Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1966, Side 34

Freyr - 15.04.1966, Side 34
212 FREYR Vaccum mjólkurtankur með áfastri kœlivél. Tankinn má tengja beint við rörmjaltakerfið. vegunum þessari flutningaaðferð fjötur um fót á komandi árum. En vafalaust geta einhver mjólkurbú á komandi árum haft hagnað af að taka þetta flutningafyrirkomu- lag í notkun í einstökum sveitum. Tankflutningar í framkvæmcL Til þess að koma þessari flutningaaðferð til framkvæmda, eru við hafðar tvær mismun- andi leiðir. Fyrri aðferðin er sú, að mjólk- urbúið sér um alla framkvæmdina, kaupir tankana og leigir síðan framleiðandanurn tankinn gegn hæfilegu gjaldi. Þetta gjald er oftast ákveðin upphæð á hvern mjólkur- lítra, sem fer í gegnum tankinn. Aðalkostur við þetta er sá, að stofnkostnaðurinn kemur ekki eins við framleiðandann, auðveldara er að „tankvæða“ heila sveit, þegar fram- leiðendur leggja ekki fram stofnkostnaðinn, og kemur þá fremur fram reksturshagnað- ur strax í byrjun, og þegar mjólkurbúið er eigandi að öllum heimilistönkunum, er auð- velt að víxla misstórum tönkum á milli bæja án aukakostnaðar fyrir framleiðandann. En þessi aðferð verður tæplega viðhöfð nema mjólkurbúið ráði yfir tölverðu fjármagni. Önnur aðferð er sú, að mjólkurbúið er aðeins milligönguaðili með útvegun tank- ana. Bændur munu þá kaupa tankana eftir efnum og ástæðum. Eignarétturinn verður þá þeirra. Segja má, að þetta sé hægfarari þróun. Heimilistankar munu þá fyrst og fremst koma á þá bæi, sem sérstaklega sjá sér hag í notkun þeirra. Ef mjólkurbíllinn sækir síðan mjólkina heim á hlað annan hvern dag á þessa bæi, kemur fram veruleg- ur hagnaður fyrir mjólkurframleiðandann. En aftur á móti sparast fyrst um sinn lítið í flutningskostnaði. Vœntanlegar framkvœmdir á íslandi 1 marzmánuði árið 1964 hóf Mjólkursamlag- ið í Borgarnesi flutning á mjólk með tankbíl frá bændum. Til þessa hefur enginn heim- ilismjólkurtankur verið í notkun í Borgar- firði og hefur því tankbíllinn sogið mjólkina upp úr brúsunum. Tankbíllinn hefur hingað til sótt mjólk daglega á sveitabæina. Þessi framkvæmd er aðeins skref í átt að tak- markinu. Mjólkursamlagið hefur nú öðlazt reynslu 1 meðferð tankbílsins, bæði í sam- bandi við samlagið og úti á vegum. I sept- Sœnskur mjólkur- tankur með áfastri kœlivél.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.