Freyr - 15.04.1966, Page 8
186
FREYR
— Við höfum um 75% af sölunni. Þau
mjólkurbú, sem sjálf annast pökkun, selja
smjör undir eigin merki á sínum verðlags-
svæðum, að svo miklu leyti sem þau geta
annað eftirspurn.
— Hvernig er með dreifingarkostnaðinn?
— Kostnaður við sölu mjólkurafurða hér
í bænum var margfallt meiri áður en O.S.S.
tók til starfa. Mjólkursamlögin greiddu
yfirleitt um 10% í umboðslaun af smjörsöl-
unni og allt upp í 20% fyrir sölu á ostum.
Kostnaður við söluna hjá okkur hefur ekki
verið meiri en um 2% af söluverðmætum.
Annað, sem er mikilsvirði fyrir mjólkur-
búin er það, að við greiðum vöruna, sem við
seljum, aldrei seinna en mánuði eftir að sala
hefur átt sér stað.
Þarna hefur orðið mikil breyting, því áð-
ur áttu búin útistandandi hjá umboðsmönn-
um stórar upphæðir fyrir vörur, sem voru
löngu seldar.
Kaupmennirnir fá núna almanaksmánuð-
inn lánaðan í úttekt, og greiða þann 15.
næsta mánuði á eftir, þannig að þeir fá lánað
í 15-45 daga.
— Er rýrnunin minni nú en áður?
—• Já! Við höfum lagt áherzlu á að
byggja hér upp fyrsta flokks aðstöðu. Vör-
urnar eru geymdar við rétt hitastig, og
ströngustu kröfum um hreinlæti hefur