Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Qupperneq 66
En viðtökurnar, sem hún fékk hjá systrum sínum
voru ekki altaf sem beztar. Oft og einatt fékk hún
ómjúk orð að heyra hjá þeim og oft var hurðinni
skelt aftur fyrir vitunum á henni, rétt eins og hún
væri einhver nærgöngull húsgangsmaður. En aldrei
sá neinn hana skifta sltapi. Hún skildi það svo vel,
að kvenfólkið þyrfti tíma til að átta sig á þessu máli.
Sjálf gat hún beðið svo sterktrúuð sem hún var á
sigur um síðir, en lagt árar í bát — það gat hún
ekki. Fyrsta beina árangurinn af starfi sínu og vin-
konu sinnar frú Stanton sá hún árið 1860. Það ár
voru leidd í lög í New York-ríkinu ný ákvæði uro
fjárráð kvenna, þar sem giftum konum varheimilað-
ur fullur eignarréttur yfir því fé, sem þær ynnu sér
inn sjálfar.
Jafnframt því sem hún þannig barðist fyrir rétt-
indum kvenna, tók Susan Anthony einnig öílugan
þátt í baráttunni fyrir afnámi þrælahaldsins. Bæði
hafði hún á heimili foreldra sinna kjmst ýmsum
helztu forgöngumönnum þeirrar bai'áttu, og hins
vegar ól hún þá von í brjósti, sem ekki var nema
eðlileg, að löggjafar þjóðfélagsins og hinna einstöku
ríkja gætu ekki með góðri samvizku synjað vel ment-
uðum konum þeirra réttinda, sem þeir veittu alls
ómentuðum svertingjum. Ásamt frú Stanton ferðað-
ist hún fram og aftur um alla helztu bæi norðurríkj-
anna til þess að tala máli svertingjanna. í fyrstunni
héldu þær kvennréttindamálinu fyrir utan þræla-
lausnarmálið, en þegar nær dróg árinu 1860 og horf-
urnar á því að þrælalausnin næði fram að ganga,
fóru dagbatnandi, þá tóku þær að draga kvennrétt-
indamálið inn í umræðurnar meira en þær höfðu
áður gjört, en bökuðu sér með því aðeins óvild
þrælalausnarmanna, sem héldu því fram, að það
spilti fyrir þrælalausnarmálinu ef farið væri að blanda
saman við það kvennréttindamálinu. Petta varð til
þess að jafnréttisfélag það (The Equal Rights Associ-
(52)