Vera


Vera - 01.04.2003, Qupperneq 52

Vera - 01.04.2003, Qupperneq 52
Ásta Sigríður Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur /FEMÍNÍSKT UPPEIDI Tónlistarmyndbönd »Ég man vel eftir deginum sem Rás 2 hóf göngu sína. Við vinkonurnar komum spenntar heim eftir skóla og kveiktum á þessari nýju rás. Við vorum 14 ára; hæstánægðar með þessa þróun í útvarpsmálum enda lítið um popp og rokk á Gufunni. Nú, tuttugu árum síðar, koma krakkar heim úr skólanum og mörg hver kveikja á sjónvarpinu til að hlusta og horfa á tónlistarmynd- bönd. Því miður eru mörg þeirra framleidd af klámmyndaframleiðendum enda eru þau kynferðislega gróf. Mér finnst það miður að fólk sem vinnur við að framleiða kiám- myndir og klámfengin tónlistarmyndbönd framleiði efni fyrir börn og unglinga. Það hefuráhrifá sjálfsmynd og hegðun barna og unglinga. Ég held að flestir geti tekið undir það að unglings- stúlkur sýni af sér kynferðislegri hegðun i auknum mæli með klæðaburði og fasi. Ég býst við að strákarnir hegði sér svipað og áður enda er ekki mikill þrýstingur á þá að vera kynþokkafullir, hvorki í myndböndum né öðru sjónvarpsefni. Söngkonur og dansmeyjar sem sjást í myndböndum nú til dags eru ýmist skríð- andi um á gólfi (eins og kettir), þær læðast meðfram veggjum Ferbir fyrir litla og stóra hópa • afþreying • óvissuferðir • ævintýraferbir mmwmmsmmtm Fyrir konur og karla á öllum aldri laiiAm ROVKRS Islandsflakkarar pósthólf 8950 • 128 Reykjavík • sími. 567 1 720 / 899 7881 icelandrovers@icelandrovers.is • www.icelandrovers.is ''""■■ééí' * lár 52 / femínískt uppeldi / 2. tbl. / 2003 / vera með seiðandi augnaráð, klæða sig úr, káfa á sér eða öðrum, m.a. kynfærum, káfa á bílum eða öðrum hlutum, líkja eftir samförum, hrista rassinn framan í myndavélina o.þ.h. Tvö ný tónlistarmyndbönd koma upp í hugann, svo ég nefni dæmi um klámfengin myndbönd og sér í lagi niðurlægjandi fyrir konur. Bring it on með Nick Cave and the Bad Seeds og Work lt með Justin Timberlake og Nelly. Þessi myndbönd eiga það sam- eiginlegt að tveir kappklæddir gæjar eru að syngja innan um hálfberar, skríðandi stelpur í eggjandi dansi, það fyrrnefnda held- ur grófara. Þar eru stelpurnar í hlutverki súludansmeyja og líkja meðal annars eftir samförum. Ég velti því fyrir mér hvað verður að gerast í myndböndum eftir 10 ár og vona að við séum efst uppi á kúrvu og fólk muni hía á svona myndbönd innan tíðar. Ég hef heyrt þó nokkuð marga lýsa óánægju sinni yfir því að þetta sé í sjónvarpinu daginn út og inn og held að margir foreldrar yrðu fegin ef slíkt yrði tekið út af dagskrá. Best væri að þetta færi úrtísku. Af einhverjum ástæðum leyfist þetta sjónvarpsefni. Mér virð- ist sem fólk hafi sofnað á siðgæðisverðinum og hugsi með sér að svona sé þetta bara, að það sé ekkert hægt að gera í þessu, eða jafnvel að það skipti ekki máli. Ég viðurkenni að þegarég þarffrið til að taka til á ég það til að stilla syni mínum, fimm mánaða gömlum, fyrir framan sjónvarpið honum til mikillar skemmtunar. Sjálf hef ég gaman af því að hlusta. Þá segi ég við sjálfa mig að hann skilji ekki það sem fyrir augu hans ber, hann sé aðeins að horfa á hreyfingar og liti og að hlusta. Spurningin er hvenær hann fær nógu mikið vit til að verða fyrir áhrifum. Þá er kominn tími til að slökkva. Vinkona mín bannar börnum sínum að horfa á tónlistarmyndbönd en það hlýtur að vera erfitt fyrir foreldra að reyna að hafa stjórn á því umhverfi sem þau eru útsett fyrir. Það er svo margt annað sem foreldrar hafa áhyggjur af. Internetið er gott dæmi. Það hefur heldur betur opnað leiðir fyrir hvern sem er til að skoða ýmislegt sem er ekki við barna hæfi og slíku efni er beinlínis troðið uppá allt það fólk sem notar netið. Þegar ólík samfélög eru skoðuð er Ijóst að þau hafa gríðarleg áhrif á þegna sína. Svo misjöfn eru þau. Ef ég held áfram að stilla syni rnínum fyrir framan sjónvarpið býð ég ekki í hvaða álit hann mun hafa á konum, og reyndar körlum líka. Ég vona að fólk fari að ranka við sér og mótmæli því að sjónvarpsefni sem boðið er uppá sé klám- fengið, kvenfyrirlítandi, og niðurlægjandi fyrir alla aðila.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.