Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 36
214
FREYR
sótt er mjólk. Bílstjóri á heldur ekki að
ganga gegnum fjósið til þess að komast
inn í mjólkurhúsið. Mjólkurtankbíllinn
þarf að geta ekið beint að mjólkurhús-
inu, og fjarlægð bílsins frá mjólkur-
tanknum má ekki vera meiri heldur en
5 metrar.
Til þess að geta komið tanknum inn í
mjólkurhúsið, verða að vera nægilega
stórar dyr (eða op), sem ekki má festa
fullkomlega aftur, þar sem ef til vill þarf
síðar meir að taka tankinn út til viðgerð-
ar eða skipta. Dyraopið getur t.d. verið
tvöföld hurð eða laus tréveggur. Breidd-
in á dyraopi verður að vera minnst 135
cm. Þar kemst 600 1 tankur inn.
b) Gólfið í mjólkurhúsi á að vera úr hörðu,
sterku efni og með niðurfalli. Gólfið get-
ur auðveldlega verið sléttpússað — úr
sterkri sandsteypu. Gólfinu á að halla að
niðurfalli. Veggir eiga að vera úr sléttu,
hörðu efni í allt að 150 cm hæð frá gólfi.
— Múraða veggi á að sléttpússa, en timb-
urveggi á að klæða með plötum úr hörðu
efni, sem þolir þvott, t. d. ýmsum gerðum
af plastplötum eða þunnum álplötum.
Ef mjólkurhús er búið til úr timbri,
verður að steypa minnst 15 cm sökkul
upp fyrir gólfhæð, til þess að hindra, að
vatn og raki eyðileggi veggina. Veggi og
loft á að mála í ljósum lit, með málningu,
sem þolir þvott. Gluggar eiga að vera á
hjörum og það stórir, að góð birta sé í
húsinu. Þvottaborð á að vera í góðri
birtu.
c) Loftræstingu í mjólkurhúsi má ekki
gleyma. Ef loftræsting er slæm í mjólkur-
húsi, kemur fram mygla á veggjunum og
í lofti. Loftrás fyrir kælivél á að vera sem
næst kælivélinni. Til þess að fyrirbyggja
raka á veggjum og í lofti, verður að ein-
angra mjólkurhúsið vel.
d) Rafljós í mjólkurhúsi á að vera þannig,
að auðvelt sé að yfirlíta tankinn að
innan, eins á að vera góð birta yfir
þvottaborði. Ljósrör gefa bezta birtu.
e) Þegar byggt er mjólkurhús, verður gólf-
rýmið að vera það mikið, að gott rými sé
fyrir mjólkurtank, athafnasvæði fyrir
þvott og geymslu á mjaltaáhöldum.
Tankurinn má ekki koma of nálægt vegg,
ca. 50 cm bil á að vera milli veggjar og
tanks. Hreinsun og viðhald er þá auðvelt
að framkvæma umhverfis tankinn. 1
mjólkurhúsi á að vera þvottaborð og
vatnshitari.
ATHUGASEMD
í greininni hér að framan er sagt að ca. 4000 býli í
Svíþjóð hafi heimilismjólkurtanka. Þar sem þróun-
in í þessu málum er hröð þar í landi er þetta ekki
rétt mynd í dag. — í árslok 1965 voru liðlega 6500
sveitabæir í Svíþjóð sem höfðu heimilismjólkurtank.
Það þýðir að ca. 4 % af mjólkurframleiðendum
höfðu slíkan útbúnað. Heildarmjólkurmagn frá þess-
um bæjum nam 450 millj. kg á árinu og er það um
það bil 14% af heildarmjólkurmagni landsins. Sést
á þessu að meðal mjólkurmagn á hvern heimilis-
tank er ca. 70.000 kg á ári.