Freyr - 15.04.1966, Qupperneq 28
206
FREYR
Eitt kg undanrennumjöl jafngildir — við
venjulega fóðrun — 11 kg undarennu.
Bændur geta fengið dálítið af mjöli á niður-
greiddu verði, kr. 8,00 hvert kg, eða 5,82 á
fóðureiningu. Að kaupa undanrennumjöl til
fóðurs, á venjulegu innanlandsverði, borgar
sig að sjálfsögðu ekki.
2. Önnur notkun undanrennumjöls
Ég vil nefna hér stuttlega að í USA á notkun
undanrennu sér langa þróun. Nú er þar gert
mjöl úr allri undanrennu og af því fer bara
1,5% til fóðurs. Þeirra rökfærzla er, að und-
anrennumiölið sé allt of verðmætt til þess
að vera ekki notað sem mannafæða.
Undanrennumjölið fer hjá þeim til:
Baksturs__________________________________________ 31,3 %
H°imilispcikkninga _______________________________ 29,3 %
Mjólkurvöruframleiðslu____________________________ 19,1 %
Kjötvörublöndunar _________________________________ 7,3 %
Annars____________________________________________ 13,0 %
Ameríkanar neyta ca 2,45 kg af mjólkur-
dufti á mann árlega. Framleiðendur segjast
fá margfalt hráefnisverðið, þegar því er
varið á þennan hátt.
Islendingar neyta 0,85 kg á mann árlega
og af því er 80% notuð í skyrframleiðslu.
Enn einn möguleiki er til að losna við
undanrennumjölið, það er með því að gera
af því nýmjólk, með smiör og vatnsíblönd-
un, í hinum svonefnda Ultra-Tvirrax-bland-
ara, sem oft er kallaður „járnkýr“.
Nú eru það aðeins varðskinin, sem hafa
þennan blandara. Þeir eru tiltölulega ódýr-
ir, og þannig ætti að vera möguleiki bæði
fyrir fiskibáta og einstaka einangraða staði
að útvega sér bá.
Til að laga 100 lítra af nýmiólk barf um
4,8 kg smiör, 10 kg undanrennumjöl og 85 1
af vatni. Þetta kostar:
4,8 kg smjör á 87,25 ____________________kr. 418,80
10 kg undanrennumjöl_____________________ 302,00
kr. 720,80
Einn lítri mjólkur mundi þannig kosta
kr. 7,50 með kostnaði við blöndunina.
Ég vil að lokum nefna, að það hafa verið
gerðar tilraunir með 2% innblöndun af
mjöli í kraftfóður, með góðum árangri.
C. Framleiðsla ó kaseini
Stærsti hluti af kaseinframleiðslu í heimin-
um er nú notaður í iðnaðinum, m. a. í pappír,
lím-málningu og plastframleiðslu. Menn
búast þó við, að notkun kaseins til manneld-
is muni aukast mikið í framtíðinni.
Kasein er hægt að nota sem fóður, bæði
handa svínum og loðdýrum, en er sennilega
dýrt samanborið við kraftfóður.
Af kaseini er einnig hægt að búa til kas-
einöt. Þau eru lítt uppleysanleg og eru mik-
ið notuð í kjötiðnaði, í brauðgerðarhúsum
og við framleiðslu margra fæðutegunda, þar
sem æskilegt er að hafa mikið af mjólkur-
eggjahvítu.
Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti er
það ýmislegt, sem hægt er að nota undan-
rennuna til.
Hvað snertir innanlandsmarkað tel ég, að
aukin notkun á mjólk til mannafæðu og
aukin svínarækt geti gert mikið. Við getum
litið svolítið nánar á svínarækt. Gerum við
ráð fyrir, að byggð yrðu svínabú á landinu
með til samans 500 gyltum, bær mundu geta
séð fyrir 7 milljónum lítra af undanrennu á
ári eða rúmlega f jórða hluta af undanrennu-
afganginum. Með 16 grísi á ári, að meðaltali,
mundum við fá 8000 svín til slátrunar. Það
gerir ca 544000 kg kjöt eða 2,9 kg á mann.
Til samanburðar get ég nefnt, að árið 1964
neyttu íslendingar 40 kg af kindakjöti á
mann
Hvað erlendan markað snertir verður
manni að vera ljóst, að útflutningur í dag,
af hvaða miólkurvöru sem er, gefur lélegt
miólkurverð. Það er því matsatriði hverju
sinni að finna í hvaða formi er bezt að
flytja út bað undanrennumagn, sem ekki er
hægt að finna skynsamlega notkun fyrir
innanlands.