Vera


Vera - 01.04.2003, Qupperneq 42

Vera - 01.04.2003, Qupperneq 42
„Stúdentarnir fara síðan sem sendiherrar úr kynjafræðun- um og beita kynjasjónar- horninu á sínar greinar," seg- ir Þorgerður um nemendur sína í kynjafræðum við Háskóla íslands. Sendiherrar kynjafræðanna Eftir doktorsvörnina vann Þorgerður verkefnið Karlar í fœðingarorlofi fyrir Reykjavíkurborg og skrifaði í kjölfarið bókina Gegnum súrtogsætt, um íslenska karla í fæðingarorlofi. Þetta er náttúr- lega mikið framfaraskref er það ekki? Að karlar fái að taka fæðingarorlof. „Það er einn mikilvægur partur af mörgum. Mér finnst að það megi samt ekki smætta umræðuna, eins og til- hneiging er til núna, og tala eins og fæð- ingarorlof karla sé einhver töfralausn í jafnréttismálum. Þetta hafa karlar í Skandinavíu haft í áratugi og þar hefur ekki orðið þessi byltingarkennda breyt- ing sem menn eru að vonast eftir hér. Þetta er mikið sanngirnismál, réttur barna og réttur feðra en þetta er engin töfralausn. Þau sem halda það eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum.“ Nú starfar Þorgerður sem lektor í kynjafræði við Háskólann. Hvernig varð Rannsóknastofa í kvennafræðum til? „Það var til áhugahópur um kvennarannsóknir frá því 1986 en 1991 var Rannsóknastofan stofnuð formlega. Hún var rekin svona með annarri hendi og hafði lengi starfskraft í hálfu starfi, Irmu Erlingsdóttur. Námsbrautin var til frá 1996, kynja- fræði sem aukagrein. Ég hoppaði inn í kennslu fyrir Önnudís Rúdólfsdóttur með stuttum fyrirvara og sótti síðan um þegar lektorsstaða í kynjafræðum var auglýst.“ Og hverjar eru helstu áherslurnar í kennslunni? „Allir taka inngangsnámskeið í kynjafræði, þar sem kynnt eru ýmis grundvallarsvið og hugtök kynjafræð- innar. Þar er íjallað um tvíhyggjuna, sem mikið af kynjamisréttinu byggir á, sögu kvennahreyfmga og kvenna- rannsókna, pólitískar stefnur og ÞESSI MIKLA MARKAÐSHYGGJA HEFUR HAFT í FÖR MEÐ SÉR KLÁMVÆÐINGU OG KVENFYRIRLITNINGU OG MÍN KENNING ER AÐ ÞETTA HAFI ALLT í EINU NÁÐ ÞEIM STYRK AÐ FÓLKI BLÖSKRAR strauma, uppeldi og menntun, kyn- hlutverk, föður- og móðurhlutverk, vinnumarkaðinn og ímyndir í sam- tímamenningu, s.s. í fjölmiðlum og kvikmyndum, auk þess er fjallað um karlafræði og „hinsegin fræði“. I fram- haldsnámskeiði er svo farið dýpra í kenningar úr heimspeki, félagsfræði, bókmenntafræði og mannfræði, enda er þetta þverfaglegt nám. Síðan er boð- ið upp á valnámskeið. Námið gefur ansi góðan grunn að taka með sér yfir í hinar greinarnar. Stúdentarnir fara síðan sem sendiherrar úr kynjafræð- unum og beita kynjasjónarhorninu á sínar greinar. Það hefur gengið sérlega vel. Nú í haust voru vel yfir þrjátíu í inngangsnámskeiðinu og ofsalega góð- ur hópur. Þetta eru skemmtilegir stúd- entar, þau eru ákveðin í hvað þau vilja læra, þau bera sig eftir efninu og þau þora. Haustið sem ég byrjaði að kenna voru Bríeturnar allar að lesa og þá voru umræður heldur en ekki fjörugar, en árið þar á eftir varð veruleg fækkun. Ég veit ekki ástæðuna, nema þá að það hafl verið þessi bullandi andfemínismi sem hefur verið í gangi hin síðari ár. Fólk sem fór í kynjafræði var fólk sem virkilega þorði að synda á móti straumnum.“ Það blöskrar nógu mörgum Þú talar um andfemínisma. Nú ert þú sem félagsfræðingur alltaf að horfa á heildarmyndina. Hvaða strauma í samfélaginu sérðu sem gætu orsakað andfemínismann? „Ég held að það sé þessi einstak- lings- og markaðshyggja sem hefur verið ráðandi. Menn persónugera hlut- ina og segja að kynið skipti ekki máli. Þessi nýfrjálshyggja, að allt sé frjálst val og sá hæfasti lifl af. Þetta fer bara ekki saman við femínískar hugmyndir um orsakir kynjamisréttis.11 Heldurðu að andfemínisminn sé á undanhaldi? „Þessi mikla markaðshyggja hefur haft í för með sér klámvæðingu og kvenfyrirlitningu og mín kenning er að þetta hafi allt í einu náð þeim styrk að fólki blöskrar. I vor féll dómurinn um bann við einkadansi, en áður hafði fóik verið mjög hopandi fyrir þessum frjáls- hyggjuhugmyndunr, hver og einn mátti gera eins og honurn sýndist. Dæmigert var að eftir að þessi dómur féll voru menn uppteknir af umræðu um hvort það mætti skerða á þennan hátt at- vinnufrelsi súlustaðaeigendanna! Við tökum allar dillur í botn á Is- landi. Súlustaðirnir spruttu upp eins og gorkúlur á nokkrum mánuðum, auk þess sem við höfum ótrúlega klámfenginn og kynlífstengdan auglýs- ingamarkað. Ekkert er auglýst nema það hafi kynferðislega undirtóna. Þau sem hafa verið að tjá sig urn þetta hin síðari ár hafa verið kölluð teprur og pempíur og forræðishyggjufólk, en loksins fékk þessi rödd einhvern styrk. Allt í einu sneru menn vörn í sókn og það blöskrar nógu mörgum til þess að ekki sé hægt að þagga þá og jaðra.“ Þorgerður segir að prófkjör Sjálfstæð- isflokksins I Reykjavík hafi einnig verið lóð á þessa vogarskál. „Fólki ofbýður að heyra að kynferði skipti ekki rnáli, þegar ungir drengir raða sér á listana, en reyndar stjórn- málakonur eru úti. Áður var sagt: „Það eru engar konur í pólitík, konur þora ekki, þær hafa ekki reynslu,“ en núna eru þær þarna, þær hafa reynslu og metnað í pólitík. Ef fólk ætlar að halda því fram að sá hæfasti komist áfram, þá trúir það einfaldlega á einhverja með- fædda yfirburði karlkynsins. Prófkjör- in voru nrikið áfall fyrir konur al- mennt. Það var líka sársaukafullt að horfa upp á umræðuna á eftir. Davíð Oddsson kom í sjónvarpsviðtal og tal- aði um þessa ungu efnilegu rnenn sent kepptu sem einstaldingar, en svo var farið að tala um konur, þá sagði for- maðurinn að mistökin sem konurnar hefðu gert væru að fara margar frarn, þær hefðu átt að tefla fram einni. Þá allt í einu voru konur hópur, ekki ein- staklingar! Ég held að einhverjum sárs- aukaþröskuldi hafi verið náð þarna.“ Þú heldur að við séum komin að vendipunkti? „Já, og ég held að þetta tvennt hafi orðið til þess, og eflaust eitthvað fleira. En ég finn þetta sem kennari, ég finn vaxandi rneðbyr hjá stúdentunum. Femínískar hugmyndir hafa ekki verið „inn“, en núna er eitthvað að gerast, það eru nógu margir sem slá hnefan- um í borðið og samþykkja ekki að 42 / aðalviðtal / 2. tbl. / 2003 / vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.