Vera


Vera - 01.04.2003, Page 17

Vera - 01.04.2003, Page 17
/HOLDAFARS DÓMSTÓLLINN »Mannslíkaminn er eitt af lykiltáknunum í mannlegum samfélögum. Með því að lesa í líkamann má ráða í reglur og siði samfélagins en líkaminn er einnig vitnisburður um ríkjandi hugmyndir hvers tíma um fegurð, kyngervi, dyggðir og hreysti. Við gerum lík- amann að tákni félagslega og efnahagslega stöðu okkar, kvenleika eða karlmennsku. Hinn grannvaxni, stælti og vel hirti líkami vitnar um sjálfstjórn, viljastyrk og vel- gengni í samfélaginu á meðan skvapkenndir, of feitir líkamar eru tengdir við hömlu- leysi og græðgi og kalla fram hneykslun og fordæmingu. í vestrænum samfélögum eru möguleikarnir til að öðlast líkamlega fullkomnun nánast endalausir en þeir kosta bæði fé og tíma. + Meðallíkami er ekki einhver hlutlaus líffræðileg staðreynd heldur fyrst og síðast menningarlegt sköpunarverk enda hafa hugmyndir um það hvernig fallegir eða heilbrigðir líkamar líta út tekið margháttuðum breytingunr í gegnurn söguna. Svokölluð líkams- niannfræði, sem varð mikilsvirt fræði- grein á seinni hluta 19. aldar og fram á 20. öld, átti sinn þátt í því að móta vit- undina um hinn staðlaða líkama. Fræðigreinin gekk út á það að mæla niannslíkamann í bak og fyrir. Niður- stöðurnar voru svo notaðar til að sýna frarn á mismun á milli kynþátta og á milli karla og kvenna. En mælingarnar fæddu einnig af sér hugmyndir urn það hvernig hinn eðlilegi líkami ætti að líta út. Síðan hafa vísindin reglulega fagt franr staðlaða kvarða um eðlilega Þyngd miðað við hæð, ásamt og með nákvæmum leiðbeiningum um hvað má og nrá ekki borða til þess að við- halda ákjósanlegunr líkamsvexti. Sjálf man ég eftir því í grunnskóla að við upphaf skólaársins var drcift lítilli bók scm hét Kompan. Auk þess að vera stundaskrá hafði Kompan að geyma ýmsar handhægar upplýsingar fyrir grunnskólabörn. Þar á meðal voru töflur um eðlilega þyngd miðað við hæð og aldur. Alltaf var jafn spennandi að máta eiginn líkama við töflurnar til að sjá hvort maður félli inn í normið. Slíkt var þá staðfesting á því að maður væri normal, eins og allir hinir. Krakk- arnir sem féllu utan við hinn uppgefna skala voru hinsvegar á einhvern hátt misheppnuð, fitubollur sem féllu utan við meðalkúrfuna. Small, medium og large Ákveðin grundvallarbreyting varð á allri afstöðu til líkamans á seinni hluta 19. aldar. Fram að því hafði hin kristna hugmynd um að sálin væri einstök og engar tvær manneskjur eins einnig náð yfir mannslíkamann. Fyrir vikið þótti sjálfsagt að föt væru klæðskerasniðin að þörfum margbreytilegra líkama. Ef líkaminn var stór eða hlutföllin skrítin var saumaskapurinn miðaður við það. Allir (eða að minnsta kosti þeir efna- meiri) gátu því fengið á sig föt sem smellpössuðu. I bandaríska þræla- mittismáls, armlengdar og axlabreidd- ar og að hlutföllin þarna á milli voru ótrúlega áþekk frá einunr manni til annars. Formúlan um eðlileg líkams- hlutföll sem þarna kom í ljós varð síð- ar meir sú undirstaða sem verksmiðju- væddur fataiðnaður byggðist síðar á og við upphaf 20. aldar var í fyrsta skipti hægt að kaupa tiltölulega ódýr verksmiðjusaumuð tískuföt. Upp frá því varð sú grundvallarbreyting á að nú átti líkaminn að passa í fötin en ekki fötin á líkamann. Með fjöldafram- leiddum tískufötum urðu til staðlaðar stærðir og mannfólkinu var skipt upp í þrjá meginflokka - small, medium og large. Hin smávaxna og fíngerða kona varð snemma holdgerving hátískunn- Þorgerður Þorvaldsdóttir MEGRUN EÐA AÐHALD, LÍKAMSRÆKT OG SILÍKON- AÐGERÐ ERU ALLT VIÐURKENNDAR LEIÐIR TIL AÐ MÓTA LÍKAMANN, OG UM LEIÐ SJÁLFSMYNDINA, AÐ ÞEIRRI ÍMYND SEM VIÐ SJÁLF OG SAMFÉLAGIÐ ÞRÁUM OG DÁUM OG HVARVETNA BLASA VIÐ. stríðinu laust eftir rniðja 19. öld, þegar þúsundir karlmanna voru mældir í bak og fyrir til þess að hægt væri að sauma á þá vel sniðna hermannabún- inga, uppgötvaðist hinsvegar í fyrsta skipti að það var ákveðin fylgni á milli ar. Eftir því sem leið á 20. öldina átti hún þó bæði eftir að hækka og grenn- ast. Stórvöxnum konurn hefur hins- vegar frá upphafi verið ýtt til hliðar. Tískuföt eru ekki framleidd í stórurn stærðum og þær sérverslanir sem 4 vera / holdafarsdómstóllinn / 2. tbl. / 2003 / 17

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.