Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Qupperneq 102
um endurbætur á búfjárræktinni. — 1933 voru sett
ný ábúðarlög og endir bundinn á stapp um þessi
efni, er staðið hafði í nærri hálfa öld, siðan 1884.
Þessi lög voru mikil réttarbót leiguliðum í landinu.
í framhaldi af þessum lögum komu svo lögin um
erfðaábúð og óðalsrétt frá 1936. Sama ár voru sett
nýbýlalög. Var þar upp tekin að nokkru hugmynd
Jónasar Jónssonar, er lá að baki lagasetningunni um
byggingar- og landnámssjóð frá 1928 og fyrr getur.
1938 var svo nýbýlalöggjöfin endurskoðuð í lieild og
samræmd, og má kalla, að með því sé góður grund-
völlur lagður að eflingu nýbyggðar í sveitum lands-
ins með stuðningi ríkisins. í sambandi við nýbyggð-
ina og endurbyggingu bæja í sveitum má hér nefna
teiknistofu landbúnaðarins, er starfað hefur í sam-
bandi við Búnaðarbankann, fyrst undir stjórn Jó-
hanns Fr. Kristjánssonar og siðar Þóris Baldvins-
sonar, og átt merkan þátt í framförum í húsagerð í
sveitum landsins.
Siðan um lok heimsstyrjaldarinnar fyrri hefur bún-
aður hér á landi átt við ýmsa örðugleika að etja.
Helzta útflutningsvara landbúnaðarins, saltkjötið,
varð nær óseljanlegt eftir stríðið, nema á mjög þröng-
um markaði, í Noregi. Hér þurfti bráðra og gagn-
gerðra umbót'a, en með góðri samvinnu þingsins og
framleiðslufélaga bændanna tókst að gerbreyta með-
ferð vörunnar og afla nýrra markaða (frystihús,
kæliskip). Jafnframt hefur verið leyst af hendi stór-
kostlegt starf um byggingu mjólkurbúa og mjólkur-
stöðva til undirbúnings sölu og vinnslu mjólkur í æ
stærri stíl. En vegna sívaxandi ræktunar hefur mjólk-
urframleiðslan aukizt ár frá ári. Hér liafa samvinnu-
félögin einnig haft forustuna með stuðningi rikisins
og atbeina Búnaðarfélagsins. Elzt þessara stofnana
er Mjólkursamlag K. E. A., stofnað 1927, en stærst er
Mjólkurbú Flóamanna, stofnað 1929. Með ráðstöfunum
(100)