Freyr - 15.04.1966, Page 56
234
FREYR
útu hættir kýrin að selja um stund, en
byrjar á fjórðu mínútu að selja mjólkinni
aftur — tvíselur — og því tekur það sjö mín-
útur að fullmjólka kúna. Á sjóngleri mjalta-
sjárinnar sjást sveiflurnar, sem verða á
mjólkurrennslinu við mjaltir, og eru þær
þá jafnframt bending um, að það hefði átt
að búa kúna betur undir mjaltir, með því að
hreinsa og strjúka júgrið með klút, undnum
upp úr volgri dauðhreinsiupplausn, og
mjólka fyrstu mjólkurbogana úr hverjum
spena í sýniskönnu um einni mínútu áður
en spenahylkin voru sett á júgrið. Það á ekki
að setja spenahylkin á, fyrr en mjólkin er
fallin til júgursins.
Mynd 4 sýnir, hvernig mjaltir verða, þeg-
ar kýrin hefur tilhneigingu til að tvíselja
og er lengi að selja mjólkinni. Sumar kýr
tvíselja, þegar byrjað er að vélhreyta, eins
og á sér stað á fimmtu mínútunni í því dæmi,
sem hér er sýnt. Stafar þetta af því, að þær
örvast við snertinguna, sem verður, þegar
byrjað er að hreyta, og selja því aftur. Forð-
ast verður að láta kýr tvíselja, og það er
hægt með því að búa þær vel undir mjaltir
á þann hátt, sem áður er skýrt frá, og örva
sem mest mjólkurrennslið með því að
strjúka júgrið vel og lengi. Þessar tvær síð-
ustu myndir sýna greinilega, hvaða tafir
verða á mjöltum, ef ekki er rétt unnið að
mjaltastarfinu, auk þess þær skemmdir, sem
orðið geta á júgri af völdum mjólkurvélar
vegna rangrar mjaltaaðferðar.
Mjaltasjáin hefur gefizt vel hvarvetna,
þar sem hún hefur verið reynd og notuð, og
sýna skýringarmyndirnar hér að ofan
glöggt, hvert gagn má hafa af henni við að
fylgjast með gagni mjalta og hvernig kýrn-
ar mjólkast og mjaltir eru framkvæmdar.
^^#\#\#\##\#\#\#\#\##\##'#N#\r'#\#\r#'#\#\#^'#\#\#\#\#N#'#N#\*#\#'#\#\#\#\r'#
M.jólkursamsalan í Stokkhólmi
hélt aðalfund sinn í byrjun febrúar. Kom þar margt
fróðlegt fram m. a. það, að hún er nú fimmtug. Á
því tímabili hafa 322 mjólkurbú hennar verið lögð
niður og starfa nú aðeins 28. í allri Svíþjóð eru nú
291 mjólkurbú.
Á miólkursamsölusvæðinu eru nú 3500 bændur,
sem hafa mjólkurtank og 800 þeirra eru með við-
tengdan kælibúnað. Átta ár eru síðan fyrstu heim-
ilistankarnir voru teknir í notkun, en nú fjölgar
þeim mjög ört enda telja menn sig komna yfir til-
raunastigið. Einnig í öðrum landshlutum fjölgar
heimilistönkum ört.
Finnski sauðfjárstofninn
er sérlega þekktur fyrir mikla frjósemi og er þess-
vegna úr ýmsum áttum sótzt eftir kynbótaskepnum
þaðan.
Landmannabladet segir frá því, að 12 hrútar og
64 ær hafi verið seldar til Essex í Englandi á síðasta
ári 4 hrútar og 15 ær til Vestur-Þýzkalands, enn-
fremur var selt til Danmerkur, Svíþjóðar og Irlands.
Fyrirspurnir og beiðnir um finnskt sauðfé til kyn-
bóta hafa borizt frá Suður-Afríku, Kanada og
Ástralíu, og á komandi sumri kemur franskur leið-
angur til Finnlands til þess að kaupa þar kynbóta-
fé. Nils Inkovaara, landsráðunautur í sauðfjárrækt
í Finnlandi. telur, að í 50 ár hafi Finnar ræktað féð
til frjósemi og árangurinn sé ágætur af því starfi.
Rýgresi
Rýgresi
Síðastliðið ár keyptu bændur
um 5 tonn af fræi af einæru
.og fjölæru rýgresi. Flestir eru
mjög ánægðir með árangur-
inn af þeirri ræktun. enda á
rýgresi að geta gefið góða
uppskeru sáningar árið, ef því
er sáð snemma og vel borið
á það. Þetta einæra rýgresi