Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1966, Page 6

Freyr - 15.04.1966, Page 6
 ■ ■ ""-:■:■:■. : : :: : Osta- og Smjörsalan er til húsa í gömlu byggingu Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík Mjög vel hefur tekist með innréttingu og ytri frágang hússins. Fyrirtœkið vekur athygli og aðdáun fyrir frábœra umgengni jafnt úti sem inni. Osta- og Smjörsalan var stofnuö árið 1958. Samband íslenzkra samvinnufélaga og Mjólkursamsalan í Reykjavík stóðu að samningagerð um stofnun fyrirtœkisins en höfðu sérstakt umboð frá hinum einstöku mjólkursamlögum. Fyrstu stjórn skipuðu þeir Egill heitinn Thorarensen, Einar Ólafsson, Erlendur Einarsson, Helgi Pétursson, Hjalti Pálsson og Stefán Björnsson. Við brugðum okkur á fund Sigurðar Benediktssonar, framkvœmdastjóra Osta- og Smjörsölunnar og rœddum við hann. f stað sundrungar — Hvernig var sölu á smjöri og ostum háttað áður en O.S.S. tók til starfa? — Áður en Osta- og Smjörsalan var stofn- uð, höfðu mjólkurbúin umboðsmenn hér í bænum. S.Í.S. seldi fyrir sum þeirra en ýms- ir heildsalar fyrir önnur. Á þessum árum var mönnum farin að blöskra sundrungin í sölumálum mjólkursamlaganna. Gæði vörunnar voru æði misjöfn og jafn- framt mikið öryggisleysi í peningamálun- um. Það varð að breyta til og fá samstöðu um stofnun fyrirtækis, sem tæki að sér söl- una fyrir öll mjólkurbúin. — Var samkeppni milli búanna áður? —• Já það var bláköld samkeppni. —- Var gæðamat á smjöri áður? —- Nei, áður en O.S.S. var stofnuð var ekkert gæðamat til á mjólkurafurðunum, en við hófum það strax og höfum eftir fremsta megni reynt að stuðla að betri vöru,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.