Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.1966, Qupperneq 16

Freyr - 15.04.1966, Qupperneq 16
194 FREYR 1. Dauðhreinsuð glös eða rör. 2. Hrein og sótthreinsuð júgur og spenar. 3. Fyrstu bunum úr júgrinu er ætíð mjólkað í mjólkurmál og síðan er mjólkursýnishornið tekið í glasið með hreinum höndum. 4. Kæling á mjólkursýnishorninu. Ef þessa er ekki gætt má búast við að hið mikla gerlamagn í óhreinindum í umhverfi kýrinnar og á henni sjálfri blandist í mjólk- ursýnishornið og geti á þann hátt valdið óyfirstíganlegum örðugleikum við hrein- ræktun og skilgreiningu hinna raunveru- júgurbólgugerla. Aðaltegundir júgurbólgugerla Um það bil 12 mismunandi gerlategundir orsaka venjulega júgurbólgu. Á grundvelli þeirrar vitneskju er eðlilegt að skipta júgurbólgu í tvo flokka eftir meg- inorsökum þeirra: 1. Smitandi júgurbólga. (B, H, C, G og L-keðjugerlar). 2. Eldisjúgurbólga.* (klasagerlar, ýmsar tegundir keðjugerla, C. pyogenes og E. Coli). Rannsókn á mótstöðu júgurbólgugerla gegn fúkkalyíjum (næmispróf) Við skilgreiningu júgurbólgugerla er, á rannsóknarstofum, bæði hægt og nauðsyn- legt að rannsaka mótstöðuhæfni þeirra gegn hinum algengustu fúkkalyfjum og á þann hátt upplýsa mjólkurframleiðendur um, hvaða lyf henta bezt til þess að kveða niður júgurbólguna. Hér skal því gerð nokkur nánari grein fyr- ir lyfjanotkun gegn júgurbólgu. * MeS eldisjúgurbólgu er ótt viS júgurbólgu, sem stendur í sambandi viS minnkandi mótstöSuafl júgursins vegna sí- vaxandi krafa um nythœS. Lyf gegn júgurbólgu Allt frá því að Nocard og Mallerau árið 1887 fóru að nota bórsýru sem læknislyf gegn júgurbólgu af völdum keðjugerla, hafa ýmis lyf, t. d. fenól, joð, samsett silfurlyf, súlfalyf o fl. verið reynd, vanalega með misjöfnum árangri. Sameiginlegt flestum þessarra lyfja er að þau verka jafnframt skaðlega ertandi á hina viðkvæmu vefi júgursins. Við uppgötvun penicillíns og notkun þess gegn júgurbólgu (1944—1945) og síðar upp- götvun margra annarra tegunda fúkkalyfja, virtist í fyrstu fundin leið til útrýmingar júgurbólgunni. Síðan má heita að allar til- raunir til lækningar á júgurbólgu hafi farið fram með slíkum lyfjum eða lyfjablöndum. Ef t. d. er um að ræða smit með B-keðju- gerlum virðist penicillínið hafa verið og er enn í dag talið öruggasta lyfið. 1 mörgum öðrum tilfellum af júgurbólgu, sem aðrar gerlategundir valda, hefir komið í ljós, að gerlarnir hafa meira eða minna mótstöðu- afl gegn penicillíni og í þeim tilfellum eru reynd önnur lyf, t. d. tetracyclín, chloram- phenicol, streptomýcín, neomýcín o fl. eða blöndur slíkra lyfja og annarra, t, d, súlfa- lyfja. Við rannsóknir erlendis á seinni árum, hefir þó komið í ljós, að klasagerlategundir (einkum Staph. aureus), sem áður bar sára- lítið á, en hafa verulegt mótstöðuafl gegn penicillíni, hafa náð meiri og meiri út- breiðslu í þróuðum mjólkurframleiðslu- löndum. Á Englandi fann t. d. C. D. Wilson (1961) að 70.6% af hreinræktuðum klasagerlum höfðu mótstöðu gegn penicillíni, 20% þeirra mótstöðu gegn streptomýcíni og 5.1% gegn tetracyclíni. G. Russel og Wilson fundu (1962) að 39 gerlastofnar af 688 blönduðum tegundum höfðu mótstöðu gegn penicillíni, 110 gegn streptomýcíni og 54 gegn tetracyclíni. Ástæða þess að æ fleiri gerlastofnar, sem valda júgurbólgu, sýna mótstöðu gegn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.