Vera


Vera - 01.04.2003, Qupperneq 21

Vera - 01.04.2003, Qupperneq 21
/ HOLDAFARSDOMSTOLLINN sé það núna að ég hef ekki verið feit. Ég hef verið ákaflega venjuleg. En mér fannst ég feit. Mig dreymdi sjálfa mig í þröngum hlýrabolum í skærum litum. I draumunum var ég grönn og brjóstin á mér voru ekki svona stór og illvið- ráðanleg. Síðan hefur þetta fylgt mér eins og mömmu. Mér hefur alltaf fundist ég aðeins of feit og mig hefur alltaf langað að verða grennri. Ég drakk það bók- staflega með móðurmjólkinni að það skiptir miklu máli að vera grannur. heir sem eru búttaðir, þybbnir, þrýstn- lr eða feitir liggja undir ámæli fyrir að hafa misst stjórn á lífi sínu, að vera óhamingjusamir og vesælir. Meira að segja gamansemi feitra er talin vera hálfgert sjúkdómseinkenni: „Það er svona þetta feita fólk, það reynir að beina athyglinni frá fitunni með því að vera fyndið í sífellu.1' Grönn og flott og æðisleg Fyrir nokkrum árum tók ég mig sam- an í andlitinu og ákvað að við svo búið mætti ekki standa. Ég fór í massíft að- hald. Ég gerði allt sem ég á að gera samkvæmt bókinni. Ég fór að ganga rosalega mikið og rösklega, ég gerði leikfimiæfingar sem ég hafði hannað »ollbæmæself‘ heima í stofu á kvöldin, ég tók góðan tíma í að elda stórkost- lega hollan mat og borðaði ALDREI kartöfluflögur, feita osta, súkkulaði og hvað það nú er allt sem maður má ekki borða. Ég var stödd í öðrum landshluta þar sem ég þekkti engan og einbeitti ■nér því bara að aðhaldinu. Ég gerði það að fullu starfi að koma mér í form. Nokkrum mánuðum seinna og tíu kílóum léttari fór ég aftur suður og hitti vini mína, fyrrum vinnufélaga og hunningja, ættingja - alla sem ég þekkti og allir sem ég þekkti höfðu orð a því hvað ég væri grönn og flott og sðisleg. Algengt viðkvæði var: „Rosa- 'ega hefurðu grennst! Þú ert bara alveg að hverfa!" En þetta var sagt eins og sú staðreynd væri yfirmáta jákvæð. „Viltu að ég hverfi?“ sagði ég í gríni við eina vmkonu mína sent hrósaði mér með þessum orðum og hún varð ansi kind- arleg. Ég var áfram grönn og allir sem ég mætti hrósuðu mér fyrir gott og hraustlegt útlit. Sögðu að mér liði áreiðanlega vel og mér gengi líklega allt í haginn fyrst ég liti svona rosalega vel út. Mér varð ekki um sel. Á þessu tíma- bili var ég í mikiu ráðaleysi með hvað ég ætti fyrir mig að leggja í lífinu, ég drakk allt of mikið, reykti allt of mikið og hafði verið hjá lækni vegna maga- meins sem rakið var beint til tauga- veiklunar og kvíða. Mér fannst óhani- ingjan Ieka af mér, en ég var óneitan- lega grönn. Ég kom hlutunum ekki heim og saman fyrr en ég var komin út úr ástandinu og hafði aftur safnað nokkrum velmegunarkílóum. Mér leið óskaplega vel, ég hafði loksins áttað mig á því hvað ég vildi gera að ævi- starfi mínu, ég var í hamingjusömu sambandi, hætt að drekka og reykti bara stöku sinnum og kvíðinn var til- finning sem ég þekkti varla lengur. En nú bar svo við að enginn hrósaði mér lengur fyrir gott útlit. Hins vegar mátti heyra skrýtinn undirtón í máli fólks ustu vandræðum með að fá á mig föt sem mig langar í. Tískan er magabuxur og magabolir, sem þvert á heitin gera ekki ráð fyrir því að konur séu með maga. Ég hóf leit að hvítri skyrtu á dögunum og sá eina flotta í GK, sem meira að segja var á viðráðanlegu verði. Minnug fyrri verslunarferða tók ég L með mér inn í klefann en skyrtan var heldur þröng yfir brjóstkassann. Ég spurði af- greiðslustúlkuna hvort ekki væri til stærri, en hún sagði: „nei“. Ég beið þess að hún segði: „Þetta eru nú svo lítil númer," eða „Við fáum XL í næstu viku,“ en hún lét neiið duga. Ég fór sneypt útúr búðinni því að í huga mín- um þýddi þetta einfalda og hranalega nei eftirfarandi: „Þú ert feitari en þú átt að vera. Þú skalt ekki halda að við framleiðum skyrtur fýrir svo afbrigði- legar mannverur.“ Ég tók mér nokkurra daga hlé á skyrtuleitinni meðan ég var að jafna mig. Hvítu skyrtuna fann ég svo í Pol- arn og Pyret og varð glöð þar til af- greiðslustúlkan benti mér á að skyrtan væri ætluð fyrir ófrískar konur. Samt var þessi afgreiðslustúlka svo góð að ÉG DRAKK ÞAÐ BÓKSTAFLEGA MEÐ MÓÐURMJÓLKINNI AÐ ÞAÐ SKIPTIR MIKLU MÁLI AÐ VERA GRANNUR. ÞEIR SEM ERU BÚTTAÐIR, ÞYBBNIR, ÞRÝSTNIR EÐA FEITIR LIGGJA UNDIR ÁMÆLI FYRIR AÐ HAFA MISST STJÓRN Á LÍFI SÍNU, AÐ VERA ÓHAMINGJUSAMIR OG VESÆLIR. þegar það talaði við mig á persónuleg- um nótum. Það virtist stöðugt vera að veita mér leiðbeiningar um hvernig ég gæti hreyft mig á skemmtilegan hátt: „Það er ofsalega góð hreyfmg að hjóla í vinnuna," eða „Hefurðu prófað að fara í sund reglulega?" og eins og kona nokkur sagði við mig uppúr þurru: „Það er leiðinlegt þegar ungar konur fara að safna utaná sig spiki sem síðan er ekkert grín að losa sig við“. Óléttuskyrtan í Polam og Pyret Ég er enn nokkuð langan veg frá því að fólk bendi á mig á götu og segi: „Sjáið þessa feitu þarna!“ Samt á ég oft í stök- hún sagði að skyrturnar væru mikið teknar af venjulegum konum eins og mér vegna þess hve erfitt það væri fyr- ir þær að fá á sig föt í tískuverslunum. Við þessa staðfestingu á einhverju sem ég veit ekki hvað er, þá small eitthvað í hausnum á mér. Það rann á mig æði og ég keypti mér ekki aðeins hvíta skyrtu heldur líka svarta og rauða og svo kjag- aði ég út með skyrtur handa mömmu, ömmu og tengdamömmu. Ég er ánægð í óléttuskyrtunni minni þó að ég ætli mér ekki að verða ólétt aftur. Ég er nefnilega venjuleg kona. X vera / holdafarsdómstóllinn / 2. tbl. / 2003 / 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.