Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Síða 90
varð sú breyting á Ræktunarfélagi Norðurlands, er
starfað hafði sem búnaðarsamband fyrir búnaðarfé-
lögin i Norðlendingafjórðungi siðan 1910, að stofnuð
voru búnaðarsambönd fyrir hverja sýslu á Norður-
landi. Þátttaka bænda i samtökum þessum var nokk-
uð misjöfn frá upphafi, en fór vaxandi, og fóru þau
yfirleitt vel af stað og störfuðu myndarlega, einkum
liin elztu. En heimsstyrjöldin kom hér í opna skjöldu,
og áttu þau þá erfitt um að beita sér vegna fjár-
skorts, þótt Búnaðarfélagið styrkti þau nokkuð. Eftii
1920 tóku samböndin að eflast á ný, og þátttaka bænda
í búnaðarfélögum gerðist almennari. 1923 höfðu bún-
aðarsamböndin tekið í sinar hendur kosningu full-
trúa á búnaðarþingið, með nokkrum takmörkunum
þó, sem síðar hafa horfið, svo að nú um nokkur ár
hafa bændur landsins alls kostar á sínu valdi að
kjósa fulltrúa á búnaðarþing og hafa þannig bein á-
ltrif á stjórn og stefnu Búnaðarfélagsins að réttum
lýðræðisreglum. Þessi gagngerða þróun búnaðarsam-
takanna síðustu 20 árin stendur i beinu sambandi við
auknar jarðræktarframkvæmdir og vaxandi áhuga
alls þorra bænda um slík efni og reynslu þeirra af
gagnsemi samtaka og samstarfs. Er nú svo talið, að
hver maður, sem búnað stundar, sé í búnaðarfélagi
og búnaðarfélag í sveit hverri.
Um siðast liðna fjóra áratugi hefur Búnaðarfélag
íslands haft forgöngu um búnaðarmál í landinu. Bún-
aðarþingið hefur fjallað um flestar nýjungar í bún-
aðarefnum, áður lög væru um þær sett eða ákvarð-
anir teknar, og átt frumkvæði um margt. Fram til
ársins 1923 var formaður félagsstjórnar framkvæmda-
stjóri félagsins. Formenn félagsins hafa þessir verið:
Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari 1899—1901, Þór-
hallur Bjarnarson, síðar biskup, 1901—07, séra Guð-
mundur Helgason frá Birtingaholti 1907—17, Eggert
Briem frá Yiðey 1917—19, Sigurður Sigurðsson frá
(88)