Freyr - 15.04.1966, Side 43
FREYR
221
M j ólkur stöðin
á Hvammstanga
Árið 1959 tók til starfa mjólkurstöð a
Hvammstanga. Mjólkurstöðin er eign
mjólkursamlags Kaupfélaganna á Hvamms-
tanga og Borðeyrar. Mjólkurinnleggjendur
eru úr Vestur Húnavatnssýslu og Stranda-
sýslu allt norður í Steingrímsfjörð. Mjólk-
urstöðin var byggð árið 1959 og er vönduð
í alla staði. Allar vélar eru nýjar.
Á Hvammstanga eru 330 manns búandi og
er þar af leiðandi um lítinn heimamarkað
að ræða fyrir stöðina. Ekkert mjólkursam-
lag á landinu býr við jafn óhagstæð skilyrði
til neyslumjólkursölu. Mjólkurstöðin er því
nær eingöngu vinnslustöð. Aðal framleiðsla
samlagsins er ostur, 30% og 45% brauðost-
ur, auk þess er þar framleitt smjör, kasein,
skyr og rjómi. Árið 1965 var innvegið mjólk-
Brynjólfur Sveinbergsson
stöðvarstjóri
urmagn stöðvarinnar 3.161.677 kg og þar af
var selt sem neyslumjólk 98.145 ltr.
Mjólkurstöðvastjóri hefur verið frá byrj-
un Brynjólfur Sveinbergsson, mjólkurfræð-
ingur.
Mjólkurstöðin í Ólafsfirði
Á Ólafsfirði var sett á stofn mjólkurstöð ár-
ið 1959. Að stöðinni stendur mjólkursamlag
Kaupfélags Ólafsfjarðar og frá byrjun hef-
ur kaupfélagið séð um rekstur stöðvarinn-
ar. Stöðin er til húsa í verslunarbyggingu
kaupfélagsins. Þar eru vélar til gerilsneyð-
ingar á nýmjólk og tilheyrandi átöppunar-
vélar. Aðstaða er þarna einnig til þess að
framleiða skyr og smjör. Þar sem aðeins
eru um það bil 25 mjólkurinnleggjendur í
stöðinni, gera þeir varla betur en að full-
nægja Ólafsfirði með nýmjólk allt árið, en
yfir sumartímann er um lítilsháttar smjör-
framleiðslu að ræða. Árið 1965 varð mjólk-
urinnlegg 395.241 kg og þar af var selt sem
neyslumjólk 261.706 ltr.
Norsk Hydro
hefur tilkynnt viðskiptaaðiljum sínum, að frá og
með árinu 1967 verði félaginu auðveldara að verða
við óskum þeirra, en verið hefur í fyrra og í ár.
Blandaður áburður er notaður í vaxandi mæli og
Norsk Hydro hefur skort hráefni I hann til þess að
geta sinnt sívaxandi eftirspurn, verksmiðjan í
Glomfirði fékk ekki nærri nóg hráefni. En nú er
verið að reisa verksmiðju á Herey, hún á að verða
fullgerð árið 1967 og geta framleitt 400.000 lestir
áburðar um árið, og það munar um minna. Til þess
að gera sér hugmynd um hve þetta er mikið magn
má hafa verksmiðjuna í Gufunesi sem mælikvarða,
en hún framleiðir rúmlega 20 þúsund tonn á ári
og hefur samtals framleitt 212 þúsund lestir síðan
hún tók til starfa fyrir 12 árum, en það er að þyngd
um það bil helmingur þess, sem umrædd verksmiðja
Norsk Hydro skal framleiða árlega. Svo stórkost-
leg er áburðarframleiðslan og aukning áburðarnotk-
unar.