Vera - 01.04.2003, Page 12
Af hverju valdirðu stjórnmálafræðina?
Ég hafði áður tekið nokkurn þátt í pólitík en þegar ég hóf nám í
stjórnmálafræði komst ég að því að mér þótti hún mikið
skemmtilegri og ekki jafn einhæf. Ég held að ég hafi orðið fyrir
miklum áhrifum af móður minni. Henni fannst að maður ætti að
rækta tengsl viðfólkog gefa af sjálfum sér. Að vera kennari snýst
um það að vinna með fólki til að skapa eitthvað frjótt. Ég byrjaði
snemma að kenna, um 1971, og fannst það mjög gefandi og
skemmtilegt. Mér fannst stjórnmálafræðin gefa mér tækifæri til
að fá borgað fyrir að vera forvitinn. I pólitík ríkir hins vegar mikil
harka, mikil valdabarátta, þannig að ef ég vil fegra söguna þá
myndi ég segja að mér hafi fundist að kennslan væri meira gef-
andi og ég gæti ræktað fleiri hliðar í sjálfum mér. Ekki bara hina
karllægu eiginleika, heldur líka hina kvenlegu.
Hvað finnst þér um þá markaðsvæðingu kynlífs sem mikið
ertalað um núna?
Klámvæðing þjóðfélagsins var bókstaflega óþolandi fyrir nokkru,
studd af þessari hráu túlkun á frelsishugtakinu. Súludansstaðir,
vændi og fíkniefni var alltsaman lofað og sagt að þetta tilheyrði
nútímanum. Vert er að minnast á þátt flugfélagsins sem auglýsti
VIÐ ÞURFUM AÐ VANDA VEL ÞAU SKILABOÐ SEM VIÐ
SENDUM UNGU FÓLKI. AÐ HAMPA VÆNDI OG KLÁMI ERU
AUÐVITAÐ SKÝR SKILABOÐ. ÉG TEL AÐ VÆNDI NIÐUR-
LÆGI ALLTAF BÆÐI ÞANN SEM KAUPIR OG SELUR.VÆNDI
ÁN NIÐURLÆGINGAR ER ÞVÍ EKKI TIL
Gullverðlaunahafar íslenska landsliðsins í matreiðslu nota eingöngu KitchenAid
blandara og hrærivélar. ^ « ,,, , .. r
Geröu lika krofur
- veldu KitchenAid!
//I1
Einar Farestveit & Co.hf.
BORGARTÚNI 28 • 105 REYKJAVlK • SlMAR: 56 22 900 56 22 901
blandarinn
sá öflugasti
og ímynd
þess besta!
Verð frá
kr. 13.205 stgr
Fæst
í ýmsum
litum
„One night stand" og fleira slíkt. Þetta var mjög niðurlægjandi
fyrir konurog þjóðfélagið. Ég varðfyrir miklum vonbrigðum með
hvemig borgaryfirvöld létu þetta yfir sig ganga á þeim forsend-
um að ekkert væri hægt að gera. Mér fannst neikvæðast þegar
látið var sem það tilheyrði nútímanum og siðuðu þjóðfélagi að
fólk hefði enga blygðunartilfinningu. Eins og eðlilegt væri að
kynlíf, líka ofbeldisfullt kynlíf, væri haft til sýnis. Þetta hömluleysi
hefur haft fyrirsjáanlegar afleiðingar. Núna er að koma f Ijós fjölg-
un á nauðgunum, hópnauðganir og ofbeldisverk sem ekki
þekktust áður. Umræðan um orsakatengsl er auðvitað flókin. En
mælanleikinn er ekki aðalatriðið heldur þau skilaboð sem send
eru með því hvað sé leyft og hvað ekki. Við þurfum að vanda vel
þau skilaboð sem við sendum ungu fólki. Að hampa vændi og
klámi eru auðvitað skýr skilaboð. Ég tel að vændi niðurlægi alltaf
bæði þann sem kaupir og selur.Vændi án niðurlægingar er því
ekki til.
Telurðu að konur og karlar séu ólík sem leiðtogar?
Konur virðast ekki bara hugsa um árangur á tölulegum mæli-
kvarða heldur líka um mannleg samskipti á vinnustaðnum. Þessu
hafa hluthafar og eigendur fyrirtækja víða um heim verið að átta
sig á að undanförnu og nú ertalað um að góðir stjórnendur þurfi
að hafa bæði karllega og kvenlega eiginleika. Geta sett sér mark-
mið og haldið sig við þau, sýnt ákveðna hörku og ákveðni en
jafnframt sýnt sveigjanleika og hlúð að mannlegum samskipt-
um. Meginástæða þess að fólk hættir í starfi er óánægja með yf-
irmenn og það er mjög dýrt að þjálfa nýtt starfsfólk. Það er því
vel þess virði að rækta vinnustaðinn sem samfélag sem stjórnað
er með samráði en ekki valdboði. Þetta skiptir máli því vinnuafl
nútímans vill sveigjanleika, góð laun og hafa eitthvað um það að
segja hvernig vinnustaðurinn er rekinn. Yfirmenn verða að koma
til móts við kröfurnar og búa til þetta umhverfi, ella fer fólkið.
Hvaða þættir eru það sem skipta máli fyrir setu kvenna
á þingi?
(löndum þar sem hlutur kvenna á þingi hefur verið jafnaður hafa
flokkarnir ekki endilega verið lagalega knúnir til þess. Þeir hafa
einfaldlega ákveðið að konur skuli hafa jafnan aðgang. Þetta er
hinn pólitíski vilji, hann skiptir ótrúlega miklu máli. Hann getur
brotið niður allar hindranir við að fjölga konum. Flokkarnir gera
þetta ekki endilega af því þeim þyki svo vænt um konur heldur til
þess að ná árangri í kosningum, því flokkar þurfa á konum að
halda til að sigra kosningar.
Ertu sammála því að það vanti ekki fleiri konur á þing
heldur fleiri femínista?
Nei, og mér finnst varhugavert af femínistum að flokka konur
svona niður. Krafan á að vera sú að fjölga konum því kynið skipt-
ir máli, hvað sem fólk annars kallar sig. Sem dæmi má taka af Sól-
veigu Pétursdóttur sem kallar sig líklega ekki femínista en hún
hefur að mínu mati staðið vaktina fyrir málstað kvenfrelsis og
jafnréttis ágætlega. Hún hefur reynt að hamla gegn klámvæð-
ingunni, stutt bannið við súlnadansinum og hún skipaði konu,
Ingibjörgu Benediktsdóttur, sem hæstaréttardómara. Ekki nóg
með það heldur er Ingibjörg líka femínisti.
I' rannsókn sem náði til allra Norðurlandanna, utan íslands,
kom I Ijós að 60% kvenna á þingi vildu setja jafnréttismál efst á
forgangslistann í löggjafarstarfsemi en aðeins 6% karlanna. Ég
yrði því mjög undrandi ef fjölgun kvenna breytti engu í jafnrétt-
ismálum. Ég veðja einfaldlega á konur í pólitík. X
12/ karlveran / 2. tbl. / 2003 / vera