Vera - 01.04.2003, Page 45
/MATUR
Sveppir með gráðosta fyllingu
Ég tek stilkinn af sveppunum og fylli hattana með gráðostafyll-
ingunni. Fylling: Einn hluti gráðostur á móti einum hluta af
rjómaosti, nokkrir fínsaxaðir stilkar, kreistur hvítlaukur og smá
pipar. Hræri öllu vel saman. Grilla sveppina þar til fyllinginn er
orðin mjúkog heit.
Grillað grænmeti
Ég sker niður grænmeti, t.d. papriku, kartöflur, eggaldin og kúr-
bit, og ber olíu á sneiðamar (gott að kreista hvítlauk út i olíuna)
og strái smá sjávarsalti yfir. Grilla þar til mjúkt.
Grillaður hvítlaukur og brauð
Ég sker toppinn af heilum hvítlauk og set hann á álpappírsbút.
Helli smá olíu ásamt salti og pipar f sárið. Síðan loka ég álpapp-
írnum og grilla hvítlaukinn í ca. 20 mínútúr eða þangað til hann
er orðinn mjúkur og sætur á bragðið. Ég kreisti þá hvítlauks-
geirana uppúr og smyr þá ofaná brauð.
Kakó með kanil
Ég hita mjólk í potti og set kakó út í eftir smekk. Það nýjasta nýtt hjá mér er að
bæta smá kanil út (, það gerir gæfumuninn. Þegar ég var með saumaklúbbinn
bauð ég einnig uppá Baileys til þess að setja út í. Kakóið set ég á hitabrúsa og
svo finnst mér ómissandi að hafa rjóma.
vera / matur / 2. tbl. / 2003 / 45