Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1966, Side 29

Freyr - 15.04.1966, Side 29
FREYR 207 Framleiðslu- og dreiiingarkostnaður á mjólk og mjólkurvörum í iöndum O.E.C.D. Á síðastliðnu ári gaf O.E.C.D. út skýrslu um framleiðslu og dreifingarkostnað á mjólk og mjólkurvörum. Skýrslan var samin á árun- um 1961-1963 og gefur ágæta upplýsingar um milliliðakostnað mjólkurframleiðslunar í 12 löndum Evrópu. Skýrslan er samin af Hans R. Espersen, Landbúnaðarháskólan- um í Kaupmannahöfn. Austurríki: Sagt er frá því að mörg mjólkurbú hafa komið á fót litlum móttökustöðvum fyrir mjólk, þar sem bændur koma með sína mjólk kvölds og morgna og aðstaða er fyrir hendi til þess að kæla hana. Aðal stefnan í verðlagsmálum bænda er sú, að bændur fái sómasamlegt verð fyrir sína mjólk og allir bændur landsins fái sama verð fyrir innlagða mjólk hvar sem er, og auk þess án tillits til þess sem gert er við hana. Öll verðlagning mjólkur og mjólkur- afurða er framkvæmd af stjórnskipaðri nefnd. Verðlagningin er athyglisverð að því leyti, að fitueiningin er verðlögð og jafn- framt undanrenna. Þessi verð mynda síðan grundvöllin fyrir verðlagningu afurðanna. Þar fyrir utan fá bændur beinan styrk frá ríki, sem kemur á innlagða mjólk. I maímán- uði nam þessi ríkisstyrkur 33% af útborg- unarverði mjólkurbúanna. Belgia: Einkennandi er hér, að svo virðist sem mjólkurframleiðendur séu ekki mjög bundnir skipulagningu, t. d. eru um það bil 50% af neyzlumjólkinni seld utan mjólkur- búa og 38% af smjörframleiðslunni eru framleidd á sveitaheimilum og seld beint til neytenda. í stórbæjum er heimsending á mjólk al- geng. Danmörk: Þar sem 90% af innvegnu mjólkurmagni mjólkurbúanna er vinnslumjólk, sem síðan fer að stórum hluta til útflutnings, myndar útf lutningsverðmæti mj ólkuraf urðanna mjólkurútborgunarverðið til framleiðend- anna. Mjólkurverð til bænda er myndað á þann hátt, að fitan og undanrennan í mjólk- inni er borguð hvor í sínu lagi. Verð á fitueiningu er fundið út frá verði smjörsins, og verð á undanrennu er ákveðið með hliðsjón af notagildi hennar til fóðrun- ar og ostagerðar. Frakkland: Mjólkurdreifingu í París er lýst. Aðalflutn- ingaleið mjólkurinnar er 200-250 km og af þeim sökum er flutningskostnaður hár. 65-75% af mjólkurmagninu kemur frá einkamjólkurbúum, og 35-25% frá sam- vinnumj ólkurbúum. V -Þýzkdland: Samkvæmt lögum hefur hvert mjólkurbú fengið úthlutað ákveðnu mjólkurfram- leiðslusvæði. Þessi lög stemma stigu fyrir því, að mjólkurframleiðslusvæðin grípi hvort inn í annað og flutningskostnaður verði óeðlilega hár. Samhliða því fá mjólk-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.