Vera - 01.04.2003, Page 8
/ SKYNDIMYND
»Hafdís Bjarnadóttir er 25 ára rafgítarleikari sem útskrifaðist á síðasta ári
frá FÍH. Hún er uppalin Breiðhyltingur og gekk í Fjölbrautaskólann í Breið-
holti. Hún vinnur nú sem kennari við Tónlistarskóla Árbæjar og aðstoðar
einnig eldri borgara í handavinnu. »Ég mælti mér mót við Hafdísi í mið-
bæ Reykjavíkur og lagði fyrir hana nokkrar spurningar til að forvitnast um
tildrög þess að hún gerðist rafgítarleikari.
Valgerður B. Eggertsdóttir
4,
Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að læra á gítar?
Ég fór í F(H þegar ég var 18 ára. Ég hafði þá verið í tvö ár á mynd-
listarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og ákvað að prófa
tónlistarnámið með. Ég fór í inntökupróf, sem var mikið stress
þar sem það komast ekki margir inn á ári. Ég var því mjög ánægð
að ná því og komast inn. Ég datt alveg strax inn í skólann, var
rosalega ánægð og fannst þetta ekta fyrir mig. Ég kláraði hins
vegar líka myndlistarbrautina en gerði ekkert meira með það,
hélt bara áfram i tónlistinni. Ég útskrifaðist sem kennari sex árum
síðar og ári seinna sem rafgítarleikari.
Nú gafstu út disk á síðasta ári, hvernig gekk það?
Það gekk bara vel, myndbandið sem ég gaf út við lagið Froska-
blús hefurfengið ágætis athygli og fína spilun á Skjá Einum. Ég
er mjög ánægð með það. Diskurinn hefur gengið ágætlega en
ég hef ekkert verið að fylgjast með sölutölum.
8 / skyndimynd / 2. tbl. / 2003 / vera