Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 17

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 17
FREYR 195 fúkkalyfjum er talin hin mjög ört vaxandi notkun þeirra. I öðrum löndum, t. d. í Danmörku, þar sem ströng reglugerðarákvæði gilda um notkun slíkra lyfja, hafa sérfræðingar á rannsóknarstofum ekki fundið jafn háa hundraðshlutatölu klasagerla með mótstöðu gegn ofangreindum lyfjum. Tjón. landbúnaðarins af völdum iúgurbólgu í flestum þróuðum mjólkurframleiðslu- löndum er það tjón, sem júgurbólga veldur landbúnaðinum árlega, gífurlegt. Vegna hinnar miklu útbreiðslu júgurbólgunnar er ógjörlegt að reikna það tjón með nákvæm- um tölum. Þó hefir víða verið reynt að meta hið ár- lega tjón á grundvelli víðtækra rannsókna eins og að framan greinir. Upplýsingar frá Englandi gefa til kynna að tjón af völdum júgurbólgu nemi Um 2300 milljónum króna. í Bandríkjunum er það metið á 9700 millj- ónir króna og hliðstæðar tölur frá Dan- mörku fyrir árið 1958 liggja um 375 millj. ísl. króna. Hér er um verulegar fjárhæðir að ræða og júgurbólgan álitin sá búfjárkvilli, sem mestu tjóni veldur. Ástand og horfur í þessum málum hér á landi Hér á landi er baráttan gegn júgurbólgu í kúm enn á algjöru frumstigi. Héraðsdýralæknum ber, samkvæmt lög- um og reglugerðarákvæðum að framkvæma árlega kúaskoðun hjá öllum mjólkurfram- leiðendum, sem selja mjólk í mjólkursam- sölu. Sú skoðun fer fram einhverntíma á ár- inu. Veigamestu atriði skoðunarinnar er leit að smitnæmum sjúkdómum — einkum júg- urbólgu, eftirlit með heilbrigði mjólkukúa, hreinlæti, fóðrun og aðbúnaði. Það hlítur að liggja í augum uppi, að ein slík árleg yfirferð dýralæknis, sem er hlað- inn margháttuðum öðrum og aðkallandi störfum, oft í allt of stórum umdæmum, er engan veginn einhlít til eftirlits með júgur- bólgu. I þeim efnum getur ástandið gjörbreytzt á örfáum dögum. Það mun ekki algengt að dýralæknir sé sóttur þó um júgurbólgu sé að ræða, heldur aflar bóndinn sér, frá dýra- lækni eða lyfjabúð, hæfilegra birgða af fúkkalyfjum, oftast penicillíni, sem hann svo notar eftir hendinni. Af framanskráðri reynslu erlendis, er vafalaust engin trygging fyrir því, að lyfið sem notað er eigi einmitt við í þessu tilfelli og lyflækningin á þann hátt beri tilætlaðan árangur. Það fer allt eftir því hvaða gerla- tegund veldur júgurbólgunni í hvert skipti. Ef lyfið verkar ekki nógu vel má því bú- ast við, að júgurbólgan taki sig upp aftur eftir lengri eða skemmri tíma. Þá er notað sama lyfið aftur með svipuðum eða enn lakari árangri og svo koll af kolli þar til mikill hluti júgurvefsins rýrnar og mjólkur- myndunin að sama skapi. Hér eru að verki óskilgreindir júgur- bólgugerlar, sem hafa mótstöðuafl gegn hinum notuðu fúkkalyfjum. Allan þennan tíma er hætta á að smit geti borist í aðrar kýr í fjósinu og getur því skap- ast ástand, sem er lítt viðráðanlegt. Slíkar kýr skila minnkuðum arði, lyfin eru dýr og að lokum getur svo farið að lóga þurfi einni eða fleiri kúm af þessari ástæðu og ósjaldan áður en kýrin kemst í hæstu nyt (um 6.-7. burð). í þessu sambandi eru fleiri atriði, sem verður að hafa í huga. Óheimilt er að selja miólk úr júgurbólgusjúkum júgurhlutum, bæði er, að samsetning mjólkurinn breytist verulega, eins og að framan greinir, og hins- vegar hækkar gerlamagn mjólkurinn veru- lega. Það getur haft þær afleiðingar, að mjólk- in flokkast lakar og skal í því sambandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.