Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 30

Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 30
208 FREYR urbúin ákveðin sölusvæði fyrir neyzlu- mjólk og óeðlilegri samkeppni er þannig haldið niðri. Dreifingarkostnaður verður þar af leiðandi lægri. Þannig gefur löggjaf- inn mjólkurbúunum einkaleyfi á mjólkur- sölu, og af þeim sökum er sett ákveðið há- marksverð á mjólk. Löggjafinn hefur látið koma til fram- kvæmda verðmismun á seldri mjólk til neyzlu og rjóma og vinnslumjólk hinsvegar. Neyzlumjólkin gefur meiri arð, en þessi hagnaður kemur ekki til útborgunar hjá neyzlumjólkurbúunum, heldur er hann dreginn saman í sjóð og sá sjóður notaður til þess að verðuppbæta alla mjólk sem skilar lakara mjólkurverði. Ríkissjóður greiðir mjólkurframleiðend- um beinan styrk á innvegið kg og er athygl- isvert, að styrkurinn greiðist samkvæmt flokkum mjólkurinnar og þá hæst á 1. flokk. Neyzlumjólk er fitujöfnuð á 3,0% fitu- innihald. 50% af neyzlumjólkinni er seld í lausu máli og 40% er seld í flöskum, hyrnum og pergaumbúðum. Grikkland: 59% af mjólkurframleiðslunni er geita og sauðamjólk og er þessi mjólk aðallega not- uð til ostagerðar. írland: 1 sambandi við sölu og dreifingu á neyzlu- mjólk eru engin lagaákvæði í gildi, sem tak- marka rétt einstakra mjólkurframleiðenda eða mjólkurbúa til að selja mjólk til neyt- enda. En löggjafinn hefur skipt landinu nið- ur í framleiðslu- og sölusvæði og fá mjólkur- framleiðendur einkaleyfi til mjólkursölu á vissum svæðum. Italía: Árið 1962 var í Róm byrjað að pakka neyzlu- mjólk í hyrnur og árangurinn varð mjög góður, sem sjá má á því, að ári seinna var 43% af mjólkurmagninu selt í hyrnum. Athyglisverð þróun virðist eiga sér stað viðvíkjandi fituinnihaldi sölumjólkur. Undanrenna og mjólk með 1,0 og 1,8% fituinnihaldi verða vinsælli og er nú svo komið, að um það bil 20% af neyzlumjólk- inni eru þessar tegundir. Bændur, sem kæla sína mjólk niður í 4° C, fá hærra verð en ella. Mjólkin er fitumæld og verður hún að innihalda 3,5% fitu, að öðrum kosti er hún endursend bændum. Þetta gildir aðeins neyzlumj ólkurf ramleiðendur. Holland: Verðjöfnunarsjóður er starfandi sem jafnar út ágóða af sölumjólk til þeirra mjólkurbúa, sem hafa mikla vinnslumjólk. Verðlagning neyzlumjólkurinnar er frjáls, en hliðsjón er höfð af útreiknuðu mjólkurverði ríkis- stjórnarinnar. Ríkið hefur samt sem áður óformlegt eftirlit með verðlagningunni. Um það bil 75% af allri mjólk, sem fram- leidd er í Hollandi, fer til samvinnumjólkur- búanna. í Haag eru um það bil 70% af neyzlumjólkinni seld frá kaupmannabúð- um og heimsending á mjólk er algeng. Svíþjóð: Mjólk, sem seld er til neyzlu, rjóma- og ostagerðir, gefur mestan ágóða og af þeim sökum er lagður skattur á þessar fram- leiðslugreinar. Skatturinn myndar verð- jöfnunarsjóð mjólkurbúanna. Úr verðjöfn- unarsjóði eru greiddar útflutningsbætur á smjör, ost og mjólkurmjöl, geymslugjald á smjöri, auglýsingar, niðurgreiðslu á smjöri og auk þess er greidd upphæð beint á inn- veginn mjólkurlítra mjólkurbúanna. Smásöluverð á ostum er ákveðið af smá- söluaðilanum og sama gildir heildsöluverð- ið; það er ákvarðað af heildsalanum. En þar sem stærsti hluti ostaframleiðslunar fer til ostaheildsölu mjólkurbúanna kemur ekki til átaka um heildsöluverðið. Milliliðakostn- aður er hár í Svíþjóð, hærri en almennt gerist, en taka verður tillit til gæða vörunn- ar og þjónustu mjólkuriðnaðarins gagnvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.