Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Síða 59

Freyr - 15.04.1966, Síða 59
FREYR 237 svæðinu milli Eyjafjarðargirðinga og Hörgár, inn að Bægisá, skal merkja féð með hvítum lit á bæði horn. I Saurbæjarhreppi og aðliggjandi bæjum sunn- an og vestan Eyjafjarðargirðinga skal merkja með bláum lit á bæði horn. Annað fé á svæðinu milli Eyjafjarðargirðinga og Héraðsvatna skal vera ó- merkt. 17. gr. Á svæðinu milli Eyjafjarðargirðinga og Skjálfanda- fljóts skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. 18. gr. Á svæðinu milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöll- um, sunnan Gæsafjallagirðingar, skal merkja féð með hvítum lit á hægra horn. Annað fé á þessu svæði skal vera ómerkt. 19. gr. Á Hólsfjöllum, Axarfirði og Núpasveit skal merkja féð með grænum lit á hægra horn, nema á bæjum, þar sem garnaveiki hefur orðið vart, þar skal merkja féð með grænum lit á bæði horn. 20. gr. í Presthólahreppi og Svalbarðshreppi norðan Sléttu- girðingar, skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. Á Raufarhöfn skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. 21. gr. I Svalbarðshreppi, sunnan Sléttugirðingar, Sauða- neshreppi, Múlasýslum báðum og í Austur-Skafta- fellssýslu að Hornafjarðarfljóti skal merkja féð á bæjum, þar sem garnaveiki hefur orðið vart, með bláum lit á bæði horn. 22. gr. Öllum fjáreigendum er stranglega bannað að lit- merkja fé á hornum eða haus öðruvísi en að fram- an greinir, nema að fengnu leyfi framkvæmdastjóra sauðfjársjúkdómanefndar. Gamlar litamerkingar, sem brjóta í bága við framanskráð fyrirmæli, skal afmá. 23. gr. Hreppstjórum er skylt að sjá um, að fyrirmælum þessum verði framfylgt. Undanbrögð eða brot gegn þeim varða sektum samkvæmt lögum nr. 23. 10. marz 1956. Reykjavík, 28.3 1966 Sauðfjársjúkdómanefnd. Til athugunar íyrir mjólkuríramleiðendur Síðan notkun rörmjaltakerfa gerðist al- menn hefur skort reglur varðandi hreinsun kerfanna. Búast má við, að rörmjaltakerfi, — hvort í mjaltabásum eða í venjulegum básafjósum —, verði notuð í sívaxandi mæli á komandi árum. Ljóst er að notkun rör- mjaltakerfa krefst nákvæmari og vanda- samari hreinsunar en mjólkurframleiðend- ur hafa áður vanist og því eru eftirfarandi leiðbeiningar settar fram. Leiðbeiningar eru byggðar á tilraunum um þetta efni, sem gerðar hafa verið í Dan- mörku, Englandi og U.S.A. og reglurnar um þvott á kerfunum byggðar á niðurstöðum tilraunanna. Leiðbeinendur í mjólkurframleiðslu í þessum löndum mæla með og leggja áherzlu á þessa hreinsunar aðferð. Reglurnar um hreinsunina, sem eru settar fram hér, eru miðaðar við Alfa-Laval og Gascoigne, þar sem aðrar tegundir rörmjaltakerfa hafa ekki verið seld hér á landi. ALFA-LAVAL (plaströr) 1. Fjarlægið mjólkurdreggjar úr rörun- um með 3—4 hreinum hreinsitöppum. 2. Skolið með volgu vatni, látið skolvatn- ið sogast gegnum leiðslurnar unz það verður tært. Skolið í 3—5 mín. Tæmið kerfið, notið til þess hreinsitappa. 3. Þvoið leiðslur með 60—65° heitu vatni. Notið þvottaefni, sem ekki jreiðir. •— Vítisóti (NaOH) er eitt hentugast og ódýrasta þvottaefni, sem völ er á. Hæfi- legt magn af vítissóta í 60—65° heitu vatn er 20 gr. í 10 1. af vatni. Þvotta- upplausnin þarf að renna um kerfið í minnst 10 mín. Tæmið kerfið.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.