Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1966, Page 39

Freyr - 15.04.1966, Page 39
FREYR 217 Mjólkurstöðin í Borgarnesi Mjólkursamlag Kaupfélags BorgfirSinga tók til starfa 1932. í Borgarfirði hafði áður verið mjólkurvinnsla fjölbreyttari og meiri en annarsstaðar, svo sem niðursuða rjóma á Beigalda og niðursuða mjólkur þar og í Borgarnesi. Eftir stofnun Mjólkursamlags Borgfirð- inga var framvegis um að ræða niðursuðu og síðar ostaframleiðsla. Baulumjólk og Auðhumlumjólk voru borgfirzkar afurðir. í mjólkurstöðinni eru iðnvörur fram- leiddar auk þess sem nýmjólk fer á neyzlu- mjólkurmarkað, er nemur meira en helm- ingi þess, er stöðin fekur á móti. Síðan mjólkurstöðvarnar í Búðardal og Grafar- nesi voru reistar hefur minnkað það magn mjólkur, sem kemur til Borgarness enda þótt mjólkurframleiðsla í Borgarfirði hafi farið vaxandi. Eftirfarandi tölur sýna innvegið magn í stöðina: Árið 1933 460.436 kg — 1943 2.638.878 — — 1955 5.081.264 — — 1963 9.949.924 — — 1964 9.233.808 — — 1965 9.062.502 — Sigurður Guðbrandsson Stöðvarstjóri í Borgarnesi er Sigurður Guðbrandsson og hefur verið það frá 1933. Mjólkurstöðin í Borgarnesi

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.