Vera


Vera - 01.04.2003, Page 48

Vera - 01.04.2003, Page 48
/KONUR í FERÐAÞJÓNUSTU Konur hafa í auknum mæli haslað sér völl í ferðaþjónustu »Vera náði tali af fjórum atorkukonum sem eiga og reka ferðaþjónustufyrirtæki. Hvalaskoðun frá Reykjavíkurhöfn Elísabet Þorgeirsdóttir Rannveig Grétarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Eld- ingar - hvalaskoðunar frá stofnun fyrirtækisins árið 2000. Fyrirtækið hafði aðsetur í Sandgerði fyrsta árið, næsta sumar var flutt til Hafnarfjarðar þar sem skrifstofurnar eru til húsa en sumarið 2002 var aðsetur bátanna flutt að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn og verður þar áfram. Rannveig segir að að- sókn hafi farið fram úr öllurn vonum. Fyrsta sumarið voru far- þegarnir um 2000, næsta sumar 6.500 og í fyrra fóru 10.500 farþegar með bátunum tveimur sem fyrirtækið rekur. „Pabbi minn, Grétar Sveinsson, hafði lengi átt sér þann draum að eignast bát. Hann er byggingameistari en fjölskyldan rekur einnig verktakafyrirtæki. Sumarið 2000 keyptum við svo bátinn Eldingu og hófum að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir. Elding var áður aðstoðar- og björgunarskip og tekur yfir 100 farþega. Við bættum síðan víð öðrum báti sem tekur 38 farþega þegar við sáum hvað viðtökurnar voru góðar. Ég tók að mér rekstrarhliðina meðfram starfi mínu sem deildarstjóri í fjármáladeild Islenska út- varpsfélagsins. Ég lærði iðnrekstrarfræði í Tækniháskólanum og hóf MBA nám við Háskólann í Reykjavík sl. haust með mannauðs- stjórnun sem aðalgrein," segir Rannveig og bætir við að þá hafi hún reynar hætt störfum hjá Islenska útvarpsfélaginu eftir sex ára starf og snúið sér alfarið að rekstri fyrirtækisins. „Við erum tvö sem stýrum rekstrinum, ég og aðalskipstjórinn okkar, Vignir Sig- ursveinsson, sem er jafnframt rekstrarstjóri hjá fyrirtækinu." Kvöldsigling upp í Hvalfjörð „Það kom okkur skemmtilega á óvart hvað staðsetning bátanna í Reykjavík kemur vel út. Um þriðjungur farþeganna kemur beint af götunni. Fólki finnst gott að geta séð bátinn og metið veður og aðstæður áður en það ákveður að fara í sjóferð, frekar en að bóka fyrirfram. Um 90% farþeganna eru útlendingar, (slendingar koma frekar í hópferðir og í sjóstangaveiði. Við bjóðum tvær ferðir á dag í apríl og maí en þrjár ferðir yfir hásumarið. Ifyrra hóf- um við kvöldsiglingar upp í Hvalfjörð með hópa og það fékk góðar viðtökur. I ferðinni bjóðum við ýmislegt til skemmtunar, t.d. sæþotur (jet ski) sem fólk getur leikið sér á í kringum bátinn. Þær eru eins og snjósleðar á sjó og til að aka þeim þarf fólk að hafa bílpróf eða bifhjólapróf. I Hvalfjarðarferðunum er farið í land í Hvammsvík þar sem hægt er að fara í kajakróður, veiða silung, spila golf og borða góðan mat." Um leiðsögn í hvalaskoðunarferðunum hefur bresk kona, Janine Eaton, séð eða valið með sér fólk sem hún treystir. Janine vann við leiðsögn í hvalaskoðun á Húsavík og aðstoðaði við upp- byggingu Hvalasafnsins þar. Hún hefur einnig unnið með fyrir- tækjunum Discover the World og Arctic Experience sem hafa komið með marga ferðamenn til landsins." Rannveig segist fara með í ferðirnar ef með þarf. Hún tók námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna en mikil áhersla er lögð á öryggismál í ferðum Eldingar. „Pabbi tók annars stigs vélstjóra- próf og getur nú bæði leyst af vélstjórann og ekið rútunni, bróð- ir minn hefur séð um öll tækjamál um borð en hleypur einnig * skarðið í akstrinum en þeir vinna annars báðir í verktakafyrirtæk- inu okkar. Þetta er því sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Við höfum fengið ágætar bókanir fyrir sumarið svo ég er bara bjartsýn á framhaldið," segir Rannveig og bætir við að alltaf sé nóg af hvöl- um að sjá - hnísur, höfrungar, hrefnur og hnúfubakur. Ef híns vegar ekkert sést fær fólk aðra ferð frítt, en það er mjög sjaldgæft. Nánar á www.elding.is 48 / konur í ferðaþjónustu / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.