Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Síða 25

Freyr - 15.04.1966, Síða 25
FREYR 203 ÞJÓÐSÖGUR ÆVINTÝRI OG LIST "WmjÖít i <jlóc)anau(ja nxitt, (jrunna Margur sá, sem alizt hefur upp á kirkjustað í sveit, mun kannast við andann í myndinni þeirri arna, þótt hann hafi ef til vill aldrei komizt svo langt að sjá sjálfan drauginn. Hann hefur vitað af honum fyrir því. Mynd- in er gerð út af ágcetri þjóðsögu, skráðri af séra Friðrik Eggerz, svohljóðandi: „Það er i frásögur fœrt, að fyrrum hafi verið stúlka á kirkjustað, er Guðrún hét, og hafi leið hennar legið á málum til fjóssins framhjá kirkjugarðinum. Á þá draugur eitt sinn, þegar hún fór fram hjá að hafa kallað til hennar úr kirkjugarðinum: „Horfðu í glóðarauga mitt, Gunna“. Hún leit við og svaraði: „Sjá þú í gump minn og gráar geilar“. Sakaði hana ekki, af því að henni varð ekki orðfall, því að lífið liggur á því að svara draugum jafnan fullum hálsi, ef þeir yrða á mann“.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.