Vera


Vera - 01.04.2003, Síða 9

Vera - 01.04.2003, Síða 9
i Kemur þú mikið fram og ertu dugleg að halda tónleika? Ég er alls ekki nógu dugleg að halda tónleika. Ég er búin að vera sérstaklega löt síðan í október en það er að hluta til af því að ég meiddi mig í hendinni og hef þurft að hvíla mig. Það er hins veg- ar að lagast þannig að bráðum fer ég að verða dugleg aftur. Hvað ertu annars að gera þessa dagana í tónlistinni? Nú er ég mest að spila með Ragnari kærasta minum og Þóru Björk Þórðardóttur, en við erum svona gítartríó og Þóra syngur líka. Við spilum frumsamda tónlist sem er að mestu eftir Ragnar en við Þóra reynum að semja iíka. Síðan er ég líka að spila mína e|gin tónlist með hinum og þessum sem ég næ að plata í það. Ég er líka að klára að skrifa nótur með tónlistinni af disknum mínum, því ég er að aðlaga tónlistina að sex manna hljómsveit sem er að fara með mér til Svíþjóðar í lok maí. Við erum að fara að spila á hátíð sem verður í Stokkhólmi. Hvernig kom Svíþjóöarferöin til? Smekkleysa kom mér í samband við mann sem er að skipuleggja Þessa hátíð. Ég er að fara ásamt öðrum (slenskum hljómsveitum, m.a. Apparat orgelkvartett og Ske. Þetta er (slandshátíð sem verður haldin í garði í Stokkhólmi. Það hafa nú ekki margar stelpur lagt fyrir sig rafmagnsgítarleik. Nei, alla vega ekki svo ég viti til. Það eru þó einhverjar og örugg- lega fleiri en maður heldur. Þetta er alla vega að aukast og mað- ur verður meira var við það núna. Þú hefur eitthvað komið fram sem trúbador, er það ekki? Það er nú reyndar svolítið langt síðan, ætli það hafi ekki verið þegar ég var um 16 ára aldur. Ég gerði eitthvað af því. Mér fannst það bara svo stressandi að vera alein að syngja oig spila og halda athyglinni ein allan tímann. Ég höndlaði ekki stressið og hætti því alveg. Varstu þá að koma fram með eigið efni? Það má eiginlega segja að það hafi verið í bland. Síðan hef ég tekið sum af þessum trúbador lögum sem ég samdi og gert þau instrumental fyrir hljómsveit. Hvenær byrjaðir þú að semja eigin tónlist? Ég var svona 7 ára þegar ég samdi mitt fysta lag en næsta lag var um 13 ára. Ég sem reyndar ekki mjög mikið og mætti vera miklu duglegri við það því það er rosalega gaman. Hefur þú í hyggju að gefa út annan disk í bráð? Það má eiginlega segja að ég sé að safna kröftum í það. Síðasti diskur var mikil vinna, fjárútlát og annað slíkt. En ég á örugglega eftir að gefa út annan disk, á meðan er ég að safna hugmyndum og kröftum. Þangað til næsti diskur kemur út þá hvet ég alla til að kaupa disk Hafdlsar og grípa þau tækifæri sem fást til sjá hana á sviði. vera / skyndimynd / 2. tbl. / 2003 / 9

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.