Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1966, Page 8

Freyr - 15.04.1966, Page 8
186 FREYR — Við höfum um 75% af sölunni. Þau mjólkurbú, sem sjálf annast pökkun, selja smjör undir eigin merki á sínum verðlags- svæðum, að svo miklu leyti sem þau geta annað eftirspurn. — Hvernig er með dreifingarkostnaðinn? — Kostnaður við sölu mjólkurafurða hér í bænum var margfallt meiri áður en O.S.S. tók til starfa. Mjólkursamlögin greiddu yfirleitt um 10% í umboðslaun af smjörsöl- unni og allt upp í 20% fyrir sölu á ostum. Kostnaður við söluna hjá okkur hefur ekki verið meiri en um 2% af söluverðmætum. Annað, sem er mikilsvirði fyrir mjólkur- búin er það, að við greiðum vöruna, sem við seljum, aldrei seinna en mánuði eftir að sala hefur átt sér stað. Þarna hefur orðið mikil breyting, því áð- ur áttu búin útistandandi hjá umboðsmönn- um stórar upphæðir fyrir vörur, sem voru löngu seldar. Kaupmennirnir fá núna almanaksmánuð- inn lánaðan í úttekt, og greiða þann 15. næsta mánuði á eftir, þannig að þeir fá lánað í 15-45 daga. — Er rýrnunin minni nú en áður? —• Já! Við höfum lagt áherzlu á að byggja hér upp fyrsta flokks aðstöðu. Vör- urnar eru geymdar við rétt hitastig, og ströngustu kröfum um hreinlæti hefur

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.