Vera


Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 31

Vera - 01.04.2003, Blaðsíða 31
Ræða Kristínar Ásu Einarsdóttur á framhaldsstofnfundi Feministafélags íslands í Hlaðvarpanum 1. apríl 2003 Það er mér sönn ánægja að standa hér °g fá að taka þátt í þessari kröftugu femínistabylgju sem er greinilega kom- ln af stað. Eftir fyrri stofnfund Fentínistafélags íslands hef ég verið spurð að því nokkrum sinnum hvers yegna í ósköpunum verið sé að stofna þetta félag. Svona rétt eins og við öll hér inni séum illa haldin af ímyndun- arveiki á háu stigi. Það er því best að kíkja aðeins á af hverju við finnum °kkur knúin til að halda baráttunni áfram. Samkvæmt nýrri rannsókn um launamismun kynjanna kentur í ljós að konur eru með 24% lægri laun en karlar í opinbera geiranum og 27% í einkageiranum að teknu tilliti til vinnutíma. Þegar tekið hefur verið til- ht til hefðbundinna skýribreyta, svo sem starfs, menntunar og starfsaldurs, vtrðist munurinn á launum karla og kvenna liggja á bilinu 13 - 16 %. Femínískir hagfræðingar hafa hins- vegar sett stórt spurningarmerki við þessar skýribreytur. Og full ástæða er t’l að taka undir þá gagnrýni. Hinn skýrði launamunur er nefnilcga ekki endilega eðlilegur og sanngjarn. Telst hjúskaparstaða eða barnafjöldi til dæntis eðlileg skýribreyta? Er réttlæt- a,ilegt að nota einhverjar svona skýr- 'ngar til þess að réttlæta hluta laun- munarins eins og gert er? Menntun kvenna skilar til að mynda konum ekki somu laununt eða sömu störfum og hún skilar körlum. °g sú staðreynd að hcfðbundin karlastörf eru betur launuð en hefð- bundin kvennastörf segir okkur allt sem segja þarf um mat samfélagsins á vinnuframlagi karla og kvenna. Það hefur sýnt sig að konur eru minna metnar þegar kemur að ráðn- ingum. Rannsóknir hafa sýnt að karl- rnenn ráða frekar karlmenn til starfa en konur. Og konur eru minna metnar í ráðningarviðtölum en karlar þótt menntun og reynsla sé hin sama. Þetta staðfesta nýlegar rannsóknir félags- fræðingsins Judith Lorber. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar við skoðurn valdastöður. I Kauphöll Is- lands eru til að mynda nú skráð 63 fyr- irtæki, sent eru mörg hver þau stærstu í sínum geira, og er engin kona í for- svari fyrir þau. Séu 250 stærstu fyrir- tæki landsins skoðuð kernur í ljós að í um 70% tilfella þeirra eru karlar stjórnendur en á heildina litið er hlut- fallið þannig að fjórir af hverjum fintm stjórnendum eru karlmenn. Konur eiga innan við 18% af ís- ienskum fyrirtækjum. Æðsta stjórn fjármálafyrirtækja er öll í höndum karla. Allir bankastjórar eru karlar. Af 235 forstöðumönnum ríkis- stofnana eru aðeins 44 konur. Á Alþingi eru konur nú 36,5 % al- þingismanna. Af ráðherrunum 12 eru 3 konur. Útlit er fyrir að hlutfall kvenna á Alþingi minnki eftir næstu alþingiskosningar. Menntamálaráðherra skipaði sam- eiginlega nefnd ráðuneytisins og Skrif- stofu jafnréttismála um konur og fjöl- ntiðla árið 1998. Álit og tillögur nefndarinnar komu út í febrúar 2001. Rannsókn nefndarinnar á sjónvarps- efni leiddi í ljós að konur birtast í urn 30% af útsendu efni á kjörtíma. Og þótt konur sjáist einungis í 30% tilfella á skjánum er talað ntál kvenna enn minna eða aðeins um 15% á móti 85% talaðs ntáls karla. Aldursdreifing kynj- anna er einnig ólík. Hlutfallslega flest- ar konur sem sjást í fjölmiðlunt eru yngri en 35 ára en hlutfallslega flestir karlar eru eldri en 35 ára. í rannsókn á efni dagblaða kom í ljós að hlutur kvenna er rýr. Mun meira er fjallað um karla en konur og karlar eru ntun oftar tilefni frétta en konur. Það er einkurn í málaflokkum eins og minningargreinum og slúðurfréttum þar sem konur fá tiltölulega mesta um- fjöllun. Konur og líkantar þeirra eru óspart notaðir sem hverjir aðrir persónulaus- ir kjötskrokkar í markaðstilgangi. Mörkin um hvað sé hægt að bjóða fólki upp á eru að mást út og sífellt er gengið lengra og lengra. Mikil æsku- dýrkun er viðloðandi og barnungir og örmjóir kvenlíkanrar það sem aug- lýsendur gera nreira og rneira út á. Löngu er soðið upp úr hvað varðar þessi nrál hjá femínistum eins og hin fjölmörgu bréf á umræðuvefnum fem- inistinn.is gefa til kynna. Klámbylgja hefur líka dunið yfir vestræn þjóðfélög undanfarin ár og löngu viðurkennt að konur eru frekar fórnarlömb í þessunr iðnaði en karl- menn. Myndavélalinsan er eins og auga karlmannsins „the nrale gaze", Ráðskonur félagsins, f.v. Kristín Ása Einarsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Guðrún Agnarsddóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Andrea Róberts, Salvör Gissurardóttir og Birna Þórarinsdóttir halda á talskonu félagsins Katrínu önnu Guð- mundsdóttur. vera / femínistafélag íslands / 2. tbl. / 2003 /31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.