirtæki, stofnanir eða stjórnmálaflokka." Beinist bæöi að konum og körlum „Maður les það í raun í gegnum hverja aðgerðina á fætur annarri að hún beinist bæði að konum og körlum og ég held að það sé ekki hægt að gera uppeldishlutverkið sýnilegra nema ná til karlanna líka. Þeir eru líka í skotlínunni og vilja láta ná í sig, vilja vera með. Þeir eru tvímælalaust að sækja í sig veðrið og er það mjög ánægjulegt. En það þarf auðvit- að ákveðnar stjórnvaldsaðgerðir líka til þess að hvetja þetta áfram. Það merkilegasta sem þar hefur gerst lengi er breyt- ingin sem var gerð á fæðingarorlofi. Það hefur auðveldað feðrum að koma meira inn á þeim vettvangi og þess vegna tekur hærra hlutfall af þeim fæðingarorlof en áður var. Þannig kynnast þeir foreldrahlutverkinu betur frá því fyrsta og það hvetur þá án efa til þess að axla meiri fjölskyldu- ábyrgð." o 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.