Vera


Vera - 01.04.2003, Síða 56

Vera - 01.04.2003, Síða 56
í FYRSTA LAGI ER ÞAÐ HÓPURINN SEM KAUPIR EGG TIL FRJÓVGUNAR. í ÖÐRU LAGI ER ÞAÐ HÓPURINN SEM ÞARF EGGJAHYLKI VEGNA KLÓNUNAR TIL LÆKNINGA OG í ÞRIÐJA LAGI ERU ÞAÐ VÍSINDAMENN SEM LEITA EFTIR EGGJUM TIL STOFNFRUMURANNSÓKNA Femínísk sjónarmið Varðandi áframhaldandi þróun eggjamarkaðarins og áhrif hans á stöðu kvenna, bendir Svanborg á að þeir femínistar sem styðja viðskipti með egg segi að ekki sé réttlætanlegt að konur taki þessa áhættu, að gefa egg, nema að á móti komi fjárhagslegur ávinningur. Þau sem vilji að eggin séu einung- is gefin af góðviljuðum konum séu því í raun að halda uppi staðlaðri ímynd af konunni, sem hinni fórnfúsu og góðu konu og með því sé í raun verið að bæla mögulegt vald kvenna til að stjórna sínum gerðum sjálfar. Svanborg nefnir einnig að þeir femínistar sem eru á öndverðum meiði telji aftur á móti að eggjamarkaðurinn sé enn eitt birtingarform undirokunar kvenna og þá sérstaklega þeirra kvenna sem eru kaupendur. Þær leggi á sig mikla vinnu til að fínna heppilega eggjagjafa, síðan gangist þær undir áhættusama tæknifrjóvgun sem getur auðveldlega mistekist aftur og aft- ur með tilheyrandi vonbrigðum, allt vegna þess að í samfé- laginu er að finna skilaboð til kvenna um að þær séu að bregðast hlutverki sínu og skyldum ef þeim mistakist að verða mæður. Þannig er viðhaldið þeirri ímynd að megin hlutverk kvenna í samfélaginu sé að vera mæður. Siðferði eggjamarkaðarins Með stækkandi hópi seljenda á markaðnum fjölgar siðferði- legum spurningum. Það er fyrirséð að eftirspurnin eftir eggjum muni fara vaxandi á komandi árum og þá sérstak- lega eftirspurn vísindamanna eftir eggjum til rannsókna og klónunar í lækningaskyni. Hvert munu þessir vísindamenn leita eftir eggjum? „Helsta uppsprettan hingað til hafa verið „afgangs“ egg og stofnfrumur frá tæknifrjóvgunarmiðstöðvum þegar frjóvgun hefur tekist og eigendur eggja og fósturvísa hafa gefíð afganginn til rannsókna. En með tilliti til þess að ekki þarf lengur að horfa til heilsu gefenda og erfðaþátta verður í auknum mæli farið að þrýsta á fátækari konur að nota þetta sem fjáröílunarleið. f umræðunni hingað til hafa verjendur eggjamarkaðarins oft bent á að gefendur séu aðallega milli- stéttarkonur og því sé ekki verið að notfæra sér neyð kvenna til að fá þær til að gera eitthvað sem þær annars hefðu ekki gert. Þetta þarf að endurhugsa ef seljendahópurinn, þ.e. konur sem einvörðungu láta framkvæma eggjatöku til að selja, verður í æ ríkari mæli konur úr lægri stéttum samfé- lagsins. Sú spurning hefur vaknað, með tilliti til sögunnar, hvort vísindamenn, lyfjaframleiðendur o.fl. muni í vaxandi mæli leita til kvenna í fátækari löndum eftir eggjum, þar sem verð á eggjum og kostnaður við eggjatöku væri lægri en í fá- tækari löndum en áhættan við eggjatöku jafnframt meiri. Aðbúnaður er allur mun lakari en þekkist á vestrænum heil- brigðisstofnunum og því mun meiri hætta á að eitthvað fari úrskeiðis. Sú hætta er einnig til staðar að kaupendur notfæri sér fátækt þessara kvenna, án þess að gera þeim grein fyrir þeirri hættu sem eggjatökunni fylgir eða útskýra fyrir þeim til hvers eigi að nota eggin. Ef farið verður að leita til þessa hóps kvenna eftir eggjum í vaxandi mæli tel ég tvímælalaust að um misnotkun gæti orðið að ræða.“ Egg úrfóstrum og konum í dái Hvað varðar aðrar aðferðir við eggjatöku segir Svanborg: „Ýnrsar hugmyndir hafa verið ræddar urn það hvernig hægt væri að nálgast egg kvenna á annan hátt. Flestar hugmynd- anna reiknuðu með því að frumukjarni eggjanna yrði einnig notaður en það olli siðferðilegum ágreiningi um stöðu líf- fræðilegrar móður tilvonandi barns. Þær hugmyndir sem upp hafa komið eru eggjataka úr konum í dái eða dauðvona konum. Eggjatakan yrði þá á sömu forsendum og hver önn- ur líffæragjöf. Einnig hefur verið rætt um eggjatöku úr kven- kyns fóstrum sem koma til vegna fóstureyðinga. Með mögu- leikanum á að setja inn nýjan frumukjarna er hugsanlegt að þessar hugmyndir verði endurvaktar og ræddar. Það yrði t.d. að ræða hvort eggjagjafi sé að einhverju Ieyti líffræðileg móðir ef erfðatengsl eru engin og ef svo er ekki eru þá ein- hver önnur vandamál tengd slíkri eggjatöku. Þessar hug- myndir fela líka í sér að það er í raun enginn seljandi því eggjagjafmn er ekki á lífi og hefur kannski aldrei verið til.“ Hægt að kaupa sig frá meðgöngu og fæðingu „Eggjasala og leigumæðrun viðheldur tveimur ímyndum af konum. Annars vegar að líkami eða líkamshlutar kvenna séu söluvara - hægt er að borga konu fyrir eggin hennar og fyrir að ganga með barnið og fæða það og síðan er hægt að borga konum fyrir að ala barnið upp. Frekar óhugnanleg framtíð- arsýn þar sem einungis konur í ákveðnum millistéttum ganga með og ala börn; nógu ríkar til að vera heilsuhraustar en nógu fátækar til að leggja það á sig. Barnauppeldi er nokkuð sem hefur verið hægt að kaupa sig frá í margar aldir en nú er einnig mögulegt að kaupa sig frá meðgöngu og fæð- ingu en vera samt erfðafræðilegt foreldri barnsins. Hin í- myndin er konan sem móðir, að hlutverk hennar sé fyrst og fremst æxlunar- og uppeldishlutverk. Ég hef mínar efasemdir um stofnfrumu- og klónunar- rannsóknir, óháð áhrifum þeirra á stöðu kvenna en það mun fara mikið eftir ágangi vísindamanna eftir eggjum til stofn- frumu- og klónunarrannsókna hvaða áhrif þetta mun hafa á konur víða um heim. Ef rannsóknastofnanir láta sér nægja stofnfrumur og egg sem eru gefin í gegnum tæknifrjóvgun- arstofnanir rnunu áhrifin verða lítið meiri en þau eru í dag- En ef reynt verður að fara aðrar leiðir til að leita eftir eggjum getur það haft áhrif á valdastöðu vísindamanna gagnvart eggjagjöfunum sem fer þá eftir því hvaða leiðir eru farnar,“ sagði Svanborg að Iokum. Þau sem hafa áhuga á að kynna sér umræður um eggja~ markaðinn á Islandi er bent á vefinn tilvera.is en þar spjalla konur saman um málið frá ýmsum hliðum. X 56 / viðtal / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.