Vera


Vera - 01.04.2003, Síða 66

Vera - 01.04.2003, Síða 66
Sigrún Gunnarsdóttir /HEILSA Lífsgæði og ný tækifæri »Danski guðfræðingurinn og heimspekingurinn Sören Kierkegaard skrifaði að ef okkur ætti að takast að hjálpa einhverjum að fara úr ein- um stað í annan þá yrðum við að byrja þar sem persónan er, nálgast hana þar sem hún er, í þeim aðstæðum sem hún er hverju sinni. Hún á sérstaklega vel við þegar umræðuefnið er heilbrigði og hvernig við getum styrkt og viðhaldið heilbrigðinu og hjálpað öðrum til að efla eigið heilbrigði. En hvað felst í því að mæta fólki þar sem það er hverju sinni? * í síðasta pistli var fjallað um hvernig skilningur á heilbrigði, heilsueflingu og lýðheilsu hefði þróast á síðustu öld og bent á hlutverk frelsis í þeirri þróun. Frelsi einstaklingsins miðað við að- stæður hans, áhuga og getu er grundvallaratriði þegar rætt er um heilsueflingu og styrkingu af hvaða tagi sem er. Með því að horfa, hlusta og leita að því sem hentar viðkomandi viðurkenn- um við frelsi einstaklinganna og reynum að sjá hvaða skilaboð, ráðgjöf og tillögur er líklegt að viðkomandi sé móttækilegur fyr- ir. Þegar þetta er reynt má segja að við séum að nálgast einstak- linginn þar sem hann er. Frelsi, möguleikar og val eru nátengd fyrirbæri. Svo aftur sé vitnað til Kierkegaard skrifaði hann um mikilvægi þess að vera opinn fyrir þvi hvaða leiðir eru færar, hvaða möguleika við höf- um. Næsta skref er síðan að velja. Þá er helsta verkefnið að velja á eigin forsendum, samkvæmt eigin stefnu sem beinist að eigin markmiðum, markmiðum sem snúa að vellíðan, heilbrigði og velferð. Kierkegaard varar við því að girða fyrir möguleikana í líf- inu, heldur hafa augun opin, sjá tækifærin og festast ekki í afsök- unum. Til að geta fylgt þessum ráðum er sjálfsþekking og skiln- í ÞESSU FELST AÐ NÝTA EIGIÐ FRELSI EN HAFNA ÞVÍ EKKI MEÐ FYRIRSLÆTTI OG MEÐ ÞVÍ AÐ GIRÐA FYRIR MÖGULEIKANA OG FALLA ÞANNIG í GRYFJU AFSAKANA UM TÍMALEYSI, ÞEKKINGARSKORT, HEFÐIR, VENJUR OG ÓBREYTANLEIKA ingur á aðstæðum og atburðum mikilvæg hjálparmeðöl. Skiln- ingur á ytri og innri veruleika er forsenda þess að við áttum okk- ur á eigin stöðu og eigin vilja. Með auknum skilningi verðum við betur fær um að marka stefnuna, móta okkar eigin lífsstefnu um lífsgæði þar sem leitin að nýjum tækifærum, að nýta þau og njóta þeirra verður að dýrmætri orkulind. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin birti árið 1987 lýsingu á heilbrigði þar sem segir að heilbrigði sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið til að lifa góðu lífi. Heilbrigt líf eykur líkurnar á því að einstaklingar njóti lífsgæða og vellíðunar. Heilbrigði í sjálfu sér er ekki kappsmál en kemur sem kaupbætir við heilbrigða lífshætti og lífsgæði. Með því að mæta sjálfum sér þar sem maður er, þekkja eigin styrk og takmörk og hafa yfirsýn í hversdagslegu lífi verður auðveldara að sjá hvar tækifærin eru, hvaða möguleikar eru til að njóta lífsgæðanna og taka ákvörðun og velja miðað við eigin stefnu. í þessu felst að nýta eigið frelsi en hafna því ekki með fyrirslætti og með því að girða fyrir möguleikana og falla þannig í gryfju afsakana um tímaleysi, þekkingarskort, hefðir, venjur og óbreytanleika. Frelsi, vellíðan og lífsgæði eru hugtök sem varða einstakling- inn og það samfélag sem hann býr í. Við erum frjáls í aðstæðum okkar en þau sem við búum með og vinnum með hafa mikil áhrif á hvernig við upplifum eigið frelsi og hvernig við nýtum það og njótum þess. Með því að velta fyrir sér samskiptum og hvernig einstaklingarnir sjá og nýta eigin tækifæri opnast nýjar víddir i skilningi okkar á heilbrigði og lífsgæðum einstaklinga, hópa og þjóðarinnar. Ánægjulegt verður að halda áfram að velta því fydr sér á síðum VERU hvernig frelsi, samskipti og traust hefur áhrif a vellíðan og velferð í samfélaginu. X 66 / heilsa / 2. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.