Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1909, Síða 68
Pótt nú bæði þessar og aðrar tilraunir Súsan
Anthony til að útvega konum kosningarrétt til sani'
bandsþingsins mishepnuðust, þá ávanst það þó með
baráttunni, að fleiri og fleiri féllust á, að sanngjarnt
væri, að konur fengju atkvæðisrétt um ýmis innn
sérmál einstakra ríkja. Árið 1867 virtust góðar horf-
ur á því, að konur fengju viðurkendan kosningar-
rétt í Kansas, því almenn atkvæðagreiðsla hafði farið
fram um það í því ríki og 9000 atkvæði verið greidd
með því, en þegar til kom strandaði alt á fylkisþing'
inu. Aftur á móti hlutu konur tveim árum seinna
fulikomið pólitiskt jafnrétti við karlmenn i Wyoming-
Seinna hafa þrjú riki bætst við, Colorado (1893),
Idaho (1895) og Utah (1895), sem veita konum fulj'
kominn atkvæðisrétt um öll almenn mál; í 11 rikj'
um hefir atkvæðagreiðsla farið fram um það hvort
kouum skyldi veita fullan kosningarrétt, en máliö
ekki náð fram að ganga. Kendi Susan Anthony Þa^
innfluttum mönnum, og taldi engan efa á að málið
liefði unnist í þeim öllum, ef innbornir Ameríkumenn
einir hefðu átt atkvæði um það. Par á móti hafa 27
ríki alls þegar veitt konum kosningarrétt til bæjar-
og sveitastjórna.
Á árunum 1880—90 sömdu þær Susan Anthony
og frú Stanton, ásamt þriðju konunni Matthildi Joslyn>
stórt ritverk i 4 bindum, sögu kosningarréttar kvenna
(The Ilistorij of Woman Suffrage). Er það liið merki-
legasta rit, sem út hefirverið gefið um það mál. ?aJ
er skýrt nákvæmlega frá allri kvennfrelsisbaráttunni
bæði í Vesturheimi og annarsstaðar um heim. ?a^
hefir inni að halda fjölda bréfa og blaðagreina, a'
skorana og fundarskýrslna o. s. frv. og er talið hrein
gullnáma til þekkingar á þessu máli og fræðslu um
það fyrir þá, er vilja kynna sér málið frá rótum °f>
allan gang þess.
Alt til æfiloka hélt Susan Anthony áfram staríi
sínu; að vísu þurfti hún ekki að leggja eins mikið a
(54)