Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1966, Page 50

Freyr - 15.04.1966, Page 50
228 FREYR Mjólkurstöðin á Djúpavogi Mj ólkursamlag Kaupfélags Berufjarðar tók til starfa árið 1962. Ýmsir hafa gert athugasemdir við það, að hlutast er til um byggingu mjólkurstöðva á smá stöðum, þar sem mjólkursala er lítil. Þeim er því að svara, að auðvitað vilja allir neytendur fá gerilsneydda og hreins- aða mjólk, jafnt á litlum stöðum og stórum. Þó að neytendur á Djúpavogi noti ekki sem neyzlumjólk nema um 30% af því magni, sem kemur til stöðvarinnar, er rekstur henn- ar jafnt réttmætur fyrir því. þar að auki er svo selt smjör og skyr, sem unnið er á staðn- um. Og svo er ekki hinu að leyna, að í þorp- inu væri vandræða ástand, ef ekki væri Mjólkurstöðin, sem Kaupfélagið á og rekur. Þorsteinn Sveinsson I sambandi við mjólkurframleiðslu þessa svæðis, og flutning til stöðvarinnar, er vert að geta þess, að fyrir byggðarlagið er ómet- anleg sú samgöngubót, sem til hefur orðið í sambandi við mjólkurflutninga, og er það líka atriði, sem vert er að telja með, einkum í strjálbýlum héruðum. Kaupfélagsstjórinn á Djúpavogi, Þor- steinn Sveinsson, er jafnframt stöðvarstjóri. Mjólkurstöðin tók á móti mjólk, sem hér segir: Árið 1964 366.232 kg — 1965 430.571 — Mjólkurstöðin á Djúpavogi

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.