Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Qupperneq 32
una, sem fyrr var getið. Þegar heilahólfin eru loft-
fyllt, sjást þau greinilega á röntgenmynd, og jafn-
framt sést, hvort þau eru aflöguð af æxli, er kynni
að skaga inn í þau eða þrengja þau með þrýstingi
sínum. Röntgenmyndirnar eru fullgerðar í flýti, og
sést nú, hvar æxlið er.
Sjúklingurinn er nú lagður á skurðarborðið. Blóð-
þrýstingsmælir er settur á handlegg honum, og að-
stoðarmanni falið að gæta blóðþrýstingsins, meðan
á aðgerðinni stendur. Lækki blóðþrýstingurinn, er
dælt í hold sjúklingsins lyfi, er hækkar þrýstinginn
samstundis að kalla.
Læknirinn gerir nú skeifulaga skurð gegnum húð-
ina á þeim stað, þar sem æxlið er undir. Gerir hann
skurðinn með diathermihníf, þ. e. hníf, sem er tengd-
ur sérstöku rafmagnstæki. Jafnframt því, sem hnif-
urinn sker, ldeypur vefurinn i börmum skurðarins,
og blæðir þá nálega ekki úr sárinu. Áður en lengra
er haldið, er öll blóðrás vandlega stöðvuð. Síðan bor-
ar læknirinn með rafmagnsbor nokkur smágöt á kúp-
una, en höftin milli þeirra eru klippt eða söguð
sundur, unz beinflipi hefur verið losaður, sem er
jafnstór húðflipanum, er fyrst var afmarkaður. Þessi
skeifulaga húð- og beinflipi, venjulega um lófastór,
er nú sveigður frá, en látinn vera fastur á einn veg,
til þess að hann geti gróið við, er sárinu er lokað.
Læknirinn opnar nú yztu heilahimnuna og setur ör-
litlar silfurklemmur á allar smáæðar, svo að ekki
blæði. Síðan sýgur hann burtu, með glerpipu og sog-
dælu, mænuvökvann, er umlykur heilayfirborðið, og
kemur auga á æxlið. Hann gerir örlitinn prófskurð i
æxlið og tekur sýnishorn, sem sent er til smásjár-
rannsóknar. Að vörmu spori kemur svarið, sem segir,
hvers konar æxli sé um að ræða, hvort það sé ill-
kynjað eða góðkynjað, og læknirinn hagar aðgerð
sinni nokkuð eftir því. Hann fer nú að vinna að því
(30)