Vera


Vera - 01.04.2003, Page 32

Vera - 01.04.2003, Page 32
/FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS þ.e. allt sýnt út frá karllægu augnaráði og sjónarhorni. Dóms og kirkjumálaráðuneytið sá ástæðu til að setja saman nefnd um klám og vændi enda klám og vændi náskylt. Hér er örlítið brot úr niður- stöðu nefndarinnar. Vaxandi framboð á x grófara efni getur breytt vitund fólks um það hvað sé eðlilegt og sjálfsagt. Þannig er líklegra að þeir sem selja eða dreifa klámi leitist sífellt við að ganga lengra og lengra í að sýna grófara oggrófara klámefni. Og nefndin telur ennfremur að eft- ir því sem umburðarlyndi fólks vaxi þá aukist framboð á grófara klámefni. Á síðasta ári fjölgaði komum til Stígamóta um 13.3%. Fjölgunin hefur verið stöðug sl. fjögur ár. Þegar tölurn- ar eru bornar saman við sl. ár er ljóst að mest fjölgun varð vegna nauðgana eða um 40%. Ég hef hér rétt stiklað á stóru um af hverju enn er þörf á femínistum og femínískri hreyfmgu. Málefnin til að takast á við eru hinsvegar mun fleiri, eins og tillögurnar að femínísku starfs- hópunum innan Femínistafélags ís- lands bera vitni um. Miklir fordómar ríkja í samfélagi okk- ur í garð femínista. Ég hef margoft lent í þessum fordómum og ég vil biðja alla hér inni sem hafa Ient í fordómum fyr- ir það að vera femínistar að rétta upp hönd! - Já þetta grunaði Guddu! Konur í kvenréttindabaráttu hafa allar lent í því að reynt sé að þagga þær niður með orðvopnum. Ég er viss um að hér inni eru margar reyndar konur sem geta sagt okkur sögur af þöggun- araðferðum sem þær hafa orðið fyrir. Mýtur um að femínistar séu húmors- lausir, ljótir, loðnir, kunni ekki ensku og séu teprur eru til að mynda vel þekktar. Ég tel mikilvægt að við sem yngri erum hlustum á hvað þær með reynsl- una hafa að segja og nýtum okkur þá reynslu sem fyrri baráttur hafa þegar aflað sér. Ég tel mikilvægt að hressa upp á ímynd femínista til að ná til breiðari hóps. Eins og staðan er í dag eru margir þegar búnir að loka eyrunum aftur áður en femínistinn hefur upp raust sína. Ég er tilnefnd sem ráðskona yfir hópi sem ber heitið fræðsla og fjöl- miðlar. Þetta finnst mér spennandi verkefni og ég hlakka sannarlega til að vinna skipulega að því með öðrum femínistum að bæta ímynd femínisnt- ans og sýna fjölmiðlum hve fjölbreyttur og frábær hópur fólks er femínistar. Ég er mjög stolt af því að vera í þessum frábæra hópi sem hér er saman kominn. Ég er sérlega ánægð með þá breidd af fólki sem hér er. Kynsióðabil skiptir ekki máli í okkar boðskap og þessi breidd verður vonandi til að slá á þær kreddur að femínistar séu þröngur hópur nokkurra sérvitringa. I raun held ég að um leið og fólk sér hve fjölbreyttur hópur femínistar eru muni viðhorfið breytast. Það er því von mín að með Femínistafélagi Is- lands verði femínistar landsins áber- andi á sem flestum stöðum og sviðum. Við höfum tölurnar og rökin fyrir þörfinni og unt leið og fólk opnar lok- uð eyrun mun fallegur boðskapurinn renna ljúft inn og á endanum verður í tísku að vera femínisti. X j Frjálslyndí flokkurinn - Aðalstræti 9 -101 Reykjavik - s. 552-2600 - www.xi.is - xf@xf.is 32 / femínistafélag íslands/ 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.