Vera


Vera - 01.04.2003, Page 57

Vera - 01.04.2003, Page 57
/ÚR DAGBÓK KÚABÓNDA Kjöt framleitt undir kostnaðarverði »Ég veit ekki hvað við bændur eigum að halda um það sem er að gerast í landbúnaðarmálum íslenskum, eða hvernig við eigum að bregðast við því. Kjötmarkaðurinn er í rúst og við sem erum að fram- leiða nauta-, svína- eða kindakjöt getum nú bara pakkað þeirri fram- leiðslu saman í heild sinni því við getum ekki og eigum ekki að fram- leiða undir kostnaðarverði og borga með okkur. Afurðastöðvar halda áfram að lækka verð til bændanna I skjóli helgrar samkeppni, harðnandi rekstrarumhverfis. Með dálítilli einföldun má segja að við kúabændur fáum jafnmikið í dag fyrir öaut sem er 350 kíló og fyrir 200 -250 kílóa naut fyrir nokkrum arum og að búin þurfi að vera helmingi stærri í dag en fyrir svona 10-15 árum. Að ekki sé minnst á sauðfjárbændur sem er verið að l°ka inni í einhverju gæðastýringarkerfi. Þeir hafa tekið á sig nikla kjaraskerðingu og í haust geta þeir búist við 25% launa- lækkun í viðbót, þrátt fyrir gæðastýringuna og allt umstangið sem henni fylgir. Landbúnaðarráðherra sagði á dögunum eitt- hvað á þá leið að sauðfjárbúskapur væri ágætur með annarri v'nnu. Ég veit ekki alveg hvað hann meinti eða hver er tilgangur- lr|n í því að vera með sauðfjárbú ef þarf að vinna fulla vinnu með. Eða að framleiða nauta- og svínakjöt undir öllu eðlilegu kostnað- arverði. Hvað skyldi það nú ganga lengi? Ég er ekki viss um að fólkið í landinu geri sér almennt grein fyr- lr því að ef ekkert breytist í málefnum bænda þá líða sveitirnar ondir lok og ég er hrædd um að það gerist á skömmum tíma. Velti fynr mér hvað verður þá um nærliggjandi þéttbýlisstaði sem að Þó nokkru leyti þjónusta sveitirnar. Ég er ekki viss um að almenn- Ur skilningur ríki um þá vinnu sem við í sveitinni erum að vinna allt arið og hversu mjög við þurfum að berjast fyrir því að geta búið I sveitinni. Hvers vegna? Við erum sveitafólk og viljum hvergi ann- ars staðar vera. Við vitum að við erum að framleiða bestu vöru í heimi, hvort sem um er að ræða mjólk eða kjöt, og er ekki nauð- synlegt að halda landinu í byggð? Eða viljið þið sem búið annars VILJIÐ ÞIÐ SEM BÚIÐ ANNARS STAÐ- AR EN í SVEITUM AKA UM EYÐIDALI OG HORFA Á HÁLFHRUNDAR BYGG- INGAR OG ÓSLEGIN ÓRÆKTARTÚN í náinni framtíð? hvað með ferðalangana erlendu? hvað ættu þeir þá að skoða úti á landi? staðar en I sveitum aka um eyðidali og horfa á hálfhrundar bygg- ingar og óslegin óræktartún í náinni framtíð? Hvað með ferða- langana erlendu? Hvað ættu þeir þá að skoða úti á landi? Við getum ekki lifað af loftinu Ég heyri fólk tala um að þessi þróun hljóti að fara að snúast við, fólksflóttinn úr dreifbýlinu hætti, búin fari stækkandi og eitthvert vit fari að komast í landbúnaðarmálin. Þessa umræðu hef ég hlustað á og tekið þátt í síðustu fimmtán árin, hún er orðin mjög þreytt. Þó að fólk voni það besta þá er mesti krafturinn farinn úr orðunum og meira af vana sem fólk spjallar um að þróunin hljóti fari að snúast við. Ég veit ekki hversu margir trúa því lengur í al- vöru eða hversu margir berja höfðinu við steininn vegna þess eins að þeim þykir vænt um sveitina sína og samfélagið og hafa sérhæft sig í búskap með kindur, kýr, svín, hesta og fleira síðustu 20-50 árin og vilja þess vegna ekki trúa því að landbúnaður á (s- landi standi á brauðfótum. En það er bara þannig að við getum ekki haldið byggðinni í sveitunum eins og staðan er, við getum ekki lifað á loftinu einu saman og vatni úr bæjarlæknum ásamt því að vinna myrkranna á milli til þess að eiga fyrir skuldunum okkar. Þetta er það sem blasir við. Ég þekki fólk sem seldi býlið sitt og framleiðsluna núna fyrir stuttu vegna þess að sú fjölskylda gat ekki lifað af búskapnum eingöngu. Ég veit líka um fólk sem er að selja svínabú í fullum rekstri. Þau vilja ekki hætta en hafa ekkert val um það, rekstrargrundvöllurinn er horfinn. Svo er um marga fleiri út um allt land, því miður. Framleiðsluréttur í mjólk gengur kaupum og sölum og bændur láta hafa sig í það að kaupa lítrann á langt yfir 200 krónur. Hvað þurfa þeir að vinna lengi kauplaust þangað til sá réttur fer að skila arði? Þeir svartsýnustu spá því að núna hætti margir að framleiða kjöt, svo þegar fari að vanta kjöt eftir ákveðinn tíma verði það flutt inn. Spurning hvort bændurnir sem enn verða eftir standi þá á bryggjum og í flæðarmáli með hávær mótmæli eins og tíðkast sums staðar erlendis, eða væri kannski skynsamlegra að koma strax með mótmælin og reyna í sameiningu að finna heilla- vænlegar leiðir til þess að blómstrandi byggðir verði á ný í dölum og fjörðum á fslandi? Ég vil ekki trúa þvl enn að landbúnaður á þessu landi leggist af og sveitirnar verði eins og safn af tóftarbrotum. Ég ætla að halda áfram að berja hausnum við steininn. X vera / úr dagbók kúabónda / 2. tbl. / 2003 / 57 Jóhanna Helga Halldórsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.