Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1966, Side 5

Freyr - 15.04.1966, Side 5
FREYR 183 FREYR BÚNADARBLAD Nr. 8—9 apríl-maí 1 966 62. órgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: AGNAR GUÐNASON GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) Heimilisfang: PÓSTHÓLF 390, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Prentsmiðja Jóns Helgasonar Reyk|avík - Slml 38740 Ritstlórn, innheimta, afgreiðsla og auglýslngar: Bœndahollinnl, Reykjavík — Slml 19200 EFNI: MjólkurstöS Samstaða í stað sundrungar Smjör og œðasjúkdómar Mjólk og mjólkurumbúðir Mjólkurframleiðsla og júgurbólga Mjólkurflutningar með nýju sniði Þjóðsögur, œvintýri og list Nýting undanrennu Framleiðslu- og dreifingarkostnaSur Heimilis-mjólkurtankar Mjólkurstöðvarnar Mjaltsjáin Molar Rýgresi Hreinsun rörmjaltakerfa M j ólkursamlag Mjólkurbú Mjólkurstöð í upphafi aldarinnar voru rjómahúin stofnuð. Varla gátu nafngiftir þeirra orðið á reiki, þau tóku á móti rjóma, gerðu smjör af honum og sendu áfir heim aftur. Svo liðu þau undir lok og ný fyrirtæki risu, er tóku á móti mjólk, seldu sumt af henni sem mjólk til neyzlu í bœjum og þorp- um en framleiddu svo skyr, smjör og osta, og síðar fleiri iðnaðarvörur. Að þessum framkvæmdum stóð jafnan félagsskapur framleiðenda mjólkurinnar. Þessar mót- tökustöðvar hafa verið að skapazt og mótazt síðan 1928 og hafa hlotið ýmiss nöfn, svo sem mjólkurstöð, mjólkur- samlag, mjólkurbú og í viðbót svo einkennisheiti þeirra samtaka eða staða, sem standa. Samlag er ágætt nafn, rétt eins og félag en það á bezt við samtök, hópmyndun, eða hvað maður vill kalla það, sem hópur manna sameinazt um til framkvœmda. Hinsvegar hefur heitið samlag verið yfirfœrt á stofnanir þœr, er veita mjólkinni viðtöku og vinna hana og dreifa afurðun- um til neytendanna. Hér er um að ræða óviðfeldna nafngift og naumast rétta. Félagssamtökin, sem að verknaði standa, eiga og mega heita samlög, bændurnir leggja sitt fram, hver sitt framlag svo af verður samlag. En það sem þeir leggja af mörkum — mjólkin — er allt flutt til ákveðins staðar, og hvort sem mjólkin er aðeins gerilsneydd eða hún er gerð að iðnvöru þá fer það fullt fram á staðnum, þar stanzar mjólkin áður en hún fer í ýmsum myndum áleiðis til neytenda, þetta er stöð á hennar leið og því ekki að hafa eitt samheiti á öllum þeim stöðvum, sem þjóna þessum tilgangi? Eigum við ekki héðan í frá að tala um MJÓLK- URSTÖÐ, hvar svo á landinu sem staðsetningin er? Samlagið er félagsskapur framleiðendanna. Mjólkurstöðin er móttökustaður vörunnar og vinnslu- staður og dreifingarstaður. G.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.