Freyr - 15.04.1966, Side 44
222
FREYR
Mjólkurstöðin á Blönduósi
Árið 1964 tók til starfa á Blönduósi mjólkur-
stöð, sem rekin var af mjólkursamlegi Slát-
urfélags Austur Húnvetninga. Fyrir nokkr-
um árum var nafni félagsins breytt og heitir
það nú Sölufélag Austur Húnvetninga.
Mjólkurstöðin hefur ávallt verið rekin með
sérhæfðu sniði, þar sem aðal framleiðsla
stöðvarinnar hefur verið frá upphafi þur-
mjólkurgerð. Á árunum 1959-1963 fóru fram
gagngerðar endurbætur á húsum og vélum
stöðvarinnar. Byggð var stór viðbygging og
flestar vélar stöðvarinnar endurnýjaðar,
þannig, að í dag stendur mjólkurstöðin mjög
vel að vígi með það að mæta aukinni mjólk-
urframleiðslu og auknum kröfum. Innan-
lands markaður fyrir undanrennu og ný-
mjólkurmjöl er af mjög skornum skammti
og því hefur orðið að flytja nær alla fram-
leiðslu mjólkurstöðvarinnar út úr landi.
Auk þessa framleiðir mjólkurstöðiin
smjör, skyr, rjóma og neyslumjólk fyrir
Blöndós.
Sveinn Ellertsson
Árið 1965 varð innvegið mjólkurmagn
stöðvarinnar 3.685,169 kg og þar af var selt
sem neyslumjólk 201.770 ltr.
Fyrstu starfsárin veitti Oddur Magnús-
son, mjólkurfræðingur, stöðinni forstöðu,
en frá árinu 1954 hefur Sveinn Ellertsson,
mjólkurfræðingur veitt henni forstöðu.
Mjólkurstöðin
á Blönduósi