Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 7

Freyr - 15.09.1978, Blaðsíða 7
FUNDflRGERD aðalfundar Stéttarsambands Árið 1978 var aðalfundur Stéttarsambands bænda haldinn í húsakynnum Menntaskól- ans á Akureyri og hófst þriðjudaginn 29. ágúst kl. 10. Formaður sambandsins, Gunnar Guð- bjartsson, setti fundinn og bauð fundar- menn velkomna, fulltrúa og gesti. Síðan minntist hann fjögurra manna, er andast höfðu milli aðalfunda og allir höfðu setið Stéttarsambandsfundi, þeir voru þessir: Júlíus Björnsson í Garpsdal. Hann var fulltrúi á stofnfundi Stéttarsambandsins og sat 2 aðalfundi. Þórarinn Helgason í Þykkvabæ, fulltrúi á stofnfundi Stéttarsambandsins. Þrándur Indriðason á Aðalbóli. Hann var fulltrúi á stofnfundi og sat Stéttarsam- bandsfundi 1945—1962. Guðlaugur Sigurðsson á Hrísum. Hann sat einn aðalfund Stéttarsambandsins sem varafulltrúi. Formaður gerði nokkra grein fyrir ævi- ferli þessara manna og trúnaðarstörfum þeirra, en síðan risu fundarmenn úr sætum til að votta þeim virðingu sína. Þá gat formaður þess, að landbúnaðar- ráðherra hefði að venju verið boðið til þessa aðalfundar, en hann hefði svarað því boði með svohljóðandi bréfi: ,,Ég þakka boð yðar á aðalfund Stéttar- bænda 1978 sambands bænda, sem halda á dagana 29. og 30. ágúst n.k. á Akureyri. Þessa dagana er unnið að því af kappi að mynda nýja ríkisstjórn og stjórnarskipti geta jafnvel orðið hvern dag. Ég lít því svo á, að störf mín sem landþúnaðarráðherra séu nú einungis bundin við að sinna nauð- synlegustu, daglegum verkefnum. Þar sem ég hefi fyrir löngu ákveðið að hætta ráðherrastarfi, á hvern veg sem færi um myndun ríkisstjórnar að afloknum kosn- ingum, tel ég hvorki rétt né fært að mæta á aðalfundi Stéttarsambands bænda, en ég flyt honum mínar bestu árnaðaróskir, um leið og ég ber fram þá ósk, að starf Stétt- arsambandsins megi bera ríkulegan ávöxt í þágu landbúnaðarins og íslensku þjóðar- innar. Með bestu kveðjum til íundarmanna. Halldór E. Sigurðsson“. Formaður nefndi til fundarstjóra með samþykki fundarins Inga Tryggvason á Kár- hóli. Tók hann þá við fundarstjórn. Að til- lögu stjórnarinnar var samþykktur annar fundarstjóri Sveinn Jónsson, en fundarrit- F R E Y R 617
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.