Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Síða 80
f.vrir um það, að bændur, sem þekktir voru að mynd-
arskap í búnaSi sínum, tækju unga menn til náms-
dvalar og' kenndu þeim til hlítar öll algeng jarSyrkju-
störf og búverk. Breyttist þetta, er LandbúnaSarhá-
skólinn var stofnaður 1858. Annars staðar á Norður-
löndum var þessum málum likt fyrir komið. Frá því
haustið 1818 höfðu ungir íslendingar dvalið öðru
véífi á kennslubúum í Danmörku á vegum Landbún-
aðarfélagsins og stjórnarinnar, en fæstum þeirra
auðnaðist að hagnýta nám sitt liér heima, svo að al-
mennt gagn yrði að, nema helzt um garðyrkju. Af
slíkúm mönnum má hér nefna Jón Þorláksson Kærne-
sted frá Skriðu í Hörgárdal, er Jónas Hallgrímsson
orti fagurt kvæði eftir, Þorvald Sigurðsson, síðar
bónda í Hrappsey, og Þorstein Þorsteinsson i Yatns-
dal i Rangárvallasýslu. Um og eftir 1850 lifnaði drjúg-
um yfir námsferðum þessum. Og úr hópi þeirra
manna, sem þá dvöldu um hríð i Danmörku, kom
maður, sem hér skal stuttlega minnzt, Guðmundur
Ólafsson frá Hvammkoti, siðar bóndi á Fitjum í
Skorradal.
Guðmundur Ólafsson kom lieim frá námi 1851, sam-
tímis Jóni Espólín, sem áður var á minnzt. Guð-
mundur var vel gefinn og' talinn lærdómsmaður. Kall-
ar Jón Sigurðsson harin stundum „prófessorinn" í
bréfum. Hann var og vaskleikamaður og áhugasamur
og vann fyrst um sinn talsvert að jarðyrkjustörfum
hjá bændum og gerði tilraunir um grasfræ og nytja-
jurtir ýmsar. En mestur lék honum hugur á að fræða
aðra með kennslu og ritstörfum. Hann byrjaði þegar
á að rita leiðarvísi um búnaðarefni, búskaparbók, er
liann nefndi svo. Kom 1. hefti hennar út í Khöfn 1853.
Hann hafði marga ágæta kosti til þess að verða nýtur
skólamaður og var sjálfkjörinn til þess að veita for-
stöðu búnaðarskóla i Suðuramtinu, er menn höfðu
])á lmg á að stofna, og mun liafa þráð það sjálfur. En
(78)