Vera


Vera - 01.04.2003, Síða 40

Vera - 01.04.2003, Síða 40
4» Þorgerður er fædd og uppalin í Reykja- vík þó að hún hafi ákveðið af ævin- týraþrá að ganga í menntaskóla á Isa- firði. En hvernig var það á þínu heim- ili? Höfðu foreldrar þínir áhuga á jafn- réttismálum? „Mamma mín, Jenný Sigfúsdóttir, var útivinnandi og hefur alltaf verið mjög sjálfstæð. Stjúpi minn, Jóhannes Einarsson, hafði fremur hefðbundnar skoðanir, þó að það hafi verið sjálfsagt að mamma ynni úti. Ég er alin upp í Vogahverfinu og ég man að í mínum kunningjahópi var þetta fremur sjald- gæft í kringum 1970. Flestar mínar vinkonur áttu heimavinnandi mömmu en mín mamma rak fyrirtæki og það var alltaf mikið athafnabrölt á henni. Ég er því alin upp við það að konur geti það sem þær ætla sér og það er ekki slæmt veganesti.“ Hugfangin af félagsfræði Þú lýkur menntaskóla en hvenær fórstu að mynda þér skoðanir á því sem þú ætlaðir að læra? Hvað þú ætl- aðir að verða þegar þú yrðir stór? „Ég hélt að ég ætlaði að verða sál- fræðingur og las sálfræði heilan vetur við háskólann í Gautaborg, en svo las ég einn skyldukúrs í félagsfræði og ég fest- ist þar. Það heillaði mig svo óskaplega að koma auga á samfélagið í manninum og manninn í samfélaginu. Ekki bara skoða einstaldinginn heldur gera mér grein fyrir þeim öflum sem stýra okkur án þess að við sjáum það. Allt það sem maður festir ekki hendur á. Mér fannst sálfræðin skemmtileg en með því að velja félagsfræðina var ég að velja leið sem var passlega óræð og hafði passlega mikla sköpun í sér. Það átti mikið betur við mig og ég varð hreinlega hugfangin af félagsfræði," segir Þorgerður og ljómar eins og sólin. „Ég varð uppnum- in og hef verið síðan. Ég er félagsfræð- ingur í húð og hár!“ Varstu fljót að finna hinn kynjafræði- lega flöt sem þú einbeittir þér að síðar? ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT AÐ FINNA HINAR RAUNVERULEGU HINDRANIR í STAÐ ÞESS AÐ BÍÐA BARA OG VONA. AÐ SKÝRA HVERS VEGNA AÐ UM LEIÐ OG FORMLEGT JAFNRÉTTI NÆST Á EINU ÞREPI ÞÁ BIRTIST ÞAÐ Á NÆSTA ÞREPI í EINHVERJU ÖÐRU FORMI „Já, alveg um leið. Um leið og ég fór í háskóla man ég varla eftir einni ein- ustu ritgerð sem ég gerði án þess að hafa þar kynjasjónarmið að leiðarljósi. Jafn- réttis- og kynjapælingar hafa fylgt mér alveg frá byrjun. Fyrsta ritgerðin sem ég las í sálfræðinni var t.a.m. um kynhlut- verk en þá var umræða um kynhlutverk í hámarki. Svo þegar ég kom yfir í fé- lagsfræðina var ég að verða pólitískt meðvituð, það spilaði líka inn í.“ Þú segir pólitískt meðvituð. Hefurðu einhvern tíma tekið þátt í flokksstarfi? „Nei, aldrei. En ég hef gjarnan verið þátttakandi í einhvers konar grasrótar- starfi. Úti var ég í umhverfishreyfmgu gegn kjarnorku og það má segja að ég hafi verið eins máls manneskja í aktív- isma. Ég var fulltrúi námsmanna í Gautaborg í SÍNE og síðan fór ég í stjórn SÍNE. Það er mikið að gerast í hjartanu og höfðinu á manni þegar maður verður pólitískt meðvitaður en mér hefur samt aldrei fundist ég passa inn í neinn flokk. Stundum langar mig að blanda tveimur saman en eftir að Kvennalistinn leið undir lok ákveð ég mig bara fyrir hverjar kosningar og þarf þá að vega og meta fólk og mál- efni. Ég gekk t.d. aldrei í Kvennalist- ann, bæði vegna þess að ég var svo lengi erlendis en einnig vegna þess að það höfðar ekki til mín að sýna ein- hverjum flokki hollustu og hafa skoð- anir í samræmi við stefnu hans.“ Með nýfædda tvíbura í doktorsnámi Þú hefur afmarkað þitt svið fljótlega en það var ekkert til sem hét kynjafræði. Hvenær fékk svið þitt nafn? „Ég útskrifaðist 1982 úr grunnnámi með lokaritgerð um vistfemínisma, eða ekofeminisma, og ekki er hægt að segja annað en það hafi verið kynjafræðileg ritgerð. Það voru að byrja kúrsar í kvennafræðum þegar ég var að hefja framhaldsnám, 1983 - 1984, en þá var ég um það bil að eiga fyrsta barnið mitt og vildi fara heim til íslands, ákveðin í að leggja námið á hilluna. Mig langaði ekki að koma heim með doktorspróf í einhverju fagi án þess að hafa verið á vinnumarkaðinum. Mig langaði að verða fullorðin heima á Islandi og lifa fullorðinslífi áður en ég tæki ákvörðun. Kannski var þetta skortur á sjálfstrausti en ég þurfti að máta mig við lífið. Fá fullvissu um að þó að mér gengi vel að læra gæti ég líka klárað mig í lífinu.“ Þorgerður tók svokallað fíl. kand. próf en ákvað síðan að fara að vinna á Islandi. Hún kenndi nt.a. við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og starfaði sem verkefnisstjóri á Iðntæknistofnun. Hún hafði verið á vinnumarkaði í sex ár þegar hún varð ófrísk að tvíburum. Þeg- ar tvíburarnir voru hálfs árs ákvað hún að drífa sig til Svíþjóðar í doktorsnám. „Þá héldu ýmsir að við hjónin værurn endanlega orðin brjáluð!“ segir Þor- gerður og hlær. „En auðvitað gekk þetta bara ágætlega. Ég var búin að taka hálft ár í fæðingarorlofi hér heima þegar við gengum inn í sænska kerfið og maðurinn minn, Pálmi Magnússon, fékk ár í viðbót. Við vorum þarna úti í eitt og hálft ár og ég komst vel af stað með ritgerðina.“ En var þetta ekki hrikalegt puð? „Strákurinn var ofsalega erfiður því hann var með eyrnabólgur í tvö ár. Ég var því eins og svefngengill árurn sam- an en mér fannst samt að námið héldi í mér lífinu. Ég sagði líka oft: Að vera móðir gerir mig að betri námsmanni og að vera námsmaður gerir mig að betri móður. Við vorum líka mjög samtaka hjónin og maðurinn minn hefur alltaf stutt mig mjög vel. Svo komum við heim frá Svíþjóð um ára- mótin 1992 - 1993. Þá var ég í hálft ár hjá Iðntæknistofnun en fékk svo styrk til doktorsnáms frá deildinni í Svíþjóð og hafði traust þeirra til að vinna að ritgerðinni á Islandi. Ég sat því heima í eldhúsi í fjögur ár og skrifaði." Kynbundin orðræða skýrir sérgreinaval lækna Doktorsverkefni Þorgerðar fjallar unr sérhæfingu og kynjaskiptingu innan læknastéttarinnar. Þar kom m.a. í ljós að karlar eru í miklum meirihluta í þeim starfsgreinum læknastéttarinnar sem njóta mikillar virðingar, eins og skurðlækningum og lyflækningum, en konur fjölmenna í þær greinar sem njóta lítillar virðingar, eins og heimil- islækningar og öldrunarlækningar. Hvað vakti áhuga hennar á þessu efni? „Mig langaði að skoða langskóla- gengna stétt vegna þess að almennt var því trúað að jafnréttið kæmi með auk- inni menntun," segir Þorgerður. „Þeg- ar konur fara að mennta sig þá lagast þetta," var sagt. Ég hafði gert könnun fýrir Bandalag háskólamanna 1989 - um mismunandi launakjör og kynja- skiptingu meðal háskólamanna, og ég sá að það var víða pottur brotinn. Þeg- 40 / aðalviðtal / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.