Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Síða 95
batnandi, og gerðust menn djarfhugaðri um fram-
kvæmdir. Rekspölur komst á um undirbúning hinna
miklu áveituframkvæmda á Suðurlandsundirlendinu
(áveitan á Skeið (1917—23) og Flóa (1921—27)), og
tók ýmsa að dreyma um stórfelldar aðgerðir i rækt-
unarmálum yfirleitt. Má kalla, að hér verði þáttaskipti
um þessi efni. Hinar stórkostlegu framfarir, er orðið '
höfðu i sjávarútveginum, er hann tók vélaaflið í þjón-
ustu sina, höfðu um hrið borið landbúnaðinn ofur-
liði i samkeppninni um vinnuaflið i landinu. Kaup-
gjald fór hækkandi, fólki fækkaði við landbúnaðar-
störfin, og þóttust ýmsir sjó, að hér horfði til vand-
ræða, nema bændum heppnaðist að breyta gagngert
búskaparháttum sinum og taka upp nýtízku vinnuað-
ferðir og verkvélar. En til þess að slíkt gæti orðið,
varð að hverfa frá fornum ræktunaraðferðum og
taka upp nýjar, miklu hraðvirkari, stórauka ræktar-
landið og gera það véltækt. Fremstur í hópi þessara
manna var Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hólum,
en hann verður talinn mestur áhrifamaður um nýj-
ungar og framfarir í jarðrækt á íslandi á 20. öld.
Sigurður Sigurðsson var fæddur að Þúfu i Fnjóslca-
dal órið 1871, en ólst upp að Draflastöðum og var
löngum við þann hæ kenndur síðan. Hann hafði frá
barnæsku mikla hneigð til jarðræktar, og áhugi hins
unga manns um slík efni, grasafræði o. fl. þ. h., vakti
athygli Stefáns Stefánssonar, síðar skólameistara, og
Páls Briems amtmanns, og að ráði þeirra og tilstyrk
amtmanns fór Sigurður utan til búnaðarnáms í Nor-
egi og Danmörku og tók að þvi loknu við forstöðu
Hólaskóla 1902. Hann átti mestan þátt í stofnun Rækt-
unarfélags Norðurlands 1903 og var framkvæmdar-
stjóri þess hin fyrstu ór. Og undir handleiðslu hans
voru fyrstu stóru sáðslétturnar gerðar, þær sem kalla
mátti, að heppnuðust fullkomlega vel, en fram til
þessa hafði ræktunaraðferð þessi yfirleitt misheppn-
(93)